Tíminn - 16.10.1977, Síða 4
4
Sunnudagur 16. október 1977.
Laugarvatn — stærsta byggingin á myndinni er menntaskólinn, en hægramegin viö hann er iþróttaskólinn.
Hafsteinn Þorvaldsson, formaður IJMFI:
tafar i málefnum 1K1 aö
Laugarvatni, er þetta fyrst og
fremst:
1. Fjölga þarf fastráðnum kenn-
urum skólans i 5 og bæta
launakjör þeirra. Byggja þarf
án tafar þrjár kennaraibúöir i
raöhúsum, sem teikningar
eru þegar til af.
2. Byggja þarf, eöa fá til afnota
t.d. hjá Héraðsskólanum
rýmra og hentugra kennslu-
rými (stofur).
3. Og er þaö mál manna i dag ef
Laugarvatn sem skólasetur á
að valda sinni reisn. Byggja
þarf á sem skemmstum tima
vandaöa iþróttamiðstöð, likt
og gert var i Vestmanna-
eyjum á einu ári og löngu er
landsfrægt oröið.
tþróttamiðstöð þessari þyrftu
aö tilheyra: stórt og fullkomið
iþróttahús með áhorfenda-
svæðum, og fullkominni
keppnislaug ásamt til-
heyrandi abstöðu.
öll þessi atriði, og raunar
mörg fleiri hafa um árabil veriö
á óskalista skólastjóra, kennara
og skólanefndar, en litinn fram-
gang hlotið hjá stjórnvöldum.
Fyrir þvi heiti ég nú á
islenzka iþróttahreyfingu undir
forustu ISt og UMFI að skera
upp herör fyrir bættri aðstöðu
tþróttakennaraskóla Islands að
Laugarvatni. Samþykktir árs-
þinga okkar, svo og einstakra
sérsambanda innan tSI, hafa
litinn sem engan hljómgrunn
íþróttakennaraskóli íslands að Laugarvatni
Þegar þetta er ritað eru
nemendur tþróttakennaraskóla
tslands að Laugarvatni aö koma
þangað að nýju eftir sumar-
langa vinnuskyldu við leið-
beinendastörf viðs vegar um
land. Framundan er seinni
veturinn iskólanum, lokaáfang-
inn, og lokapróf að vori.
Astæðan til þess, aö ég tek
mér nú penna i hönd og skrifa
um málefni og aðstöðu (eða öllu
heldur aöstöðuleysi) skólans, er
sú, aö þessi æðsta mennta-
stofnun þjóðarinnar á sviði
iþróttamennta býr við svo
frumstæða og ófullkomna
aðstöðu á mörgum sviöum aö
undrun sætir.
iþróttahúsið
og sundlaugin
Égefastum, að margir þeirra
nemenda sem nú þreyta nám
við 1K1 að Laugarvatni hafi i
sumar leiðbeint eða þjálfaö við
mikið lakari aðstæður en þeir
koma nú til i þessum æðri skóla
islenzkra iþróttafræöa, og segir
það sina sögu. 1 þessu sambandi
á ég fyrst og fremst við iþrótta-
húsið, og þó sér i lagi sund-
laugina, sem er bæði litil og á
stundum hreinlega ónothæf
vegna elli og ofálags.
Annað kennslurými úrelt
og gamalt
Kennslurými til bóklegra
fræöa er litið og gamalt og úr
sér gengið, eina aðstaðan til
þess að ræða viö nemendur i
einum hópi, sem þó eru aðeins
um 30 að tölu, er i setustofu
heimavistarhússins, eða hrein-
lega að leita á náöir nærliggj-
andi skóla.
Kennarar of fáir og illa
að þeim búið
A siðustu árum hefur skól-
anum gengið æ verr að fá til
starfa sérmenntaða kennara,
sem örugglega á sinar orsakir.
Að mati undirritaðs eru kenn-
arar skólans of fáir, illa
launaðir, kennsluaðstaða fyrir
neðan allar hellur og húsnæðis-
aöstaða þeim til handa ekki til,
þegar frá eru taldar tvær litlar
einstaklingsibúðir i hinu nýlega
heimavistarhúsi skólans.
Þokkalegt heima-
vistarhús og góð
umgengni
Iþróttavellirnir við skólann
eru auðvitað ekkert til þess aö
Aðstöðuleysi
skólans
komið á
alvarlegt stig
hrópa húrra fyrir i dag, þegar
litiö er til aðstöðu næstu
nágranna okkar á hinum
Norðurlöndunum, að ég tali nú
ekki um ef við berum okkur
saman við aðra skóla hjá þeim,
þótt ekki sé tekinn samanburður
við iþrótta- eða iþróttakennara-
skóla. A okkar mælikvaröa eru
þeir sem sagt þokkalegir, og
umgengni og hirðusemi öll nú á
haustdögum til fyrirmyndar,
sama má segja um allt
umhverfi heimavistarhússins
og skólastjórabústað. Heima-
vistarhúsið er það eina sem
raunverulega hefur verið byggt
fyrir skólann, það er að visu
litið, en ágætlega útfært að
mörgu leyti og hver einasta
vistarvera nýtt til hins ýtrasta,
þegar frá er talin mötuneytis-
aðstaða eða eldhús, sem
nemendur hafa ekki fengið i
gang ennþá þrátt fyrir óskir þar
um. Heimavistarhúsið er að
hluta til byggt fyrir fé frá
tþróttasambandi tslands, sem á
sinum tima lagöi þetta fé fram
til þess að reyna aö bæta
aðstöðu skólans, svo hann mætti
frekar ná ab þjóna sinu ætlunar-
verki meðal annars i þágu
iþróttahreyfingarinnar. Þar
hefur ISt svo lika rekið sumar-
iþróttamiðstöð um árabil meö
þátttöku iþróttafólks viðs vegar
að af landinu.
Nýja tækni er ekki hægt
að nýta vegna húsnæðis-
skorts
tþróttakennaraskóli tslands
aö Laugarvatni er aö ég hygg
sæmilega búinn tækjum i dag i
sambandi viö alla kennslu. Það
mun þó vera staðreynd, aö
þessari tækni fleygir mjög ört
fram, og þótt skólastjóri,
kennarar og skólanefnd vildu
auka og bæta þennan tækjakost
er þaö vonlaust, vegna þess að
húsrými og aðstaöa til þess að
taka við þessum tækjum er ekki
til. Það segir sig sjálft að æðri
menntastofnun, sem á við slika
aðstöðu að búa, er i miklum
vanda stödd eigi hún á annað
borð að standa undir nafni.
Hvað er þá helst til ráða?
Það sem stjórnvöld verða að
mati undirritaðs að gera án
fengið meðal forráðamanna
fjárveitingavaldsins, sama er
að segja um árlegan erind-
rekstur skólastjóra, og for-
manns skólanefndar, Þorsteins
Einarssonar iþróttafulltrúa, á
fund sömu aðila um áratuga
skeið.
Þaö er með öllu óskiljanlegt,
að skóla- og ferðamannasetrið
að Laugarvatni skuli ekki hafa
náð betri og áþreifanlegri
árangri varðandi uppbyggingu
á iþróttaaöstöðu en raun ber
vitni.
Vegna hins mikla aðdráttar-
afls, sem staðurinn hefur i sam-
bandi við móttöku ferðamanna,
ætti arösemi slikra mannvirkja
að vera tryggð árið um kring,
auk þess sem núverandi skóla-
hald á Laugarvatni krefst stór-
kostlega aukinnar aðstöðu á
iþróttasviðinu.
Þingmenn allra flokka og
byggðarlaga sameinist
Ég trúi þvi, að alþingismenn
viti um og viðurkenni það
aðstöðuleysi tKt að Laugar-
vatni, sem hér hefur veriö lýst.
Ég trúi þvi einnig, að þeir hafi
hug á þvi að efla eftir föngum
allt iþróttastarf i landinu, það
hafa þeir sýnt á svo fjölmörgum
sviðum.
En það má aldrei gleyma
undirstöðunni: Ef tKt, að
Laugarvatni verður ekki gert
kleift að útskrifa með sæmilegu
móti hæfa leiðbeinendur og
kennara er hætt viö að allt
iþróttastarf i landinu dragist
saman, auk þess sem iþróttaleg
reisn okkar biöur stórkostlega
hnekki.
Hafsteinn Þorvaldsson,
form. UMFI
Nemendur tþróttakennaraskólans sýna fimleika á landsmóti 1965.
Grasvöllurinn á Laugarvatni. Myndin er tekin á landsmóti UMFl
1965.
Rætt við handboltastúlkur i leikhléi. Bústaður skólastjóra tþrótta-
kennaraskólans i baksýn.