Tíminn - 16.10.1977, Qupperneq 21
Sunnudagur 16. október 1977.
21
sagan segir, aö Gunnar á Hliöar-
enda hafi riöiö fram I „nes” viö
ána, þegar óvinir hans sátu fyrir
honum viö Knafahóla. Það er
rétt, að þarna gengur dcki neinn
tangi fram i Rangá. En hér i
Rangárþingi, og miklu vlðar á
landinu, er þaö málvenja aö kalla
láglendisræmur meðfram ám og
vötnum „nes”. 1 Landnámu seg-
ir, að Asgeröur hafi numið
Lnaganes allt, upp til Jöldusteins.
Þetta „nes” sem hér er átt við, er
láglendið upp með Markarfljóti
aö austan. Við eigum, hér I sýsl-
unni, mörg örnefni, sem enda á
„nes”, en eru ekki tangar út i
vötn, heldur láglendi meðfram
þeim.
Ef við vikjum aftur að bardag-
anum við Rangá, þá er þess næst
að geta, að þegar landið þar fór
að blása, komu þar i ljós kuml frá
fornum tima, og mennirnir, sem
þar hafa verið jarðaðir, hafa fall-
ið i bardaga. — Hér tel ég að land-
ið sjálftvitni gegn þeim mönnum,
sem halda þvi fram, að þarna hafi
aldrei neinn bardagi orðið.
Forn byggð i Þórsmörk
Þannig mætti telja margt
fleira. Margir hafa talið, að hinn
bráðskemmtilegi kafli Njálu um
Björn i Mörk hljóti að vera einber
skáldskapur, Og vist er hann
ákaflega snjall og hefur á sér
ósvikið yfirbragð skáldskapar.
En þegar betur er að gætt, þá
kemur það á daginn, að i Þórs-
mörk hafa verið þrir bæir, ef ekki
fleiri. í Jarðabók Arna Magnús-
sonar og Páls Vidalíns frá 1710 er
einmitt getiö um fornar húsarúst-
ir og garðlög i Húsadal á Þórs-
mörk. Og ennþá innar, — á Stein-
finnsstöðum hjá Kápu á Almenn-
ingum hefur fundizt gröf forn-
manns, þar sem upp komu bein
manns og hests, og ákaflega fall-
egt spjót og fleiri gripir. Þriðji
bærinn er á Þuriðarstöðum. Þar
blés upp og þá komu þar lika
fram bæjarrústir. Um forna
byggð á þessum slóðum þarf þvi
ekki að efast.
Sumir hafa sagt, að ef Björn i
Mörk væri eitthvað annaö en til-
búningur höfundar Njálu, þá
hefði hann hlotið að búa i Mið-
mörk undir Eyjafjöllum. Þetta
þarf enginn að segja mér. Það
þarf enginn að segja mér það, að
Björn hvitiKaðalssonhafibúið við >
bæjardyr Ketils Sigfússonar i
Stórumörk. Hann hlaut að búa
einhvers staðarfjær, annars hefði
hann ekki gengið til liðs viö Kára
eftir Njálsbrennu.
Mig langar til þess að vikja dá-
litið nánarað staðfræöi Njálu. Og
þá kemur mér I hug frásögnin af
þvi, þegar þeir börðust, Lýtingur
á Sámsstöðum og Njálssynir. Ég
held, aö sá atburður hafi átt sér
stað hér niöur af KotmUla i
Fljótshlið. Við Þverá. Fyrir all-
mörgum árum fann piltur frá
KotmUla spjótsodd við Þverá,
ákaflega sérstæðan og merkileg-
an. Falurinn var Ur silfri og
margir geirnaglar i gegn, og hann
þykir hinn mesti kjörgripur.
Sagan segir að þegar þeir áttust
þarna við, hafi Lýtingur flúið i
Vorsabæ. — Mér dettur i hug, að
þessu spjóti hafi verið skotið og
það lent i kil eða keldu, og ekki
fundizt aftur, en á þeim tima
sem Njála gerðist, hefur sjálfsagt
verið nóg af vatni á þessum slóö-
um.
Sagansegir enn fremur, að þeir
Lýtingur og Njáls synir hafi fund-
izt við læk einn. Sá lækur hefur
áreiðanlega verið þar þá. Það er
Torfastaðagróf, sem hét áður
Hestalækur, og hefur runnið
norðan við staðinn, þar sem
spjótið fannst. Ég held, að þarna
hafi verið vað á Þverá, og að
Höskuldur Njálsson hafi farið þar
um, þegar hann fór til bús sins í
Holti, en ég hef komið fram með
þá tilgátu að Holt hafi verið þar
sem nú er Þórunúpur i Hvol-
hreppi. Ef þessi tilgáta er rétt, þá
kemur lika annað heimogsaman.
Ef þarna hefur verið vaðá Þverá,
lá leiðin um garð á Sámsstööum.
Fiskivötn hin fornu hafa
þornað upp
En það er margt fleira i Njálu,
sem hægt væri að spjalla um, þar
sem ég held að sagan segi rétt
frá.
Þegar Flosi gerir ferð sina
austan frá Svinafelli i Bergþórs-
hvol, til Njálsbrennu, þá fer hann
vestur i Kirkjubæ, sem vitanlega
er Kirkjubæjarklaustur á Siðu.
Þaðan f er hann upp á fjall og svo
til Fiskivatna. Fræðimenn hafa
talið, að þarna væri um mikla
skekkju að ræða i sögunni, þvi
enginn maður, sem færi vestur
Mælifellssand legöi þann krók á
leið sina að riða alla leið norður
að Fiskivötnum.
Ég held, aftur á móti, að þarna
sé sagt alveg rétt frá. Fiskivötn
hafa verið á þessari leið. Noröan
við þá leið, sem hér er um að
ræða, er fjall, sem heitir Meyjar-
strútur, i daglegu tali alltaf
kallaður Strútur. Sunnan undir
honum er vatn, Brennivinskvisl
kemur sunnan Ur Mýrdalsjökli og
rennur norður undir StrUt, og þar
austur með, og þarna hafa
áreiðanlega verið vötn áður fyrr.
Siöan kom suö-vestan storm-
amir og aka sandinum af Mæli-
fellssandi niður i dældina, þar
sem vötnin voru. í öðru lagi
kemur Brennivinskvisl að
sunnan, eins og ég sagði áðan, og
ber með sér mikinn aur norður i
þennan sama slakka, sunnan
undir StrUtnum. — Ég get líka
sagt dæmi um það, hvern þátt
Katla á i þviað fylla upp I lægðir á
þessum slóðum. Arið 1917 byggðu
Rangvellingar fjárrétt inn við
Strút. Hún var mjög ramger, með
axlarháum veggjum, svo að
styggustu kindur gætu ekki
auðveldlega hlaupið uppUr henni.
En eftirKötlugosið 1918, \ar þessi
rétt veggjafull, og má af þvifara
nokkuð nærri um öskudyngjuna
þarna i grenndinni. Þannig leggst
allt á eittað þurrka upp þau vötn,
sem þarna hafa verið. Sandfokið
vestan af Mælifellssandi, Brenni-
vinskvislin aö sunnan, með sinn
framburð, og svo síðast en ekki
sizt sjálf Katla.
Hvar var
Holtsvað?
— ÞU átt kannski enn fleiri
athugasemdir i pokahorninu um
Njálu gömlu?
— Já, maður er að gera það aö
gamni sinu að béra ' fram
ýmsar tilgátur um þessa sögu.
Það hafa til dæmis verið uppi
nokkrar deilur um það, hvar
Holtsvað hafi verið, en eins og
þeir muna, sem eru kunnugir
Njálu, þá safnar Kári öllu liðinu
saman við Holtsvað til þess að
leita Flosa og manna hans strax
eftir Njálsbrennu. Sagan segir
lika, að Kári hafi riðið alla leið
upp i Þjórsárdal, og það þykir
með ólikindum sökum vega-
lengdarinnar, en ég held að það
hafi ekki verið eins mikið þrek-
virki og nUtimamenn ætla. Ég
held, að á þessum timum hafi
verið vað á Þjórsá beint suður af
Þjórsárdalnum, eða upp frá
Lambhaga I Skarfanesi i Lands-
sveit. Þar hafa sýnilega legið
miklar götur að ánni fyrr á
timum. Með þvi að riða upp Land,
er einnig komið beint i Þjórsár-
dal.
En það var þetta með Holtsvað.
Það hafa verið uppi raddir um
það, að þetta vað hafi verið á
Þjórsá, liklega helzt viö Þrándar-
holt eða þar nálægt. Þetta held ég
að áé fjarstæða. Við getum rétt
Imyndað okkur, hvort við, ef við
værum að safna liði til þess að
veita eftirför mönnum, sem við
vissum að væru á austurleið frá
Bergþórshvoli i Landeyjum, —
hvort okkur dytti I hug að byrja á
þvi að fara fyrst með allan
flokkinn alla leiðvestur að Þjórsá.
Þetta er svo gersamlega Ur leið,
að sU skýring kemur alls ekki til
greina, að Holtsvað sem Njála
talar um, sé á Þjórsá.
Enn aðrir hafa haldið þvi fram,
að Holtsvað hafi verið á Rangá,
jafnvelhjá Hestaþingshól eða þar
nálægt. Ég held, að það sé ekki
heldur rétt. Mér hefur dottið i
hug, að Holtsvað hafi verið á
Þverá hjá Dufþaksholti. 1 sumum
gömlum heimildum er þessi bær
kallaður Holt. Sjálfsagt hefur áin
verið nokkuð djúp þarna.en lygn,
og þar hefur verið vað á henni.
Þessi staður hefur öll skilyrði til
þess, að þar hafi verið gott að
safna saman liði. Þarna hefur
verið nógur hagi, þetta er mið-
svæðis, — og nú skulum við rifja
upp orð sögunnar sjálfrar.
Þegar þeir eru búnir að safna
saman liðinu, segir Njála, að
sumir hafi riðið austur til Selja-
landsmúla, aði[-ir upp til Fljóts-
hliðar.Taktu eftir þessu orða-
lagi: UPP tU Fljótshliöar. Enn
aðrir eru sagðir hafa farið hið
efra um Þrihyrningshálsa.
Þannig kemur allt heim og
saman. Þeir eru við Þverá, neðan
undir Fljótshliðinnifogþessvegna
fara sumir upp til Fljótshliðar),
en þeir eru ekki Ut við Rangá, og
þvi siður alla leið vestur við
Þjórsá.
— Þú ert þá þeirrar skoðunar,
eins og ýmsir fleiri, aö Njála sé I
mjög veigamiklum atriöum sann-
söguleg?
— Já, ég held, að rótin að
bókinni, það er að segja sjálfir
atburðirnir, séu að mörgu leyti
sannsögulegir, þótt samtölum og
sjálfsagt ýmsu fleira sé aukið inn
i af höfundinum.
Sumir telja, að margt i ætt-
færslu fyrri tiðar manna hljóti að
vera rangt, af þvi að þeir hafi
ekki, getað munað þetta og vitað
með svona mikilli nákvæmni.
Þetta hygg ég að sé misskiln-
ingur. í kaþólskum siö var fólki
bannaö að ganga i hjónaband, ef
skyldleiki var i þriðja eða fjórða
lið. Af þessum ástæðum varð
mönnum mjög mikil nauðsyn að
kunna skil á ætt sinni. Mönnum
varðþettabæðinauösynog iþrótt.
Mörgum hefur orðið jiað
metnaðarmál að kunna sögur um
forfeður sina — vita eitthvað um
þá — og þannig varðveittist hvort
tveggja, ættfrasðin og sögurnar.
Hellarnir i Rangárþingi
voru mannabústaðir
— NU erum við hér, Oddgeir,
ekki aöeins á söguslóðum Njálu,
heldur eru hér f sýslunni margir
hellar, sem gætu hæglega hafa
verið mannabdstaöir.
— Þaðer kapituli Ut af fyrir sig
að ræða um manngerða hella i
Rangárþingi. Ég sagði „mann-
gerða” vegna þess, að það er
alveg öruggtmál, að þessir hellar
eru geröir af manna höndum.
Svona hellar, — éða mjög likir —
eru til á Irlandi. NU er það vitaö,
— eða Landnáma segir þaö að
minnsta kosti, — að hér haf i verið
irskir menn, þegar Norðmenn 1
komu hingað, enda hefur þá án
efa verið hér talsvert mikil
byggð. í Holtasveit i Rangár-
vallasýslu eru svo margir hellar,
að þeir mega heita heilt hverfi.
Og landnáma segir einmitt frá
mörgum Vestmönnum, sem
námu land i Holtasveit. Þetta
bendir eindregið til þess, að þeir
hafi sótzt eftir þvi að nema þar
land, sem þeir vissu, að Papar
voru fyrir. En það er alveg
öruggt, að þessir hellar eru
manngerðir, og eftirtektarvert,
að þeireru langflestirviölæki eða
ár, — með öðrum orðum við
vatnsból. Og mjög margir þeirra,
áreiðanlega mikill meirihluti,
snýr dyrum i sólarátt, á mót.i
— Þetta hafa verið þolanlegir
mannabUstaöir? . '
— Þeir hafa að mörgu leyti
verið góð hús. Stórviðri hafa ekki
mætt á hellunum, þeir hafa ekki
þurft viöhald eins og hús meö
torfveggjum og þaki, og enn
fremur hefur án efa verið tiltölu-
lega auðvelt að leynast I hell-
unum, þegar þess þurfti við. Hér
hefur verið skógur, eins og mýr-
arnar okkar sanna bezt, þvi ekki
þarf að grafa nema svo sem sjötiu
sentimetra niöur i mýrarnar
hérna til þess að I ljós komi
miklar skógarleifar. Þannig er
þetta alls staðar hér i Fljótshlið,
og áreiðanlega miklu vlðar. —
Þessi skógur hefur tvimælalaust
verið meira en nógu mikill til þess
að leyna hellisdyrum, ef menn
vildu reyna að búa þannig um
hnútana, að litið bæri á
bústaðnum.
Það er oft verið að rengja
Njálu, þegar hún segirfrá þvi, að
menn hafi riðið upp með Rangá
og á bakvið Þrihyrning. Hvers
vegna riða þeir ekki hið neðra,
um Fljótshlið eða neðan undir
henni? Skýringin er einföld: Hér
hið neðra hefur verið ógreiðfært
og illt umferðar vegna bleytukila
ogskógarkjarrs. — Það er ekkert
ókunnugur maður i Rangárþingi,
sem heldur um fjöðurstafinn,
þegar verið er að skrifa Njálu.
En við skulum halda áfram að
tala um hellana.
A ÞórunUpi, um það bii tuttugu
minútna gang frá bænum er
hellir, sem ÞUrunUpshellir heitir,
nokkuð langur, og ákaflega fal-
lega gerð bogahvelfing i mó-
bergið. En út úr austurvegg eru
dyr, alveg ferkantaðar, sem
liggja inn i annan helli, afhelli,
sem er nokkurn veginn fer-
kantaðurog með opi uppúr. Fyrir
mörgum árum var gerður kál-
garður fram af Þórunúpshelli i
bratta brekku. Þegar hann hafði
verið pældur í nokkur ár og
moldin fallið viö pælingu undan
brekkunni, kom i ljós mikil aska.
Hún sannar búsetu I þessum helli.
Þórunúpshellir er ekki náttúru-
smið.
Aftur er hér annar hellir i
Fljótshlið, með stærstu hellum á
Suðurlandi, og hann er vafalaust
gerður af náttúrunni. Það er hell-
irinn á NUpi. 1 honum eru rúnir,
og þar hafa verið geymdir gripir,
þvi að viða eru berghöld höggvin I
veggina til þess að hægt væri aö
binda gripina.
Þessi hellir er sjálfsagt að
nokkru leyti myndaður af sjó,
enda hefur sjór náð hingað upp i
Fljótshlið i fyrndinni. Vestan við
Núp, i gili á milli Uppsala og
Núps, er greinilegur malar-
kambur. Einhvern tima hefur
verið fjörður inn á milli Eyja-
fjalla og Fljótshiiðar, alla leið inn
að Þórsmörk.
Hann er ekki
einn um það ...
— Viö gætum vist haidiö áfram
aö spjalla I allan dag, en þessi
dagur liöur eins og aörir dagar,
og mörgum verkefnum er aö
sinna. Þú tókst svo til oröa miklu
fyrr i þessu rabbi okkar, Oddgeir,
aö hér i Fljótshliö næöu túnin
saman á milli bæjanna, eöa svo
að segja. Þetta finnst mér benda
til þess, að fólk uni sér vel hérna I
sveitinni.
— Já, ég held að það sé ekki of-
sagt, að túnin hérna i sveitinni nái
saman, svo að segja alla sveitina
á enda, þótt aðeins séu til eyður,
einkanlega á tveimur innstu
bæjunum. Hér er veðursæld, hér
er grösugt og hlýlegt, og fólk
virðist una sér vel hér. Viða á
bæjum hefur sama fólkið setið i
marga áratugi, og jafnvel mann
fram af manni, öldum saman. A
einni, heldur litilli jörð hérna i
sveitinni, hefur sama ættin setiö i
sjö ættliöi samfellt. Og ég skal
nefna aðra jörö, Eyvindarmúla.
Það er mjög góð bújörð og falleg.
Sama ættin hefur haft umráö
þessarar jarðar og setið hana
siðan ögmundur biskup Pálsson
seldi hana Hólmfriði riku
Erlendsdóttur I Stóradal undir
Eyjafjöllum hinn ellefta dag
nóvembermánaðar árið 1523.
Engin önnur jörð i Fljótshlið
hefur verið svo lengi i eigu og
umsjá sömu ættarinnar. Hún er
þvi sannarlega ættaróðal.
Gunnar á Hllðarenda er ekki
einn um þaö að þykja Hliöin
fögur.
—'VS
Tfmamynd Gunnar.
r Hlíðin
iðjónsson, bónda í
Ljótshlíð
9 5