Fréttablaðið - 02.06.2006, Blaðsíða 87

Fréttablaðið - 02.06.2006, Blaðsíða 87
FÖSTUDAGUR 2. júní 2006 55 FRIDAY 2 JUNE 2006 / FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 2006: 09:30-19:00 Team Events and Mixed Doubles. Liðakeppni og tvenndarkeppni. SATURDAY 3 JUNE 2006 / LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2006: 09:00-17:00 Team Events, Singles and Doubles Liðakeppni, einliða- og tvíliðaleikur. 16:45-18:00 Semi-final and Final: Mixed Doubles. Undanúrslit og úrslit í tvenndarkeppni. SUNDAY 4 JUNE 2006 / SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006: 10:00-10:45 Semi-final: Men’s and Women’s Doubles. Undanúrslit í tvíliðaleik karla og kvenna. 10:45-11:30 Semi-final: Men’s and Women’s Singles. Undanúrslit í einliðaleik karla og kvenna. 11:30-12:15 Final: Men’s and Women’s Doubles. Úrslit í tvíliðaleik karla og kvenna. 12:15-13:50 Final: Men’s and Women’s Singles. Úrslit í einliðaleik karla og kvenna. 13:00-14:00 Winners Ceremony. Verðlaunaafhending. Norður Evrópumótið í borðtennis 2006 TBR ÍÞRÓTTAHÚSINU við GNOÐARVOG 2006 North European Table Tennis Championships Reykjavík, Iceland, 2-4 June TBR SPORT CENTER – GNODARVOGUR 1 Gudmundur E. Stephensen North European Table Tennis Champion 2004. What happens 2006 ? Tekst Guðmundi að verja titla sína? ������� ���������������� ����������������������������� �� ��������������������������� ������ ��������� FÓTBOLTI Sem fyrr kemur hið veg- lega blað Fótboltasumarið út í upphafi knattspyrnuvertíðar. Það er óvenju glæsilegt í ár eða 164 síður og stútfullt af upplýsingum og fróðleik um íslenska fótboltann og Landsbankadeildirnar. Blaðið er einnig veglega myndskreytt með stórum myndum. Einnig er að finna í blaðinu samantekt um dómgæslu og dóm- arana sem dæma í Landsbanka- deildinni. Svo eru rifjuð upp áhugaverð atvik í boltanum á síð- ustu árum og svo ryðjast nokkrir pistlahöfundar fram á ritvöllinn og tjá sig um boltann og íslenskt knattspyrnulíf. Blaðið er gefið út í 25 þúsund eintökum og því er dreift frítt í útibúum Landsbankans sem og hjá félögunum í Landsbankadeild- unum. Fótboltasumarið 2006: Fullt blað af fróðleik FÓTBOLTASUMARIÐ 2006 Aldrei verið veglegra. FÓTBOLTI Reykjavík sigraði á skóla- móti höfuðborga Norðurlandanna sem fram fór í Helsinki í Finn- landi. Liðin voru skipuð strákum fæddum 1992. Reykjavíkurúrval- ið vann heimamenn 4-1 í gær og tryggði sér þar með sigur á mót- inu. Rúrik Andri Þorfinnsson úr Fram skoraði þrennu í leiknum en fyrr um daginn gerði liðið 1-1 jafn- tefli gegn Stokkhólmsliðinu og skoraði Ingólfur Sigurðsson úr Val eina mark Íslendinga. Á fyrri degi mótsins unnu Íslendingar Óslóarliðið 5-1 og þá burstuðu strákarnir liðið frá Kaup- mannahöfn 12-2. Reykjavík varð í fyrsta sæti á betri markatölu en Stokkhólmur en í jafnteflisleikn- um milli liðanna höfðu reykvísku strákarnir mikla yfirburði og voru óheppnir vinna ekki leikinn. - egm Skólamót Norðurlandanna: Sigur hjá Reykjavík NBA Leikmenn Detroit Pistons sýndu að þeir eru hvergi nærri hættir og ekki enn farnir að hugsa um komandi sumarfrí. Þeir lögðu Miami Heat í fyrrinótt, 91-78, á heimavelli í fimmtu viðureign lið- anna í úrslitum austurdeildarinnar. Tayshaun Prince fór mikinn í liði Detroit og skoraði 29 stig en eftir jafnan fyrri hálfleik, þar sem staðan var 47-43, tók Detroit að sigla fram úr í þeim síðari. Miami- liðið missti dampinn og fór illa að ráði sínu í lokaleikhlutanum þar sem aðeins voru skoruð þrettán stig, og brenndi liðið meðal annars af níu síðustu skotum sínum í leikn- um. Ekki er hægt að segja að sagan sé á bandi Detroit, því lið sem hafa lent 3-1 undir í átta liða- og undan- úrslitum NBA á undanförnum árum hafa tapað slíkum einvígjum í 40 af síðustu 43 skiptum – og þar af þeim 16 síðustu í röð. „Við mættum bara dýrvitlausir til leiks eins og við vorum búnir að lofa,“ sagði Chauncey Billups hjá Detroit eftir leikinn. „Nú er press- an að færast aðeins yfir á þá, því þeir vilja auðvitað tjalda öllu til í næsta leik – enginn vill koma hing- að í oddaleik,“ sagði Billups, en Dwayne Wade, stigahæsti maður Miami í leiknum með 23 stig, var ekki alveg sammála. „Það er engin pressa á okkur. Við viljum auðvitað klára dæmið á heimavelli, en pressan er öll á þeim – það eru þeir sem eru tvöfaldir austurdeildarmeistarar,“ sagði Wade. - hþh Detroit Pistons heldur enn í vonina eftir að það minnkaði muninn gegn hinu sterka liði Miami Heat: Detroit Pistons neitar að leggjast niður og gefast upp EINKENNANDI Myndin sýnir James Posey reyna sig gegn feikisterkri vörn Detroit, sem Miami átti í stökustu vandræðum með. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.