Fréttablaðið - 02.06.2006, Page 78

Fréttablaðið - 02.06.2006, Page 78
 2. júní 2006 FÖSTUDAGUR46 tonlist@frettabladid.is ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ VERA STÓR TIL AÐ BJARGA HEIMINUM! SMS LEIKU R Vi nn in ga r ve rð a af he nd ir h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . Þ ú fæ r 5. m ín ti l a ð sv ar a sp ur ni ng u.9. hver vinnur! Sendu SMS skeytið BTC LKF á 1900. Þú gætir unnið! Aðalvinningur er DVD spilari og litli kjúllinn á DVD Aukavinningar eru: Litli Kjúllinn á DVD • Pepsi kippur Fullt af öðrum DVD myndum og margt fleira Í SPILARANUM HJÁ RITSTJÓRNINNI Ladytron: Witching Hour, Sleater-Kinney: The Woods, Hot Chip: The Warning, Pet Shop Boys: Fundamental, Panic at the Disco: A Fever You Can´t Sweat Out, Zero 7: the Garden og Radio 4: Enemies Like This. HOT CHIP RADIO 4 Bandaríska kvennatríóið Sleater-Kinney heldur tón- leika á Nasa á sunnudaginn. Sveitin hefur verið á ferð um Evrópu og haldið tón- leika fyrir fullu húsi hvar sem hún hefur komið. Freyr Bjarnason ræddi við Corin Tucker, annan gítarleikara og söngvara sveitarinnar, og trommuleikarann Janet Weiss. Auk Corin og Janet er Sleater- Kinney skipuð Carrie Brownstein sem sér um gítarleik og söng rétt eins og Corin. Hljómsveitin hefur síðastliðin tíu ár heillað tónlist- aráhugamenn út um allan heim. Þær eru ferskar og hráar frá norðvesturströnd Bandaríkj- anna, nánar tiltekið frá Portland í Oregon-fylki. Alla tíð hefur sveit- in haldið tryggð við indí-rætur sínar og er afar virt í þeim tón- listargeira. Gifti sig á Íslandi Corin hlakkar mikið til tónleik- anna á Íslandi. „Reykjavík hefur orð á sér fyrir að sjá fólki fyrir miklu stuði,“ segir hún og reikn- ar með því að kíkja á frægt næt- urlíf borgarinnar. Janet er einnig mjög spennt. „Ég hef aldrei komið til Íslands og aðeins heyrt sögur af landinu. Corin gifti sig aftur á móti þar,“ segir hún. Upphitun fyrir Pearl Jam Alls hefur Sleater-Kinney gefið út sjö plötur og hlaut sú nýjasta, The Woods, einróma lof gagnrýn- enda og var ofarlega á listum yfir bestu plötur síðasta árs. Var plat- an gefin út af Sub Pop-plötufyrir- tækinu sem er frægt fyrir að hafa gefið út fyrstu plötu Nir- vana, Bleach. Tónlist sveitarinnar er einföld, tveir gítarar, raddir og trommur og þykir sveitin einkar skemmti- leg á tónleikum. Hitaði hún upp fyrir Pearl Jam á tónleikaferð hennar um Kanada á síðasta ári, sem að sjálfsögðu þykir mikill heiður í rokkbransanum. Tónleikaferð Sleater-Kinney um Evrópu hefur gengið vel að sögn Janet. „Það er reyndar erf- itt að vera að heiman þegar veðr- ið er orðið svona gott þar en tón- leikarnir í Bretlandi voru sérstaklega skemmtilegir. Áhorf- endurnir þar voru mjög æstir og áhugasamir,“ segir hún. Þrífast á orku áhorfenda Corin segir að tónleikar Sleater- Kinney séu dýnamískir og að þá sé krafturinn í fyrirrúmi. Janet bætir því við að uppi á sviði sé hljómsveitin eins nálægt sínu eðli og hugsast getur. „Við höfum mikla ástríðu gagnvart tónlist- inni okkar og þrífumst á ákefð og orku áhorfendanna. Það sem við gefum af okkur og fáum síðan til baka úr salnum skiptir öllu máli á tónleikum,“ segir hún. „Við erum síbreytilegar og ófeimnar við að prófa nýja hluti þegar okkur gengur vel.“ Í verslunarmiðstöð á Ítalíu Hvað varðar undarlegustu tón- leika sveitarinnar nefnir Corin tónleika á Ítalíu fyrir nokkrum árum. „Við spiluðum einu sinni í verslunarmiðstöð á Ítalíu. Þetta var um kvöld og mömmur voru að ýta börnunum sínum áfram í kerr- um framhjá búðunum á meðan við spiluðum,“ segir hún og minnist tónleikanna greinilega með hryll- ingi. Janet man vel eftir tónleikum sem sveitin hélt í Denver. „Við töpuðum veðmáli við vini okkar í upphitunarbandinu The Gossip og spiluðum tónleikana með andlits- málningu á okkur. Það var dálítið erfitt fyrir okkur að taka hverja aðra alvarlega á þeim tíma- punkti.“ Sleater-Kinney er kvennatríó en þrátt fyrir það þvertekur Corin fyrir að hafa eitthvað á móti strák- um. „Ef við værum strákahljóm- sveit, myndir þú spyrja okkur hvort við hefðum eitthvað á móti stelpum? Ég efa það.“ Janet er sama sinnis: „Þú hlýtur að vera að grínast með þessari spurningu?,“ spyr hún og hefur að sjálfsögðu rétt fyrir sér. Martsch og Mozart í uppáhaldi Eftir tónleikana á Íslandi, sem verða þeir síðustu í tónleikaferð sveitarinnar um Evrópu, halda þær stöllur heim á leið til Portland til að njóta sumarsins en þær eru reyndar frá Olympia í Wash- ington. Í ágúst er sveitin síðan bókuð á Lollapalooza-hátíðina í Chicago og verður þar innan um fjölda ann- arra þekktra sveita, þar á meðal Red Hot Chili Peppers, Queens of the Stone Age og Sonic Youth, en Sleater-Kinney hefur m.a. verið líkt við síðastnefndu sveitina. Einnig spilar á hátíðinni indí- rokksveitin Built To Spill, sem Corin hefur miklar mætur á. Nefn- ir hún forsprakka sveitarinnar, Doug Martsch, sem einn af uppá- haldstónlistarmönnunum sínum. Janet lítur aftur á móti mest upp til austurríska tónskáldsins Wolf- gangs Amadeus Mozart. Miðasala á tónleikana á Nasa, sem hefjast klukkan 21.00, fer fram á midi.is og í verslunum Skíf- unnar og BT. Miðaverð er 2500 krónur auk miðagjalds. Hljóm- sveitirnar Skakkamanage og Jakobínarína sjá um upphitun. ■ Dýnamískur kraftur SLEATER-KINNEY Kvennatríóið Sleater-Kinney heldur tónleika á Nasa á sunnudaginn. PLÖTUR SLEATER-KINNEY The Woods (2005) One Beat (2002) All Hands on the Bad One (2000) The Hot Rock (1999) Dig Me Out (1997) Call the Doctor (1996) Sleater-Kinney (1995) 1. WOLFMOTHERDIMENSION 2. MEWTHE ZOOKEEPERS BOY 3. SNOW PATROLYOU´RE ALL I HAVE 4. PLACEBOINFRA-RED 5. THE RACONTEURSSTEADY AS SHE GOES 6. EDITORSALL SPARKS 7. TOOLVICARIOUS 8. ARTIC MONKEYSTHE VIEW FROM THE AFTERNOON 9. FLAMING LIPSYEAH YEAH YEAH SONG 10. DR. MISTER & MR. HANDSOMEIS IT LOVE? X-DÓMÍNÓSLISTINN TOPP TÍU LISTI X-FM WOLFMOTHER Hljómsveitin Wolfmother heldur toppsæti X-Dómínóslistans með laginu Dimension. Hljómsveitin Dikta kemur fram á Spot-tónlistarhátíðinni í Árósum í Danmörku í kvöld og annað kvöld. Mugison mun einnig troða upp á hátíðinni. Dikta mun jafnframt spila við opnun nýrrar verslunar 12 Tóna í Kaupmannahöfn í vikunni þar á eftir. Plata Dikta, Hunting For Happiness, er nýkomin út í Dan- mörku og hefur fengið ágætar við- tökur í danska ríkisútvarpinu. Eftir tónleikana í Danmörku heldur Dikta til Englands þar sem hún mun spila á nokkrum tónleik- um. Að þeim loknum liggur leiðin til Færeyja á Jóansvökuhátíðina. Dikta spilar í Danmörku DIKTA Hljómsveitin Dikta spilar í Danmörku í kvöld og annað kvöld. MYND/ÁRNI TORFASON Íslenski tónlistarmaðurinn Baldvin Ringsted hefur gefið út fyrstu smáskífu sína undir nafninu Bela. Baldvin er búsett- ur í Glasgow og hefur verið duglegur við spilamennsku í Skotlandi undanfarið. Hann mun hafa vakið nokkra athygli fyrir tónlist sína og spila- mennsku og um miðjan júní kemur fyrsta breiðskífa Bald- vins út í Bretlandi og á Íslandi. Baldvin naut aðstoðar bæði íslenskra og breskra tónlistar- manna við gerð plötunnar en tónlist hans er að mestu borin uppi af kassagítar. Smáskífan Ticket for a Train er fáanleg til niðurhals á itunes.com, karmad- ownload.com og tonlist.is. Vekur athygli í Skotlandi > Plata vikunnar Gnarls Barkley: St. Elsewhere „Frumraun Gnarls Barkley er nánast hin fullkomna poppplata. Ætti ekki að svíkja nokkurn mann. Svona á að gera popp!“ - BÖS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.