Fréttablaðið - 02.06.2006, Side 87

Fréttablaðið - 02.06.2006, Side 87
FÖSTUDAGUR 2. júní 2006 55 FRIDAY 2 JUNE 2006 / FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 2006: 09:30-19:00 Team Events and Mixed Doubles. Liðakeppni og tvenndarkeppni. SATURDAY 3 JUNE 2006 / LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2006: 09:00-17:00 Team Events, Singles and Doubles Liðakeppni, einliða- og tvíliðaleikur. 16:45-18:00 Semi-final and Final: Mixed Doubles. Undanúrslit og úrslit í tvenndarkeppni. SUNDAY 4 JUNE 2006 / SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006: 10:00-10:45 Semi-final: Men’s and Women’s Doubles. Undanúrslit í tvíliðaleik karla og kvenna. 10:45-11:30 Semi-final: Men’s and Women’s Singles. Undanúrslit í einliðaleik karla og kvenna. 11:30-12:15 Final: Men’s and Women’s Doubles. Úrslit í tvíliðaleik karla og kvenna. 12:15-13:50 Final: Men’s and Women’s Singles. Úrslit í einliðaleik karla og kvenna. 13:00-14:00 Winners Ceremony. Verðlaunaafhending. Norður Evrópumótið í borðtennis 2006 TBR ÍÞRÓTTAHÚSINU við GNOÐARVOG 2006 North European Table Tennis Championships Reykjavík, Iceland, 2-4 June TBR SPORT CENTER – GNODARVOGUR 1 Gudmundur E. Stephensen North European Table Tennis Champion 2004. What happens 2006 ? Tekst Guðmundi að verja titla sína? ������� ���������������� ����������������������������� �� ��������������������������� ������ ��������� FÓTBOLTI Sem fyrr kemur hið veg- lega blað Fótboltasumarið út í upphafi knattspyrnuvertíðar. Það er óvenju glæsilegt í ár eða 164 síður og stútfullt af upplýsingum og fróðleik um íslenska fótboltann og Landsbankadeildirnar. Blaðið er einnig veglega myndskreytt með stórum myndum. Einnig er að finna í blaðinu samantekt um dómgæslu og dóm- arana sem dæma í Landsbanka- deildinni. Svo eru rifjuð upp áhugaverð atvik í boltanum á síð- ustu árum og svo ryðjast nokkrir pistlahöfundar fram á ritvöllinn og tjá sig um boltann og íslenskt knattspyrnulíf. Blaðið er gefið út í 25 þúsund eintökum og því er dreift frítt í útibúum Landsbankans sem og hjá félögunum í Landsbankadeild- unum. Fótboltasumarið 2006: Fullt blað af fróðleik FÓTBOLTASUMARIÐ 2006 Aldrei verið veglegra. FÓTBOLTI Reykjavík sigraði á skóla- móti höfuðborga Norðurlandanna sem fram fór í Helsinki í Finn- landi. Liðin voru skipuð strákum fæddum 1992. Reykjavíkurúrval- ið vann heimamenn 4-1 í gær og tryggði sér þar með sigur á mót- inu. Rúrik Andri Þorfinnsson úr Fram skoraði þrennu í leiknum en fyrr um daginn gerði liðið 1-1 jafn- tefli gegn Stokkhólmsliðinu og skoraði Ingólfur Sigurðsson úr Val eina mark Íslendinga. Á fyrri degi mótsins unnu Íslendingar Óslóarliðið 5-1 og þá burstuðu strákarnir liðið frá Kaup- mannahöfn 12-2. Reykjavík varð í fyrsta sæti á betri markatölu en Stokkhólmur en í jafnteflisleikn- um milli liðanna höfðu reykvísku strákarnir mikla yfirburði og voru óheppnir vinna ekki leikinn. - egm Skólamót Norðurlandanna: Sigur hjá Reykjavík NBA Leikmenn Detroit Pistons sýndu að þeir eru hvergi nærri hættir og ekki enn farnir að hugsa um komandi sumarfrí. Þeir lögðu Miami Heat í fyrrinótt, 91-78, á heimavelli í fimmtu viðureign lið- anna í úrslitum austurdeildarinnar. Tayshaun Prince fór mikinn í liði Detroit og skoraði 29 stig en eftir jafnan fyrri hálfleik, þar sem staðan var 47-43, tók Detroit að sigla fram úr í þeim síðari. Miami- liðið missti dampinn og fór illa að ráði sínu í lokaleikhlutanum þar sem aðeins voru skoruð þrettán stig, og brenndi liðið meðal annars af níu síðustu skotum sínum í leikn- um. Ekki er hægt að segja að sagan sé á bandi Detroit, því lið sem hafa lent 3-1 undir í átta liða- og undan- úrslitum NBA á undanförnum árum hafa tapað slíkum einvígjum í 40 af síðustu 43 skiptum – og þar af þeim 16 síðustu í röð. „Við mættum bara dýrvitlausir til leiks eins og við vorum búnir að lofa,“ sagði Chauncey Billups hjá Detroit eftir leikinn. „Nú er press- an að færast aðeins yfir á þá, því þeir vilja auðvitað tjalda öllu til í næsta leik – enginn vill koma hing- að í oddaleik,“ sagði Billups, en Dwayne Wade, stigahæsti maður Miami í leiknum með 23 stig, var ekki alveg sammála. „Það er engin pressa á okkur. Við viljum auðvitað klára dæmið á heimavelli, en pressan er öll á þeim – það eru þeir sem eru tvöfaldir austurdeildarmeistarar,“ sagði Wade. - hþh Detroit Pistons heldur enn í vonina eftir að það minnkaði muninn gegn hinu sterka liði Miami Heat: Detroit Pistons neitar að leggjast niður og gefast upp EINKENNANDI Myndin sýnir James Posey reyna sig gegn feikisterkri vörn Detroit, sem Miami átti í stökustu vandræðum með. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.