Tíminn - 16.10.1977, Síða 19
■liJ-llillltl'.
Sunnudagur 16. október 1977.
19
tJtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Eitstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verð í lausasölu kr. 80.00. Áskriftargjald kr. 1.500 á
mánuði.
Blaðaprent h.f.
Haldið í horfi
1 þeim umræðum sem i landinu hafa orðið um
óðaverðbólguvandann ber of oft á þeim misskiln-
ingi að unnt sé i einu vetfangi að koma þvi höggi á
verðbólgudrauginn að hann verði þegar yfirrunn-
inn. Það er ástæða til að vara við þesum misskiln-
ingi vegna þess að slikar aðfarir myndu óhjá-
kvæmilega leiða til annarra efnahagslegra og fé-
lagslegra vandamála.
Stefna núverandi rikisstjórnar hefur miðað að
þvi að ná varanlegum árangri i þessari glimu með
stöðugum og jöfnum aðgerðum. Rikisstjórnin hef-
ur ekki stefnt að róttækum skammtimaaðgerðum
sem sýna myndu tafarlitinn greinilegan árangur
enda hefði slikt komið illa niður á atvinnuörygginu
i landinu.
Það er einnig rétt, að rikisstjórnin hefur lagt á
það áherzlu að eiga sem bezt samráð við aðra
samfélagsaðila um framvinduna i þessum málum.
Það er þannig bersýnilegt að launþegasamtökin
munu hafa meiri áhrif á þróunina nú fram undan
en ella hefði orðið, vegna þess hve rikisstjórnin
hefur gengið langt til samkomulags við þau.
Enda þótt óþolinmæði gæti viða meðal stuðn-
ingsmanna stjórnarflokkanna vegna óðaverðbólg-
unnar mega þeir þó ekki gleyma þvi að vörður hef-
ur verið staðinn um atvinnuuppbygginguna úti um
land og um atvinnuöryggi i landinu. Þegar litið er
til nágrannalandanna verður ljóst, að hér hefur út
af fyrir sig verulegur árangur náðst.
Það fjárlagafrumvarp sem nú hefur verið lagt
fram ber það með sér að haldið er i horfi. Um er að
ræða verulegar tilfærslur frá verklegum fram-
kvæmdum almennt til umbóta i samgöngumálum.
En þegar litið er yfir kjörtimabilið i heild kemur i
ljós að stefnt er að sem næst 13% samdrætti rikis-
umsvifa i þjóðfélaginu. Á fjórum árum munu
rikisumsvifin þannig minnka úr 31,4% afþjóðar
framleiðslu niður i 27,3% og á sama tima hefur
staða rikissjóðs batnað.
Minnkun rikisumsvifa er ekki takmark i sjálfu
sér i augum félagshyggjumanna, en hennar er
augljós þörf i óðaverðbólgu. Á sama hátt verður
vöxtur rikisumsvifa að helgast af félagslegum og
menningarlegum markmiðum eða atvinnu-
uppbyggingu. Þessi sjónarmið voru forsenda
aðgerða rikisstjórnar Ólafs Jóhannessonar, en
þróun ytri skilyrða og kjaraákvarðanir innan
lands röskuðu þeim grundvelli.
Enn sem fyrr eru erlendar skuldir verulegt
áhyggjuefni. í fyrra var greiðslubyrðin orðin sem
næst 14% af útflutningstekjum, en hafði þó lækkað
nokkuð frá árinu áður. Hitt verða menn að hafa
hugfast að innstreymi erlends fjármagns inn i
hagkerfið er hreinn verðbólguvaldur nema það ali
þegar i stað af sér verðmætasköpun eða
kostnaðarlækkanir.
í þessu efni hefur okkur ekki miðað sem skyldi,
vegna þess að um er að ræða fjárfestingu sem ekki
verður arðbær fyrr en siðar. Það virðist alveg
greinilegt að hægar verður að fara i slika fjár-
festingu en verið hefur.
Nú hefst sjálfsagt ófagur söngur i búðum hægri-
sinnaðra öfgamanna vegna aukinna framlaga til
landbyggðarinnar i samgöngumálum. Samgöngur
eru lifæðar nútimaþjóðfélags með dreifðri byggð.
Þeir sem þann söng syngja þekkja ekki landið sem
þeir búa i og aðstæður þess. Þeir virðast aðeins
þekkja malbikið i höf uðstaðnum.
ERLENT YFIRLIT
Carter f ól Patriciu
erfitt verkefni
Hún á að móta stefnuna í
húsnæðismálimum
JIMMY CARTER átti sigur
sinn í forsetakosningunum
öðru fremur þvi að þakka, að
hann hlaut yfirgnæfandi fylgi
blökkumanna. Þess vegna var
þvi spáð, að hann myndi launa
blökkumönnum þetta mynd-
arlega, þegar hann skipaði
stjórn sina. Ýmsir leiðtogar
blökkumanna segja, að hann
hafi brugðizt vonum þeirra i
þessum efnum. Þeir viður-
kenna hins vegar, að honum
hafi að likindum tekizt vel,
þegar hann skipaði Patriciu
Roberts Harris i embætti hús-
næðismálaráðherra, en undir
það heyra ekkiaðeins húsnæð-
ismál, h ldur endurskipulagn-
ing og þróunarmálefni stör-
borga, sem skipta blökku-
menn miklu, þar sem þeir búa
langmest i hinum lélegri borg-
arhverfum. Enn er svo
skammt siðan Patricia Harris
tók við ráðherraembættinu, að
of snemmt er aö dæma um,
hvernig henni tekst að leysa
það af höndum.Sitthvað, sem
hún hefur þegar gert, þykir
benda til, að hún muni reynast
framtakssöm og að ekki skorti
hana góðan vilja. Til þess aö
koma áformum sinum frafn,
verður hún aö leita á náöir
þingsins og þar getur henni
reynzt við ramman reip að
draga. Sú er a.m.k. reynsla
Carters sjálfs um þessar
mundir, einkum þó i sambandi
við orkumálin.
PATRICIA Roberts Harris
er 53 ára að aldri, fædd i Chi-
cago þar sem faðir hennar
starfaði sem járnbrautar-
þjónn. Hann mun hafa verið
að einhverju leyti af hvltum
kynstofni, en móðir hennar
ekki. Patricia setti sér ung
þaö markmið að ganga
menntaveginn og gerast
hvorki skrifstofustúlka eða
kennari, en það voru þau störf,
sem konur af blökkum ættum
sem gengu skólaveginn, áttu
þá helzt völ á. Að mennta-
skólanámiloknu hófhún nám i
hagfræði við Howards Uni-
versity i Washington og lauk
þar prófi meö góðum vitnis-
buröi 1945. Næstu árin starfaði
hún á vegum ýmissa félags-
samtaka, m.a. á vegum
YWCA. Hún vildi helzt ekki
takast fast starf á hendur, þvi
að hugur hennar stefndi til
frekara náms. Það varð þó
ekki af þvi, að hún hæfi fram-
haldsnám fyrr en eftir að hún
hafði gifzt blökkum lögfræð-
ingi, William Beasley Harris,
sem var tiu árum eldri en hún.
Hann var þá kennari i lögum
við Howard University en
lagði jafnframt stund á mál-
flutning. Hann hvatti hana til
að halda áfram námi og að
ráðum hans hóf hún laganám
við lagaháskolann, sem ber
nafn Georges Washington. Því
námi lauk hún með góöum
vitnisburði 1960. Hún hafði þá
þegar látið mannréttindamál
ýmiss konar mikið til sln taka
og stóð framarlega i samtök-
um, sem einkum létu sig þau
mál varða. Það bendir til þess,
að hún hafi unnið sér gott álit á
þessu sviði, að á flokksþingi
demókrata 1964 var hún fengin
til að halda eina aðalræðuna
til stuðnings framboði John-
sons forseta. Johnson launaði
henni lika vel, þvi að hann
skipaði hana sendiherra
Bandarikjanna I Luxembourg
1965. Þar dvaldist hún i tvö ár
en maður hennar fylgdist meö
henni sem sérstakur ráðu-
nautur á vegum utanrikis-
ráðuneytisins. Þótt sendi-
herrastarfið þætti fara henni
vel úr hendi, fannst henni það
of aðgerðalitið. Jafnframt
fóru forsetakosningar i hönd
og óvist hvort demókratar
héldu velli i þeim vegna Viet-
namsstriðsins.
EFTIR HEIMKOMUNA frá
Luxembourg hóf Patricia
lagakennslu við Howard Uni-
versity og varð skömmu siðar
rektor lagadeildarinnar.
Kona hafði ekki gegnt slikri
virðingarstöðuáður.Þetta var
áþeim tima, þegar stúdentaó-
eiröir voru algengar i Banda-
rikjunum, m.a. vegna mót-
mæla gegn striöinui Vietnam.
Patricia lenti i talsverðum
deilum við stúdenta og kröfð-
ust þeir þess um skeið, að
henni yrði vikið úr rektorsem-
bættinu. Hún lét þó ekki hlut
sinn. Hins vegar haföi hún
meiri áhuga á ýmsu öðru en
rektorsstarfinu og sagði hún
þvi lausu og hóf að starfa við
þekkta lögfræðiskrifstofu i
Washington. Þar vann hún sér
bráttgottálit, einsog ráða má
af þvi, að hún hlaut sæti i
stjórnum ýmissa stórfyrir-
tækja, t.d. Chase Manhattan
Bank, IBM og Scott Paper Co.
Þegar Carter skipaði hana
húsnæöismálaráöherra, hafði
hún ekki haft veruleg afskipti
af þeim málum, og var þaö
nokkuð gagnrýnt. Carter mun
hér hafa fylgt hinni fornu ráð-
leggingu, að nýir vendir sópa
bezt.
Þau Harrishjónin eru barn-
laus. William er nú dómari við
sjódóminn i Washington og
hefur ærið að starfa, eins og
kona hans. Helzta tómstunda-
iðja þeirra er að hjálpast að
við eldhússtörfin.
«£*£ Ji
Patricia Harris
og
maður hennar
Harrishjónin við eldhússtörfin
Þ.Þ.
JS