Fréttablaðið - 15.06.2006, Síða 8

Fréttablaðið - 15.06.2006, Síða 8
8 15. júní 2006 FIMMTUDAGUR VEISTU SVARIÐ? 1 Hver er nýkjörinn forseti borgar-stjórnar? 2 Við hvaða lið er Eiður Smári að semja? 3 Hvað heitir væntanleg plata Bob Dylan? SVÖR Á BLS. 62 Símennt Háskólans í Reykjavík býður tveggja anna nám til prófs í verðbréfaviðskiptum. Um er að ræða réttindanám sem skiptist í þrjá hluta skv. reglugerð um próf í verðbréfaviðskiptum nr. 633/2003. I. hluti - Lögfræði (60 klst.) Grunnatriði lögfræðinnar og réttareglur á þeim sviðum sem varða störf á fjármagnsmarkaði. Verð kr. 69.000,- II. hluti - Viðskiptafræði (60 klst.) Grundvallarþættir fjármálafræðinnar, vaxtaútreikningar, tíma- virði fjármagns, fjármagnskostnaður fyrirtækja, aðferðir við mat á fjárfestingum og greiningu ársreikninga. Verð kr. 69.000,- III. hluti - Fjármagnsmarkaður (80 klst.) Lög og reglur á fjármagnsmarkaði, tegundir verðbréfa, samval verðbréfa og verðbréfasöfn, fjárvarsla, ráðgjöf o.fl . Verð kr. 92.000,- Hverjum hluta lýkur með prófum en prófgjöld eru ekki innfalin í verði námskeiðs. Verð pr. próf kr. 9.700,- Námið hefst 13. september nk. og lýkur í apríl 2007. Umsóknarfrestur er til 14. ágúst 2006. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Löggiltur verðbréfamiðlari Upplýsingar og skráning: Charlotta Karlsdóttir Sími: 599 62 58 Charlotta@ru.is www.ru.is/simennt SÍMENNT HR www.ru.is/simennt - tveggja anna nám til prófs í verðbréfaviðskiptum HVALVEIÐAR Hvalaskoðunarsamtök Íslands sendu í gær frá sér frétta- tilkynningu þar sem fyrirhuguð- um veiðum á 50 hrefnum í vís- indaskyni er harðlega mótmælt. Í fyrra voru 39 hrefnur veiddar í vísindaskyni en ákveðið að hafa skammtinn 50 dýr á þessu ári til þess að flýta rannsóknunum. Samtökin mótmæla jafnframt „fullyrðingu Hafrannsóknastofn- unar um að þessi ákvörðun sé í samræmi við hvalarannsóknará- ætlun sem lögð var fyrir vísinda- nefnd Alþjóða hvalveiðiráðsins árið 2003“, eins og segir orðrétt í tilkynningunni. Áætlunin gerði ráð fyrir því að 200 hrefnur, 200 langreyðar og 100 sandreyðar yrðu veiddar á tveimur árum. Doktor Hilmar Malmquist, forstöðumaður Náttúrufræði- stofu Kópavogs, segir mörgum spurningum varðandi veiðarnar vera enn ósvarað. „Hvað ætlar Hafrannsóknastofnun að gera við niðurstöðurnar sem fást úr þessum vísindaveiðum? Ef það kemur í ljós, að hrefnustofninn er að éta mikið af nytjafiski, til hvaða ráðstafana verður þá grip- ið? Ég myndi telja skynsamlegra að efla rannsóknir á stærð hrefnustofnsins, frekar en að veiða nokkur dýr á ári,“ segir Hilmar og leggur áherslu á að það skipti miklu máli að vita hversu stórir hvalastofnarnir eru, ef það á að veiða þá á annað borð, en minna máli skipti hvað hvalirnir séu að éta. Ásbjörn Björgvinsson, for- maður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, segir vísindaveiðarnar hafa skaðað hvalaskoðunargrein- ina með beinum hætti. „Hrefnu- veiðimenn veiða oftar en ekki svokallaða „skoðara“, sem eru hrefnurnar sem koma nálægt bát- unum. „Skoðararnir“ eru okkar söluvara í hvalaskoðuninni og þess vegna skaðar það greinina með beinum hætti þegar dýrin eru veidd,“ sagði Ásbjörn og lagði áherslu á að Hafrannsóknastofn- un gæti ekki fullyrt um það hvort stærð hrefnustofnsins gæti haft veruleg áhrif á afrakstursgetu nytjafiska. „Stofnunin hefur sleg- ið því fram, með stórum orðum, að stærð hrefnustofnsins geti haft veruleg áhrif á afrakstursgetu nytjafiska. Fram á þetta hefur aldrei verið sýnt og það er ábyrgð- arlaust af hálfu stofnunarinnar að lýsa þessu yfir, án nokkurra forsenda. Auk þess skaða veið- arnar, sem skila engum tekjum heldur aðeins kostnaði, atvinnu- grein sem skilar miklum tekjum í þjóðarbúið.“ magnush@frettabladid.is Efast um skynsemi vísindaveiðanna Hvalaskoðunarsamtök Íslands eru algerlega mótfallin fyrirhuguðum veiðum á fimmtíu hrefnum í vísindaskyni. Skynsamlegra að leggja auknar áherslur á rannsóknir á stofnstærðir hvalastofna við Ísland, segir dr. Hilmar Malmquist. HILMAR MALMQUIST Telur hrefnuveiðarnar ekki skila mikilvæg- um niðurstöðum í rannsóknarlegu tilliti. ÁSBJÖRN BJÖRGVINSSON Mótmælir fyrirhug- uðum hrefnuveiðum á þessu ári harðlega. HVALVEIÐAR VIÐ ÍSLAND Ákveðið hefur verið að gefa leyfi fyrir veiði á 50 hrefnum. Töluverðrar óánægju gætir meðal fólks sem starfar við hvalaskoðun víðsvegar um landið, en hún hefur á undanförnum árum verið vaxandi atvinnugrein. FRÉTTABLAÐIÐ/KK VEIÐAR OG SKOÐUN VIÐ LANDIÐ Hvalveiðar og hvalaskoðunarstaðir eru víða umhverfis landið. Á kortinu sjást hvar hvalir hafa verið verið veiddir og hvar skipulögð hvalaskoðun hefur farið fram í kringum landið. Rauðu punktarnir staðirnir sýna veiðistaði en bláu svæð- in eru hvalaskoðunarstaðir. VIÐSKIPTI Fimmtíu og sjö prósent svarenda í könnun IMG Gallup á stöðu og framtíðarhorfum í atvinnulífinu telja núverandi aðstæður góðar. Er það talsvert verri niðurstaða en í sambærilegri könnun sem gerð var í febrúar en þá töldu þrír af hverjum fjórum aðstæður góðar. Þriðjungur svarenda telur að aðstæður verði verri eftir sex mánuði en sautján prósent að þær verði betri. Helmingur telur að aðstæður verði óbreyttar. Könnunin leiðir í ljós miklar breytingar á stöðu og horfum eftir atvinnugreinum. Dregið hefur úr væntingum um aukna innlenda eft- irspurn, en aukinnar erlendrar eft- irspurnar er vænst. Þróun EBIT- DA-framlegðar (hagnaðar fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir) síðustu sex mánuði var áberandi best í sjávarútvegi auk þess sem horfur þar eru bjartastar. Tæpur helmingur svarenda taldi gengisþróun krónunnar nei- kvæða, en rúmlega þrjátíu pró- sent að hún væri hagstæð. Níutíu og sjö prósent fyrirtækja í sjávar- útvegi töldu gengisþróunina jákvæða. Könnun IMG Gallup er gerð í samstarfi við Samtök atvinnu- lífsins, fjármálaráðuneytið og Seðlabankann og er birt ársfjórð- ungslega. Í úrtaki eru fjögur hundruð stærstu fyrirtæki landsins. - jsk Könnun Gallup um stöðu og framtíðarhorfur í atvinnulífinu sýnir breyttar horfur: Minni bjartsýni fyrirtækja Á SJÓ Horfur eru bjartar í sjávarútvegi samkvæmt könnun IMG Gallup. UMFERÐ Æskilegt er að skólar nýti skýrslur Rannsóknarnefndar umferðarslysa ásamt öðrum skýrslum um umferðaröryggis- mál í verkefna- og rannsóknar- vinnu nemenda. Telur nefndin að slík vinna nemenda með upplýs- ingar og tölfræði gæti haft for- varnargildi gegn alvarlegum umferðarslysum, en þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar fyrir árið 2005. Þar er einnig mælt með að fjall- að sé um orsakir umferðarslysa í námsefni skólanna, meðal annars um útafakstur bifreiða við mis- munandi aðstæður, þol manns- líkamans og fleira þessu tengt. - sþs Skýrsla um umferðarslys: Vilja meiri um- ræðu í skólum Framtíðarlandið FÉLAG ÁHUGAFÓLKS UM FRAMTÍÐ ÍSLANDS Stofnfundur 17. júní kl. 12:00 í austurbæ www.framtidarlandid.is ÍSLAND ER Á TEIKNIBORÐINU – höfum áhrif á framtíðarmyndina SKÖPUNARGLEÐI HUGREKKI FRUMKVÆÐI VIRÐING ÁBYRGÐ NÁTTÚRA SJÁLFSTÆÐI FJÖLBREYTNI VEIDDIR HVALIR SKOÐUNARSVÆÐI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.