Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.06.2006, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 02.06.2006, Qupperneq 78
 2. júní 2006 FÖSTUDAGUR46 tonlist@frettabladid.is ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ VERA STÓR TIL AÐ BJARGA HEIMINUM! SMS LEIKU R Vi nn in ga r ve rð a af he nd ir h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . Þ ú fæ r 5. m ín ti l a ð sv ar a sp ur ni ng u.9. hver vinnur! Sendu SMS skeytið BTC LKF á 1900. Þú gætir unnið! Aðalvinningur er DVD spilari og litli kjúllinn á DVD Aukavinningar eru: Litli Kjúllinn á DVD • Pepsi kippur Fullt af öðrum DVD myndum og margt fleira Í SPILARANUM HJÁ RITSTJÓRNINNI Ladytron: Witching Hour, Sleater-Kinney: The Woods, Hot Chip: The Warning, Pet Shop Boys: Fundamental, Panic at the Disco: A Fever You Can´t Sweat Out, Zero 7: the Garden og Radio 4: Enemies Like This. HOT CHIP RADIO 4 Bandaríska kvennatríóið Sleater-Kinney heldur tón- leika á Nasa á sunnudaginn. Sveitin hefur verið á ferð um Evrópu og haldið tón- leika fyrir fullu húsi hvar sem hún hefur komið. Freyr Bjarnason ræddi við Corin Tucker, annan gítarleikara og söngvara sveitarinnar, og trommuleikarann Janet Weiss. Auk Corin og Janet er Sleater- Kinney skipuð Carrie Brownstein sem sér um gítarleik og söng rétt eins og Corin. Hljómsveitin hefur síðastliðin tíu ár heillað tónlist- aráhugamenn út um allan heim. Þær eru ferskar og hráar frá norðvesturströnd Bandaríkj- anna, nánar tiltekið frá Portland í Oregon-fylki. Alla tíð hefur sveit- in haldið tryggð við indí-rætur sínar og er afar virt í þeim tón- listargeira. Gifti sig á Íslandi Corin hlakkar mikið til tónleik- anna á Íslandi. „Reykjavík hefur orð á sér fyrir að sjá fólki fyrir miklu stuði,“ segir hún og reikn- ar með því að kíkja á frægt næt- urlíf borgarinnar. Janet er einnig mjög spennt. „Ég hef aldrei komið til Íslands og aðeins heyrt sögur af landinu. Corin gifti sig aftur á móti þar,“ segir hún. Upphitun fyrir Pearl Jam Alls hefur Sleater-Kinney gefið út sjö plötur og hlaut sú nýjasta, The Woods, einróma lof gagnrýn- enda og var ofarlega á listum yfir bestu plötur síðasta árs. Var plat- an gefin út af Sub Pop-plötufyrir- tækinu sem er frægt fyrir að hafa gefið út fyrstu plötu Nir- vana, Bleach. Tónlist sveitarinnar er einföld, tveir gítarar, raddir og trommur og þykir sveitin einkar skemmti- leg á tónleikum. Hitaði hún upp fyrir Pearl Jam á tónleikaferð hennar um Kanada á síðasta ári, sem að sjálfsögðu þykir mikill heiður í rokkbransanum. Tónleikaferð Sleater-Kinney um Evrópu hefur gengið vel að sögn Janet. „Það er reyndar erf- itt að vera að heiman þegar veðr- ið er orðið svona gott þar en tón- leikarnir í Bretlandi voru sérstaklega skemmtilegir. Áhorf- endurnir þar voru mjög æstir og áhugasamir,“ segir hún. Þrífast á orku áhorfenda Corin segir að tónleikar Sleater- Kinney séu dýnamískir og að þá sé krafturinn í fyrirrúmi. Janet bætir því við að uppi á sviði sé hljómsveitin eins nálægt sínu eðli og hugsast getur. „Við höfum mikla ástríðu gagnvart tónlist- inni okkar og þrífumst á ákefð og orku áhorfendanna. Það sem við gefum af okkur og fáum síðan til baka úr salnum skiptir öllu máli á tónleikum,“ segir hún. „Við erum síbreytilegar og ófeimnar við að prófa nýja hluti þegar okkur gengur vel.“ Í verslunarmiðstöð á Ítalíu Hvað varðar undarlegustu tón- leika sveitarinnar nefnir Corin tónleika á Ítalíu fyrir nokkrum árum. „Við spiluðum einu sinni í verslunarmiðstöð á Ítalíu. Þetta var um kvöld og mömmur voru að ýta börnunum sínum áfram í kerr- um framhjá búðunum á meðan við spiluðum,“ segir hún og minnist tónleikanna greinilega með hryll- ingi. Janet man vel eftir tónleikum sem sveitin hélt í Denver. „Við töpuðum veðmáli við vini okkar í upphitunarbandinu The Gossip og spiluðum tónleikana með andlits- málningu á okkur. Það var dálítið erfitt fyrir okkur að taka hverja aðra alvarlega á þeim tíma- punkti.“ Sleater-Kinney er kvennatríó en þrátt fyrir það þvertekur Corin fyrir að hafa eitthvað á móti strák- um. „Ef við værum strákahljóm- sveit, myndir þú spyrja okkur hvort við hefðum eitthvað á móti stelpum? Ég efa það.“ Janet er sama sinnis: „Þú hlýtur að vera að grínast með þessari spurningu?,“ spyr hún og hefur að sjálfsögðu rétt fyrir sér. Martsch og Mozart í uppáhaldi Eftir tónleikana á Íslandi, sem verða þeir síðustu í tónleikaferð sveitarinnar um Evrópu, halda þær stöllur heim á leið til Portland til að njóta sumarsins en þær eru reyndar frá Olympia í Wash- ington. Í ágúst er sveitin síðan bókuð á Lollapalooza-hátíðina í Chicago og verður þar innan um fjölda ann- arra þekktra sveita, þar á meðal Red Hot Chili Peppers, Queens of the Stone Age og Sonic Youth, en Sleater-Kinney hefur m.a. verið líkt við síðastnefndu sveitina. Einnig spilar á hátíðinni indí- rokksveitin Built To Spill, sem Corin hefur miklar mætur á. Nefn- ir hún forsprakka sveitarinnar, Doug Martsch, sem einn af uppá- haldstónlistarmönnunum sínum. Janet lítur aftur á móti mest upp til austurríska tónskáldsins Wolf- gangs Amadeus Mozart. Miðasala á tónleikana á Nasa, sem hefjast klukkan 21.00, fer fram á midi.is og í verslunum Skíf- unnar og BT. Miðaverð er 2500 krónur auk miðagjalds. Hljóm- sveitirnar Skakkamanage og Jakobínarína sjá um upphitun. ■ Dýnamískur kraftur SLEATER-KINNEY Kvennatríóið Sleater-Kinney heldur tónleika á Nasa á sunnudaginn. PLÖTUR SLEATER-KINNEY The Woods (2005) One Beat (2002) All Hands on the Bad One (2000) The Hot Rock (1999) Dig Me Out (1997) Call the Doctor (1996) Sleater-Kinney (1995) 1. WOLFMOTHERDIMENSION 2. MEWTHE ZOOKEEPERS BOY 3. SNOW PATROLYOU´RE ALL I HAVE 4. PLACEBOINFRA-RED 5. THE RACONTEURSSTEADY AS SHE GOES 6. EDITORSALL SPARKS 7. TOOLVICARIOUS 8. ARTIC MONKEYSTHE VIEW FROM THE AFTERNOON 9. FLAMING LIPSYEAH YEAH YEAH SONG 10. DR. MISTER & MR. HANDSOMEIS IT LOVE? X-DÓMÍNÓSLISTINN TOPP TÍU LISTI X-FM WOLFMOTHER Hljómsveitin Wolfmother heldur toppsæti X-Dómínóslistans með laginu Dimension. Hljómsveitin Dikta kemur fram á Spot-tónlistarhátíðinni í Árósum í Danmörku í kvöld og annað kvöld. Mugison mun einnig troða upp á hátíðinni. Dikta mun jafnframt spila við opnun nýrrar verslunar 12 Tóna í Kaupmannahöfn í vikunni þar á eftir. Plata Dikta, Hunting For Happiness, er nýkomin út í Dan- mörku og hefur fengið ágætar við- tökur í danska ríkisútvarpinu. Eftir tónleikana í Danmörku heldur Dikta til Englands þar sem hún mun spila á nokkrum tónleik- um. Að þeim loknum liggur leiðin til Færeyja á Jóansvökuhátíðina. Dikta spilar í Danmörku DIKTA Hljómsveitin Dikta spilar í Danmörku í kvöld og annað kvöld. MYND/ÁRNI TORFASON Íslenski tónlistarmaðurinn Baldvin Ringsted hefur gefið út fyrstu smáskífu sína undir nafninu Bela. Baldvin er búsett- ur í Glasgow og hefur verið duglegur við spilamennsku í Skotlandi undanfarið. Hann mun hafa vakið nokkra athygli fyrir tónlist sína og spila- mennsku og um miðjan júní kemur fyrsta breiðskífa Bald- vins út í Bretlandi og á Íslandi. Baldvin naut aðstoðar bæði íslenskra og breskra tónlistar- manna við gerð plötunnar en tónlist hans er að mestu borin uppi af kassagítar. Smáskífan Ticket for a Train er fáanleg til niðurhals á itunes.com, karmad- ownload.com og tonlist.is. Vekur athygli í Skotlandi > Plata vikunnar Gnarls Barkley: St. Elsewhere „Frumraun Gnarls Barkley er nánast hin fullkomna poppplata. Ætti ekki að svíkja nokkurn mann. Svona á að gera popp!“ - BÖS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.