Tíminn - 16.10.1977, Síða 18
18
Sunnudagur 16. október 1977.
menn og málefni
Iðnaðurinn er í hættu,
þegar tollverndmni lýkur
Davlð Sch. Thorsteinsson formaður Félags fsl. iðnrekenda setur Iðnkynninguna I Laugaraalsnoii.
Byltingin í
dreifbýlinu
Fyrir þá, sem hafa ferðazt um
héruö landsins fyrir tæpum ára-
tug og eiga þess kost að gera það
aftur mi, blasir við stórfelld
breyting. Þaö má næstum segja,
aðþar hafiorðið bylting. Fyrir tiu
árum riktiþarviöa kyrrstaða, at-
vinnuleysi var tilfinnanlegt d
ýmsum stöðum, og fólk leitaði
burtu i stórum stil. NU er annaö
uppi á teningnum. Þessu er vel
lýst í upphafi Reykjavlkurbréfs
Morgunblaðsins 18. september,
en þar segir á þessa leið:
,,Á þessari öld hefur islenzkt
samfélag þróazt frá dreifbýli til
þéttbýlis. Þessi breyting varö á
tiltölulega skömmum tima og
meðan hún stóð yfir, og alveg sér-
staklega þegar fólksflóttinn Ur
dreifbýlinu til Reykjavlkur var I
hámarki, hafði þessi þjóðfélags-
breyting að vonum mjög lamandi
áhrif á dreifbýlið. Fólksflóttinn til
höfuöborgarinnar stöövaðist, en
nokkur timi leiö, þar til hinar
dreifðu byggðir landsins hófu ab
rétta viö og endurheimta sinn
fyrri kraft. Það hefur gerzt siö-
asta áratug og nU er svo komiö,
að mikil gróska og uppgangur
rikir I dreifbýlinu. SU breyting er
landsmönnum fagnaðarefni. Við
Islendingar hljótum að vera stolt-
ir af þvi, þegar við feröumst um
land okkar og sjáum þá uppbygg-
ingu, sem oröið hefur i sjávar-
þorpum og kaupstöðum um land
allt. Fyrir nokkru var höfundur
þessa Reykjavikurbréfs á ferð
um Snæfellsnes, og þá vöktu at-
hygli þær miklu gatnageröar-
framkvæmdir, sem yfir standa i
sjávarþorpunum þar. Varanleg
gatnagerö ryöur sér til rúms i
þéttbýliskjörnum hvarvetna um
landið, gjörbreytir svipmóti
þeirra og veitir ibúunum allt önn-
ur og betri lifsskilyröi.
Myndarlegar húsbyggingar,
sem alls staðar eru i gangi og
hafa staöiö yfir á undanförnum
árum, vekja ekki siður athygli.
Mörg sjávarþorp eru raunveru-
lega orðin alveg ný byggöarlög
vegna þess hve mikið hefur veriö
byggt á undanförnum árum.
Einnig þetta hefur gjörbreyttlifs-
skilyröum fólks og stuölað að þvi
að unga fólkið búi áfram Meima-
býggð.”
Þáttaskilin
1971
Það er hárrétt hjá höfundi
Reykjavikurbréfsins, aö á siðasta
áratug, eða réttara sagt siðustu
sjö árum, hafa orðið stórfelld og
ánægjuleg umskipti i dreifbýlinu.
Myndun vinstri stjórnarinnar
1971 markar þáttaskilin I þess-
um efnum. Framsóknarmenn
settu þaö á oddinn, að hafin yrði
ný sókn i málum dreifbýlisins og
knúöu þaö fram, þrátt fyrir
nokkra tregðu Alþýðubandalags-
ins, sem vart.d.ófústtilaö fallast
á nægilega eflingu Byggðasjóðs.
Við stjórnarskiptin 1974 settu
Framsóknarmenn þessi mál enn
á oddinn og fengu þvi framgengt
þá, að Byggðasjóður var stórlega
efldurmeð þvl að honum yrðu ár-
lega tryggö 2% af tekjuáætlun
fjárlaga. Byggðasjóður hefur
meira en nokkuð annað stuðlað að
þeim miklu umskiptum, sem orð-
ið hafa í dreifbýlinu á siðustu ár-
um.
Þessi umskipti eru ekki siöur
ávinningur fyrir þéttbýliö en
dreifbýlið. Fyrir höfuðborgina er
mikiö fólksstreymi þangað allt
annaö en eftirsóknarvert. Hvað
fólksfjölda snertir, hefur Stór-
Reykjavikursvæðiö lika haldið
sinu, þótt heldur halli á Reykja-
vík innan þess, sökum þess að
skort hefur framtak af hálfu
borgarstjórnarmeirihlutans.
Bylting sU, sem orðið hefur i
dreifbýlinu siðasta áratuginn, má
vera þjóöinni allri fagnaöarefni,
eins og komizt er að orði I áður-
nefndu Reykjavikurbréfi Mbl.
Viðvörunarorð
Daviðs Sch.
Iðnkynningin I Reykjavlk var
góður vitnisburður um framfarir
hjá Islenzkum iðnaði, þ-átt fyrir
erfiöar aöstæður. Hún er ótviræö-
ur vitnisburður um, að íslenzkur
iðnaður er vel samkeppnishæfur
á mörgum sviðum, ef honum er
búin sambærilega aðstaða við er-
lenda keppinauta, t.d. í sambandi
við lánamál. A þetta skortir hins
vegar verulega. Sýningin, sem
haldin var i Laugardalshöllinni
næst á undan, Heimilið 1977,
sýndi augljós hættumerki. Þar
var sýndur við hliöina á Islenzk-
um iðnaöarbörum, ýmiss konar
erlendur iðnvarningur og al-
menningur ekki siöur hvattur til
aö kaupa hann en íslenzku fram-
leiðsluna. Bersýnilegt er þvl, að
innflutningur erlendra iðnaðar-
vara er að aukast og að vaxandi
áherzla er lögð á það að auglýsa
hann.
Þetta ætti vissulega að vera
hvatning til aö styrkja stööu is-
lenzka iðnaðarins og búa hann
sem bezt undir vaxandi og harðn-
andi samkeppni. Formaður
Félags islenzkra iönrekenda,
Davið Scheving Thorsteinsson,
vék lika sérstaklega aö þessu,
þegarhann opnaöi iðnkynninguna
1 Reykjavik. Hann hélt þvi fram,
að aðlögunartimi iðnaöarins að
friverzlunarsamtökum hefði ekki
verið notaður nægilega til að
styrkja samkeppnisstööu
iönaöarins, eins og lofað hafði
verið, og þvi væri nauösynlegt aö
aðlögunartiminn yrði eitthvað
lengdur meðan verið væri að
styrkja stöðu iönaðarins betur.
Iðnaðurinn og
tollverndin
Þaðhefur fullkomlega sannazt,
sem Framsóknarmenn héldu
fram, þegar rætt var um aðildina
að Friverzlunarbandalagi
Evrópu (EFTA) á þingi 1968 og
1969, að áður en tslendingar gerö-
ust aðilar aö slikum samtökum,
þyrfti aö marka sérstaka iðn-
þróunarstefnu og iðnaður efldur
og styrktur á þeim grundvelli. A
árunum 1960-1968 flutti Fram-
sóknarflokkurinn margar tillögur
um þetta á þingi, en viöreisnar-
stjórnin stakk þeim öllum undir
stól, enda varö áratugurinn 1960-
1970kyrrstöðutimi i sögu iðnaðar-
ins. Þaö var af þessum ástæðum,
se Framsóknarmenn lögðu til á
þingi i desember 1969, þegar
aðildin að Friverzlunarbandalag-
inu var endanlega ákveðin, að þvi
máli yröi frestað, unz fyrir lægi
Itarleg iðnþróunaræaætlun, sem
fæli i sér aðlögun aö friverzlun við
önnur lönd. Illu heilli var ekki
fariö að þessum ráðum og slik
áætlun aldrei gerð. Loforöin, sem
iðnaðurinn fékk, voru loðin og
■ óákveöin og hafa verið fram-
kvæmd með dræmingi, að svo
miklu leyti, sem það hefur þá ver-
ið gert. Enn hjáipar það iðnaðin-
um, aö tollverndin er ekki með
öllu Ur sögunni, en skammt er nU
þess að biða, að svo veröi. Það
mátti sjá á sýningunni Heimilið
1977, að innflytjendur erlendra
iðnaðarvara búa sig kappsam-
lega undir þann tima, þegar toll-
verndin er Ur sögunni. Islenzkur
iðnaður er enn meira og minna
óviðbúinn aö mæta fullri sam-
keppni.
Þessvegna má ekkitaka orðum
þeim, sem formaður Félags is-
lenzkra iönrekenda lét falla við
opnun iðnkynningarinnar, meö
kæruleysi. Hættan er augljós, ef
hið opinbera sýnir ekki meira
framtak I þvi að styrkja stöðu
iönaöarins.
Seljan varð
seinheppinn
Þjóðviljinn er i mestu vandræð-
um með að dylja þær upplysing-
ar, að ekki muni standa á leiðtog-
um Alþýðubandalagsins til sam-
starfs við Sjálfstæðisflokkinn eft-
ir næstu kosningar. Þetta átti að
vera leyndarmál fram yfir kosn-
ingarnar og þangað til átti aö
skamma Sjálfstæöisflokkinn
rækilega, hamast gegn Nato og
afneita erlendum auöhringum.
Eftir kosningarnar geta leiðtogar
Alþýöubandalagsins vel hugsaö
sér að setjast að boröi með Sjálf
stæðisflokknum, taka visitöluna
úrsambandi eins og vorið 1974 og
hafa forgöngu um nýtt Grundar-
tangaævintýri. Þá þarf Natoekki
heldur að óttast mikið. En þetta
mátti ekki vitnast f yrir kosningar
og því fékk Kjartan Ólafsson
meira en skömm i hattinn, þegar
það hrökk upp úr honum, aö all-
náinn skyldleiki væri með Al-
þýðubandalaginu og italska
kommúnistaflokknum, en italski
kommUnistaflokkurinn er aö þvi
leyti ólikur öðrum evrópskum
kommúnistaflokkum, að hann
sækist eftir samvinnu við helzta
ihaldsflokk landsins.
Nýjasa tilraun Alþýðubanda-
lagsmanna til að reyna að dylja
þetta, var að senda Helga Seljan
fram á ritvöllinn og láta hann
vitna um óbrúanlegt djUp milli
Alþýðubandalagsins og Sjálf-
stæðisflokksins Ekki tókst þessi
viðleitni Helga betur en svo, að
hún varð til að rifja það upp, aö
hið bezta samstarf rikir milli full-
trúa Alþýöubandalagsins og
gömlu viðreisnarflokkanna i
bankastjórn Seðlabankans, en
fulltrúi Alþýðubandalagsins þar
er enginn annar en Guðmundur
Hjartarson, dugmesti fjárafla-
maður Alþýðubandalagsins og
Þjóðviljans fyrr og slðar. Þetta
samstarf sýnir, að hið bezta sam-
starf getur tekizt milli fulltrúa Al-
þýðubandalagsins og Sjálfstæðis-
flokksins um stefnuna i efnahags-
málum, þegar á reynir. Alþýðu-
bandalagsmönnum finnst Helgi
Seljan hafa reynzt seinheppinn
meðþvi að leiða þannig athyglina
að samstarfinu I bankastjórn
Seðlabankans.
*
Oskadraumur
heildsala
En þaö eru fleiri en leiðtogar
Alþýðubandalagsins, sem láta sig
dreyma um nýja nýsköpunar-
stjórn. Óskin um nýja ný-
sköpunarstjórn birtist hvað eftir
annað I forustugreinum heild-
salablaðsins VIsis. Þannig lauk
forustugrein Visis 4. sept. eftir að
rætt hafði verið um nUv. stjórn
með þessum orðum:
,,En umræður talsmanna
stjórnmálaflokkanna að undan-
förnu gefa tilefni til aö hugleiða,
hvort annars konar ríkisstjórn
væri sterkari. Þjóðin var búin að
fá sig full sadda af vinstri stjórn
vorið 1974, svo sá kostur kemur
varla til álita nú. Hitt gæti verið
meira umhugsunarefni, hvort
gamla nýsköpunarformið með
Alþýðubandalagið, Alþýðuflokk-
inn og Sjálfstæðisflokkinn i
stjórnarforustu gæti leitt til
markvissari aðgerða I efnahags-
málum en pólitiskar forsendur
leyfa núverandi rikisstjórn.
Ýmislegt bendir til að svo sé, þó
að leiðtogarnir hafi ugglaust ekki
hugleitt þann kost i alvöru.”
Leiðtogar Alþýðubandalagsins
koma þvi ekki að lokuðum dyr-
um, þegar þeir berja upp á hjá
Sjálfstæðisflokknum I nýjum bón-
orðsklæöum eftir næstu kosning-
ar. Þar eiga þeir hauka i horni,
eins og heildsalana, sem gefa út
VIsi. Þeir vilja, að nú þegar fari
leiötogar Sjálfstæðisflokksins að
hugleiða þaö i alvöru að endur-
reisa nýsköpunarstjórnina.
Óbreyttir liðsmenn Alþýðu-
bandalagsins mættu hins vegar
hugleiða, hvort það sé vegna
þess, að Alþýðubandalagið sé
traustur og einbeittur vinstri
flokkur, að heildsalar og annar
gróðalýður sækist sérstaklega
eftir samstarfi við það.
Ofagrar
lýsingar
Þeir, sem lesa ekki annað en
Alþýðublaöið og Þjóðviljann og
taka mark á þvl, sem þar segir,
hafa meira en óglæsilega mynd af
ástandinu á Islandi. Þeir geta
ekki fundið neitt, sem nUverandi
rikisstjórn hefur vel gert. Þeir sjá
ekki sigurinn, sem hefur unnizt i
landhelgismálinu meö viöurkenn-
ingunni á tvö hundruð niilna fisk-
veiðilögsögunni. Þeir sjá ekki, að
Islendingar hafa búið viö næga
atvinnu á undanförnum árum
meðan flestar vestrænar þjóðir
hafa glimt við stórfellt atvinnu-
leysi. Þeri sjá ekki að lifskjörin
eru betri á Islandi en viðast ann-
ars staðar og t .d. stórum betri en i
sósialisku löndunum, þarsem það
skipulag er rikjandi, sem Þjóð-
viljamenn dreymir um. Þeir sjá
ekki árangur hinnar þróttmiklu
byggðastefnu, sem hefur stuðlað
að blómlegu atvinnulifi og fólks-
fjölgun, þar sem áður var kyrr-
staða og fólksflótti. Allt þetta
dylst þeim. Alþýðublaðið og Þjóð-
vÚjinn eru samhljóða i þem söng,
að allt hafi núv. rikisstjórn mis-
tekizt. 1 störfum hennar hafi ekki
neitt farið á betri veg.
Yfirboð og
úrræðaleysi
Aö sjálfsögðu verður þessum
blöðum tiðrætt um, að ekki hefur
tekizt að hemja verðbólguna
nægilega og að skuldasöfnun hafi
aukizt erlendis, m.a. vegna mik-
illa orkuframkvæmda og skipa-
kaupa, sem eiga eftir að skila
góðum arði. Hitt eru Alþýðublað-
ið og Þjóðviljinn fáorð um, hvort
verðbólgan eða skuldasöfnunin
heföi oröið minni, ef fariö hefði
verið að ráðum Alþýöuflokksins
eða Alþýöubandalagsins. Það
mætti halda af skrifum þeirra, að
ekki hafi staöið á góðum ráðlegg-
ingum frá forustumönnum þess-
ara flokka um aö draga Ur verð-
bólgunni og skuldasöfnuninni.
Frá þessum ráðleggingum er þó
ekki sagt i Alþýðublaðinu og
Þjóðviljanum. Ástæðan er ákaf-
lega einföld. Forvigismenn Al-
þýðuflokksins og Alþýöubanda-
lagsins hafa ekki bent á nein slik
'ráð. Þvert á móti hafa öll þeirra
ráð verið á þá leið, að verðbólgan
hefði stóraukizt og skuldasöfnun-
in sömuleiöis, ef farið heföi verið
eftir þeim. Þeir hafa stutt allar
launakröfur og ekki siztþær, sem
bornar hafa verið fram af þeim,
sem betur hafa mátt sin. Þeir
hafa borið fram stórfelldar kröfur
um aukin framlög og lántökur til
margvislegra framkvæmda.
Þannig skiptu slikar tillögur Al-
þýðubandalagsmanna mörgum
milljörðum króna i sambandi við
afgreiöslu fjárlaganna fyrir yfir-
standandi ár. Alþýðuflokkurinn
hefur ekki látiö standa á sér i
þessari samkeppni. Þannig hefði
verðbólgan og skuldasöfnunin
orðið miklu meiri, ef þessir flokk-
ar hefðu fengið að ráða. Tillögu-
flutningur þeirra er óvéfengjan-
legur vitnisburður um það.
Þ.Þ.