Fréttablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 4
4 15. júní 2006 FIMMTUDAGUR
���������������������������������������������������������������������
�������������
������������
������������������
������������������������������������������������������������������
����
�����
����
��� ��� ��
�������������� ���
��������������
�����
SAMKEPPNISMÁL „Það er ekkert til í
þessum orðum Halldórs og við
höfnum þeim alfarið,“ segir
Jóhannes Ingi Kolbeinsson, fram-
kvæmdastjóri Kortaþjónustunnar,
vegna ummæla Halldórs Guð-
bjarnarsonar, forstjóra Visa
Ísland, um að húsleit sem gerð var
hjá fyrirtækinu í fyrradag eigi
upptök sín hjá keppinautnum PBS,
sem Kortaþjónustan hefur
umsýslu fyrir á Íslandi.
Jóhannes segist vita til þess að
einstök fyrirtæki hafi kvartað yfir
Visa Ísland til Samkeppniseftir-
litsins og telur það geta verið
ástæðu rannsóknarinnar nú. „Visa
Ísland býður upp á lánastarfsemi
á borð við raðgreiðslur sem við
gerum ekki. Og þeir neita að veita
okkar viðskiptavinum kost á slík-
um raðgreiðslum nema þeir færi
öll sín viðskipti til sín. Samkvæmt
samkeppnislögum er bannað að
skilyrða kaup á einu við kaup á
öðru og hugsanlega er Samkeppnis-
eftirlitið að skoða það út frá kvört-
unum fyrirtækja.“
Kortaþjónustan selur þjónustu
danska fyrirtækisins PBS, sem er í
eigu danskra banka og sparisjóða,
á Íslandi. PBS hefur verið í sam-
keppni við Visa Ísland og Kredit-
kort frá árinu 2002 um færsluhirð-
ingu sem snýst um uppgjör á
kortafærslum. Tekið er á móti
kortafærslum úr posum fyrir-
tækja, færslan gerð upp og greitt
inn á reikning viðkomandi fyrir-
tækis. Þóknanir eru síðan ákveðin
prósenta af hverri færslu. Visa
Ísland og Kreditkort greiða fyrir-
tækjum um mánaðamót eftir lok
kortatímabils og PBS borgar tveim
dögum eftir að færslan berst.
Visa Ísland og Kreditkort
stunda ekki færsluhirðingu á kort-
um hvors annars og eru því ekki í
samkeppni. Ný lög um fjármála-
fyrirtæki, sem voru innleidd gegn-
um EES árið 2002, gerðu PBS
kleift að koma inn á íslenskan
markað og annast færsluhirðingu
vegna korta frá bæði Visa Ísland
og Kreditkortum.
Að sögn Jóhannesar hefur Visa
Ísland stundað mjög harða sam-
keppni og sýnt mun harkalegri
vinnubrögð en Kreditkort. „Hvar
mörkin eru á því hvað er lögmæt,
hörð samkeppni og hvað er mis-
notkun er hugsanlega nú í skoðun
hjá Samkeppniseftirlitinu.“
Samkeppniseftirlitið gefur ekki
upp hvort rannsóknin komi í kjöl-
far einstakra kvartana eða kæru.
Að sögn starfsmanns getur stofn-
unin tekið slíkar rannsóknir upp
að eigin frumkvæði.
sdg@frettabladid.is
Segir fyrirtæki hafa
kvartað yfir Visa
Framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar segir PBS ekki eiga hlut að máli í rann-
sókn Samkeppniseftirlitsins á Visa Ísland. Hann telur kvartanir fyrirtækja
hugsanlega ástæðu og segir Visa beita harkalegum vinnubrögðum í samkeppni.
UNDIRSKRIFT Á GREIÐSLUKORT Kortafærsla er eins og rafræn ávísun. Kaupmenn senda
kortafærslur til fyrirtækja sem greiða upphæðina inn á reikninga kaupmanna og taka
ákveðna þóknun í sinn hlut. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
LÍFEYRISMÁL Helgi Vilhjálmsson,
eigandi sælgætisverksmiðjunnar
Góu, boðaði til blaðamannafundar
í gær þar sem hann kynnti niður-
stöður nýrrar rannsóknar er kann-
aði viðhorf fólks til málefna lífeyr-
issjóðanna. Rannsóknin var kostuð
af Helga en unnin af IMG Gallup.
Þar kemur fram að rúm 48 pró-
sent aðspurðra telja að hlutverk
lífeyrissjóða eigi að vera að byggja
hjúkrunarrými eða þjónustuíbúð-
ir fyrir aldraða sjóðsfélaga sína.
Þegar niðurstöður rannsóknar-
innar eru skoðaðar vekur athygli
að þeir sem vilja að lífeyrissjóðir
bæði byggi og reki hjúkrunar-
heimili eða þjónustuíbúðir fyrir
aldraða eru flestir í yngsta aldurs-
hópnum, 16 til 24 ára, og þeim
elsta, 55 til 75 ára.
Aðspurður hvers vegna Helgi
hafi ákveðið að láta gera þessa
rannsókn segir hann það tilkomið
eftir að hafa séð vistarverur föður
síns á dvalarheimilinu þar sem
hann bjó þegar hann varð áttræð-
ur. „Hann deildi þá herbergi með
öðrum karli og þar var einn stóll,
en ekki einu sinni borð til þess að
tefla á,“ segir Helgi. „Þá fór ég að
hugsa að það hlyti að vera eitthvað
sem þessir digru lífeyrissjóðir
gætu gert fyrir gamla fólkið svo
að það þyrfti ekki að búa við svona
aðstæður.“ - æþe
Rúm 48 prósent fólks vilja að lífeyrissjóðir byggi þjónustuíbúðir fyrir aldraða:
Unga fólkið mjög jákvætt
HELGI VILHJÁLMSSON Í GÓU Sannfærður
um að lífeyrissjóðirnir geti gert skurk í
öldrunarmálunum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
SAMGÖNGUR Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra vígði í gær
nýjan ökuhermi sem sérstaklega
er hannaður til ökukennslu.
Kaup á herminum er samvinnu-
verkefni Sjóvá, samgönguráðu-
neytisins og Brautar, bindindis-
félags ökumanna.
Þetta er fyrsti ökuhermirinn
sem kemur til landsins, sem sér-
staklega er gerður til ökukennslu.
Hann verður staðsettur í For-
varnahúsi Sjóvá sem fyrirhugað
er að opna á næstunni. - æþe
Nýr ökuhermir vígður:
Sá fyrsti sinnar
tegundar
ÖKUHERMIR PRÓFAÐUR Þessi unga kona
var ein þeirra fyrstu sem fengu að taka í
stýrið. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
LAXVEIÐI Landssamband veiði-
félaga, í samvinnu við Veiðimála-
stofnun, fékk IMG-Gallup til að
afla upplýsinga um hugsanlegan
meðafla á laxi í veiðum íslenskra
fiskiskipa. Gerð var símakönnun
meðal sjómanna um áramótin
2005-2006. Af þeim sem svöruðu
hafði rúmlega 21 prósent sjó-
manna orðið vart við að lax hefði
veiðst sem meðafli á skipi sem
þeir höfðu verið í áhöfn á undan-
farna tólf mánuði.
Mest kom fram af laxi í afla
stórra uppsjávarskipa sem stund-
uðu veiðar með hringnót og flot-
vörpu. - shá
Lax sem meðafli fiskiskipa:
Veiðist með
uppsjávarfiski
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 14.6.2006
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur 75,8 76,16
Sterlingspund 139,59 140,27
Evra 95,27 95,81
Dönsk króna 12,781 12,855
Norsk króna 12,149 12,221
Sænsk króna 10,272 10,332
Japanskt jen 0,6589 0,6627
SDR 111,65 112,31
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
132,4199
Húsleit hjá Kreditkortum hf.:
Vísað í ólögmætt samráð
SAMKEPPNISMÁL Samkeppnis-
eftirlitið gerði húsleit hjá Kredit-
kortum hf., sem hefur umboð
fyrir Mastercard á Íslandi, á
þriðjudag í kjölfar húsleitar
stofnunarinnar hjá Visa Ísland.
Í dómsúrskurðinum sem full-
trúar eftirlitsins höfðu meðferð-
is var vísað í 10. grein sam-
keppnislaga, sem lýtur að
ólögmætu samráði fyrirtækja.
Ragnar Önundarson, fram-
kvæmdastjóri Kreditkorta,
segir að tilefni húsleitarinnar
hafi verið tölvupóstur sem
fannst við húsleitina hjá Visa
Ísland.
Að sögn Ragnars takmarkað-
ist leitin við hans starfsstöð,
fundargerðir stjórnar og afrit-
un af tölvupóstkerfinu.
- sdg
������������������������������������������������������������������
�������������
������
����
�������� ��
���������
������
�����
���������
���������������
������
��������
��������
�������
����
������� ��
����������������
������������
���������������
���������������
�����������������
���������������
���������������
�����������
���������������
�����������
���������������
����������������
�����������
��������������
��������������
��������
�������������������
������������� ���
���� ������������� ���
����������������������
����������� ������ ����� �
�����������������������
�� ��������������������
����������������� ���
�� �������������� ����
����������������������
������������������������
������ � ����� ���������
��������������������
����� ������������������
������������ ��� ������
� ��� ����������������
�������� ����������������
��� � ���� ���� ��
�����������
����������
�������������� ���� � ��
�������� ������������
���� ��������������� �
���������������������������������
��������������
�������������������
�� ������ �� ����������
������� �� ���
��
��
��
�� ��
��
��
��
��
�
�
��
�
��
��
��
��
��
��
�
�
�
��
�
�
�
�
��
�
�
��
DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í
gær úrskurð Héraðsdóms Reykja-
víkur þess efnis að hafna kröfu
verjenda í Baugs-
málinu um að sett-
ur ríkissaksóknari
og dómstjóri beri
vitni fyrir dómi.
Gestur Jónsson,
verjandi Jóns
Ásgeirs Jóhannes-
sonar, og Jakob
Möller, verjandi
Tryggva Jónssonar,
fullyrtu að Sigurður Tómas hefði
haft afskipti af skipan dómara í
málinu, sem hefði orðið til þess að
Arngrímur Ísberg var skipaður
dómari í stað Péturs Guðgeirsson-
ar, sem var dómari í fyrra Baugs-
málinu.
Sigurður Tómas vísaði því á
bug að samskiptin hefðu verið á
nokkurn hátt óeðlileg og sagðist
einungis hafa bent á tengsl Péturs
við eitt vitna málsins. - sh
Baugsmálið í Hæstarétti:
Hafna kröfu
verjendanna
SIGURÐUR
TÓMAS MAGN-
ÚSSON
STJÓRNMÁL Á seinustu starfsdög-
um Alþingis voru samþykktar
breytingar á lögum sem varða
reglur um hvíldartíma bílstjóra
hópferða- og farmflutningabíla.
Meðal breytinga er að eftirlits-
menn Vegagerðarinnar hafa nú
leyfi til að banna frekari akstur
slíks ökutækis meðan beðið er
eftir að lögregla komi á staðinn,
en áður máttu þeir aðeins stöðva
ökutækið ef grunur lá um að ekki
væri farið eftir reglum um hvíld-
artíma, frágang farms eða heild-
arþyngd ökutækis.
Fyrir tveimur árum féll dómur
í Hæstarétti þar sem bílstjóri
vöruflutningabíls var sýknaður af
ákæru fyrir brot á reglum um
hvíldartíma vegna þess að lögin
þóttu ekki nógu skýr. - sþs
Lagabreytingar á Alþingi:
Hert lög um
hvíldartíma
BANDARÍKIN, AP Forseti Bandaríkj-
anna, George W. Bush, neitaði í
gær að loka Guantanamo-fangels-
inu á Kúbu, en þar segja mann-
réttindasamtök að fari fram pynt-
ingar og mönnum sé haldið án
dóms og laga.
„Mig langar að loka Guantan-
amo. Ég vil líka að það sé skýrt að
þar geymum við fólk sem er fjári
hættulegt,“ sagði forsetinn. „Fyrr
eða síðar mun þetta fólk hljóta
réttarhöld og lögfræðiaðstoð.“
Um helgina frömdu þrír fang-
ar í fangelsinu sjálfsmorð og
hávær krafa hefur heyrst þess
efnis að fangelsinu verði lokað.
- sgj
Bush Bandaríkjaforseti:
Neitar að loka
Guantanamo