Fréttablaðið - 26.05.2006, Side 96

Fréttablaðið - 26.05.2006, Side 96
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Nú fer koma að heimsmeistara-keppninni í fótbolta, fótbolta- veislunni sem fangar athygli alls heimsins og gerir ótrúlegasta fólk að innilegum fótboltaáhugamönn- um. Allt er eins og það á að vera nema kannski fyrir það að frétta- flutningur af undirbúningi keppn- innar er dálítið sérstakur að þessu sinni. Undirbúningurinn virðist að hluta snúast um að flytja inn nógu margar vændiskonur sem vænt- anlega eiga að stytta einhverjum áhorfendum stundir milli leikja. MERKILEGT nokk þá hefur þetta ekki orðið tilefni til mikillar umræðu, eflaust vegna þess að tekist hefur að slá ryki í augu almennings. Aðalatriðið hefur verið að vændi er löglegt í Þýska- landi, þar sem keppnin fer fram, en minna er rætt um hvort það sé í anda íþróttahugsjónarinnar að vændi sé samofið heimsmeistara- keppninni. STJÓRN KSÍ hefur t.d. sent frá sér ályktun þar sem stjórnin seg- ist ekki ætla að tjá sig frekar um málið í fjölmiðlum. Þar segir m.a. að óháðum íþróttasamtökum „ber að virða alþjóðalög og landslög um heim allan“ og að knattspyrnu- hreyfingin hafi gætt þess að „hlut- ast ekki til um málefni á vettvangi stjórnmála einstakra ríkja“. Engu að síður er keppnin tileinkuð pólit- ískum markmiðum, „réttindum barna, friði og baráttu gegn hvers kyns fordómum“. VÆNDI og mansal eru tvær hlið- ar á sama peningi. Ómögulegt er að skilja þar á milli. Mansal er ólöglegt, enda gengur mansal út að flytja fólk – oft konur og börn – nauðugt milli landa til að starfa sem kynlífsþrælar. Mansal er nútímaþrælahald. Og nú eru sagt frá því að mörg þúsund þrælar verði fluttir inn sem söluvara fyrir einhverja af áhorfendum HM í sumar. EN jafnvel ólöglegt mansal hefur ekki orðið til þess að kalla fram sérstaklega hörð viðbrögð gegn þessari hlið heimsmeistaramóts- ins. Og það kristallar auðvitað að í raun skiptir það ekki máli hvort vændi er löglegt í Þýskalandi eða ekki. Málið snýst um viljann til þess að koma í veg fyrir kynlífs- sölu í tengslum við HM í fótbolta – en ekki um það hvort salan er lögleg í Þýskalandi. MÖRG af verstu mannréttinda- brotum heims hafa verið lögleg, eins og þrælahald, aðskilnaðar- stefna og ofbeldi gegn konum, sem enn er löglegt sums staðar í heiminum. Jafnvel þó að lög sam- þykki ranga hegðun, þá gerir það hegðunina auðvitað ekki rétta. Í þessu tilviki er rangstaðan lögleg. Lögleg rangstaða ���������� ��������������� ���������������� 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.