Tíminn - 16.10.1977, Qupperneq 8

Tíminn - 16.10.1977, Qupperneq 8
 Sunnudagur 16. október 1977. Stafholt um 1913 Ingólfur Davíðsson: Byarart oar búið ) í ganí 193 La daara €/ DO O O o Skaröshamrar I Noröurárdal Stafholt 1 Borgarfirði var frá fyrstu tiö höfuöból, kirkjustaöur meö hjáleigum og mörgum sjálfstæöum jöröum ítökum miklum og gagnsömum. Atti Stafholt alla tunguna fyrir neö- an Arnarholts og Hamraenda- land. Oft sátu höfuðklerkar i Stafholti. Timburkirkja er þar nær áttræð aö aldri og þötti all- mikil á sinum tima. A þá leiö segir i árbók Ferðafélags Is- lands áriö 1953. Myndin sýnir prestsetrið, og kirkjuna árið 1953, um það bil er éra Gisli Einarsson flutti þangað frá Hvammi i Norðurárdal, þegar Stafholts- og Hvammspresta- köll voru sameinuð. Bregöum okkur i Noröurárdal og lltum heim að Skaröshömr- um. Gamla húsiö munhafaveriö byggt kringum 1910. Þaö stóö til 1936, er nýtt steinhús var reist á staönum. útihúsin viröast gamalleg. Myndin er tekin um 1930, Baula i baksýn. A Skarðs- hömrum var hálfkirkja lengi fram eftir öldum. Þóttu Skarðs- hamrarog nágrannajörðin Glit- staöir beztar bújaröir í dalnum. Fram um 1700 var skógur á Glitstöðum og Skaröshömrum, en er horfinn þaöan fyrir löngu. Barnaskólahús Norðdælinga var byggt rétt fyrir 1930. Þetta var heimangönguskóli og rúm- aði 12-15 börn. Húsið sem stend- ur nálægt Dalsmynni var jafn- framt samkomuhús Norðdæl- inga. Þaö var notaö til skóla- halds um 20 ár. Nú er þaö sam- komuhús Norðdælinga. Dalsmynni er upp frá vega- skilum Norðurlandsbrautar og Vesturlandsvegar — og er land- námsjörð. Bjó þar Rauða- Björn,er haföiútbúá Bjamadal ogannað niöuri héraöi, þar sem nú eru beitarhús frá Eskiholti. Myndirnar af Stafholti, Skarös- hömrum og skólahúsinu hefur Ragnár Ölafsson lánaö þættin- um, og látið fylgja skýringar. Fjórða myndin er af Svigna- skarði og er birt í bókinni „Bændaförin”, ferðasaga norð- lenzkra bænda um Suöurland sumariö 1910. Svignaskarð er sá bær er hæst ber á í Borgarfirði og er mikil jörö. Þar var hálf- kirkja og oft höfðingjasetur. Þar sátu sýslumenn um fyrri aldamót. Aður þótti jöröin erfiö til hevskapar og fénaöur ekki ganga þar vel fram. Svo reynd- ist þaö Snorra Sturlusyni, er á búi hans þar féll stórt hundrað nauta einn hallærisvetur. Marg- ir gistu i Svignaskarði og um skeið var rekin þar greiöasala. Nú er þarna sumarbústaðaland Iöju o.fl. auk búskapar. Barnaskólinn I Noröurárdal A Svignaskaröi áriö 1910

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.