Fréttablaðið - 26.05.2006, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 26.05.2006, Blaðsíða 96
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Nú fer koma að heimsmeistara-keppninni í fótbolta, fótbolta- veislunni sem fangar athygli alls heimsins og gerir ótrúlegasta fólk að innilegum fótboltaáhugamönn- um. Allt er eins og það á að vera nema kannski fyrir það að frétta- flutningur af undirbúningi keppn- innar er dálítið sérstakur að þessu sinni. Undirbúningurinn virðist að hluta snúast um að flytja inn nógu margar vændiskonur sem vænt- anlega eiga að stytta einhverjum áhorfendum stundir milli leikja. MERKILEGT nokk þá hefur þetta ekki orðið tilefni til mikillar umræðu, eflaust vegna þess að tekist hefur að slá ryki í augu almennings. Aðalatriðið hefur verið að vændi er löglegt í Þýska- landi, þar sem keppnin fer fram, en minna er rætt um hvort það sé í anda íþróttahugsjónarinnar að vændi sé samofið heimsmeistara- keppninni. STJÓRN KSÍ hefur t.d. sent frá sér ályktun þar sem stjórnin seg- ist ekki ætla að tjá sig frekar um málið í fjölmiðlum. Þar segir m.a. að óháðum íþróttasamtökum „ber að virða alþjóðalög og landslög um heim allan“ og að knattspyrnu- hreyfingin hafi gætt þess að „hlut- ast ekki til um málefni á vettvangi stjórnmála einstakra ríkja“. Engu að síður er keppnin tileinkuð pólit- ískum markmiðum, „réttindum barna, friði og baráttu gegn hvers kyns fordómum“. VÆNDI og mansal eru tvær hlið- ar á sama peningi. Ómögulegt er að skilja þar á milli. Mansal er ólöglegt, enda gengur mansal út að flytja fólk – oft konur og börn – nauðugt milli landa til að starfa sem kynlífsþrælar. Mansal er nútímaþrælahald. Og nú eru sagt frá því að mörg þúsund þrælar verði fluttir inn sem söluvara fyrir einhverja af áhorfendum HM í sumar. EN jafnvel ólöglegt mansal hefur ekki orðið til þess að kalla fram sérstaklega hörð viðbrögð gegn þessari hlið heimsmeistaramóts- ins. Og það kristallar auðvitað að í raun skiptir það ekki máli hvort vændi er löglegt í Þýskalandi eða ekki. Málið snýst um viljann til þess að koma í veg fyrir kynlífs- sölu í tengslum við HM í fótbolta – en ekki um það hvort salan er lögleg í Þýskalandi. MÖRG af verstu mannréttinda- brotum heims hafa verið lögleg, eins og þrælahald, aðskilnaðar- stefna og ofbeldi gegn konum, sem enn er löglegt sums staðar í heiminum. Jafnvel þó að lög sam- þykki ranga hegðun, þá gerir það hegðunina auðvitað ekki rétta. Í þessu tilviki er rangstaðan lögleg. Lögleg rangstaða ���������� ��������������� ���������������� 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.