Fréttablaðið - 15.06.2006, Page 10

Fréttablaðið - 15.06.2006, Page 10
10 15. júní 2006 FIMMTUDAGUR AKSTURSÍÞRÓTTIR Framkvæmdir við kappakstursbraut á Reykja- nesi fara af stað í september að öllu óbreyttu, að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, framkvæmda- stjóra Toppsins, sem stendur að verkefninu. Kappakstursbrautin er hluti af skipulagi 370 hektara svæðis við afleggjarann til Grindavíkur sem mun innihalda skólasvæði, íbúðir, þjónustu og verslun. Kappakstursbrautin sjálf mun þekja 60 hektara og vera 4,2 kílómetrar að lengd, en auk henn- ar verða minni brautir og aðstaða fyrir ýmsar aðrar akstursíþróttir. Mörg erlend stórfyrirtæki koma að verkinu, þar á meðal HOK Sport Architecture, sem hannaði meðal annars Arsenal- leikvanginn. Talið er að um 300 störf muni skapast kringum starf- semina, en hún mun hefjast í litl- um áföngum. Framkvæmdar- aðilum er gert að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi fjármögnun og annað til að fá landi úthlutað. „Reykjanesbær leggur til land í nokkrum skrefum, eftir því hvernig framkvæmdaraðilunum gengur að uppfylla hvert verk- efni,“ segir Árni Sigfússon, bæjar- stjóri Reykjanesbæjar. Hann telur umhverfisrask verða lítið sem ekkert og hefur ekki áhyggjur af útblæstri eða ónæði af kappakstr- inum. „Það er hluti af því sem við verðum að gæta að og hluti af því sem hönnun arkitektanna hefur gengið út á,“ segir Árni. Von er á umhverfisáhættumati á næstunni, en á komandi vikum munu verkfræðingar meta jarð- veginn. Hins vegar segir Vil- hjálmur að ekki sé þörf á hefð- bundnu umhverfismati, því brautin sjálf þeki svo lítið svæði, en tekið verði tillit til umhverfis- þátta, eins og til dæmis nálægðar við Seltjörn. Ólafur Guðmundsson, dómari í Formúlu 1, segir að kappaksturs- brautin muni duga fyrir allar minni tegundir kappaksturs og jafnvel fyrir prófanir á Formúlu 1 bílum og æfingar. „Brautin er ekki bara keppnisbraut, heldur fjölnota aksturssvæði. Hana verð- ur hægt að nota í ökukennslu, bíla- prófanir, æfingar og þjálfun lög- reglu.“ Hann sér ekki fyrir sér að raunhæft verði að keppa í For- múlu 1 á Reykjanesinu, þar skorti betri aðstöðu, og það sé alls ekki markmiðið með brautinni. „Það er mikið ánægjuefni að farið sé að sjá fyrir endann á langri baráttu fyrir því að til verði kappakstursbraut á Íslandi. Við erum ein fárra Evrópuþjóða sem hafa ekki átt kappakstursbraut.“ steindor@frettabladid.is Kappakstursbraut við Grindavíkurveg Áhugamenn akstursíþrótta bíða með óþreyju lagningar kappakstursbrautar á Reykjanesi. Bæjarstjóri áætlar að brautin valdi litlu ónæði og tillit verði tekið til umhverfisins. Talið er að 300 manns fái störf við rekstur svæðisins. TEIKNINGAR AF KAPPAKSTURSBRAUTINNI Á tölvuteikningu af svæðinu má sjá hvernig arkitektar sjá fyrir sér samspil kappakstursbrautar- innar og annarra framkvæmda. BÓLIVÍA Minningu byltingarforingj- ans Che Guevara á að nýta í anda einkaframtaks og markaðshyggju. Á heimasíðu Reuters-fréttastof- unnar er greint frá því að í Bólivíu ætli frumkvöðlar í ferðamanna- þjónustu að sækja inn á markað „vinstri-túrisma“ með því að leggja vegarslóða sem kenndur verður við dvöl Guevaras í Bólivíu. Che ætlaði sér að steypa stjórn Bólivíu og koma á kerfi svipuðu því sem hann barðist fyrir á Kúbu, þegar bandaríska leyniþjónustan lét Bólivíumenn taka hann af lífi árið 1967. Mikil vinstrisveifla ríkir nú í stjórnmálum Rómönsku Ameríku og var það eitt fyrsta verk Evo Morales, nýkjörins forseta Bólivíu og vinar Fídels Kastró, að hengja upp gríðarstóra mynd af Che á skrifstofu sinni. Það eru hins vegar sjálfstæðir athafnamenn, alls ótengdir forsetanum, sem ætla sér að selja ferðamönnum minningu Guevaras. Til stendur að sameina ævin- týralega pílagrímaferð og náttúru- skoðun um stórskorin einangruð fjallasvæði sem hafa verið meira og minna ósnert síðan Che reið þar um héruð. Einnig skulu endurgerð- ar herbúðir byltingarmannanna og farið í skoðunarferðir um fanga- klefa og hótelherbergi. Athafnamennirnir segjast ekki gera þetta af hugsjón, heldur sjái þeir einfaldlega „glitta í gull ferða- mannanna“. - kóþ Bólivíumenn byggja upp ferðaþjónustuna: Guevara malar gull í Bólivíu ERNESTO CHE GUEVARA Byltingarmaður- inn er vinsæll sem aldrei fyrr í Rómönsku Ameríku. NORDICPHOTOS/AFP MEXÍKÓ AP Mexíkóskir hermenn fundu á þriðjudag nærri sjö tonn af marijúana í tankbíl við landamæri Bandaríkjanna. Bíllinn var stöðvaður við venjubundið eftirlit á þjóðvegi. Yfirvöld segja að mexíkóskir eiturlyfjahringir reyni í auknum mæli að smygla marijúana til Bandaríkjanna, en eftirspurn eftir kókaíni í Bandaríkjunum hefur minnkað vegna aukinnar innlendrar framleiðslu á amfetamíni. - kóþ Mexíkóski herinn fundvís: 7 tonn af grasi JURTIN FORBOÐNA Mexíkóskir eiturlyfja- hringar smygla sífellt meira af kannabisefn- um til Bandaríkjanna. NORDICPHOTOS/AFP ATVINNULÍF Að frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafi ekki verið samþykkt á vorþingi mun ekki hafa áhrif á störf Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, að sögn Smára Þórarinssonar fjár- málastjóra. Hann segir fjárhags- lega stöðu sjóðsins vera sterka og að einn milljarður hafi fengist í sjóðinn í kjölfar sölu Símans. Gunnar Örn Gunnarsson lét af störfum sem framkvæmdastjóri síðastliðinn febrúar, en í dag verð- ur auglýst í stöðu nýs fram- kvæmdastjóra. Sjóðurinn hefur lítið fjárfest í nýjum fyrirtækjum undanfarin fjögur ár, en að sögn Smára verður breyting þar á með tilkomu aukins fjármagns. - sgj Afgreiðslu frumvarps frestað: Engin áhrif á starfsemina DÓMSMÁL Aðalmeðferð í máli manns á sextugsaldri fór fram í gær í héraðsdómi Norðurlands eystra. Maðurinn var ákærður fyrir líkamsárás sem átti sér stað í fjósi í Eyjafjarðarsveit í júní síð- astliðnum. Hinn ákærði veittist að manni á fertugsaldri í fjósinu með því að lemja hann á vanga og á háls. Fórnarlambið hlaut áverka á vanga og fann til eymsla á hálsi og herðum og vöðvar hans voru stífir og bólgnir. Ákærði lét sér ekki nægja að ráðast á manninn heldur greip hann með sér yfirtengi til stillingar á aukatæki dráttarvélar á leið út úr fjósinu. Þá þingfesti Héraðsdómur í gær mál á hendur rúmlega tvítugum manni fyrir líkamsárás á Sjallanum í nóvember síðastliðinn. Ákærði skallaði tæplega tvítugan mann í andlitið með þeim afleiðingum að nefbein hans brotnaði og það brotnaði upp úr framtönn. Í báðum tilfellum er þess kraf- ist að hinir ákærðu verði dæmdir til refsingar. - gþg Héraðsdómur Norðurlands eystra tekur fyrir líkamsárásarmál: Ákærður fyrir árás í fjósi FJÓS Aðalmeðferð hófst í gær í líkamsárásarmáli sem átti sér stað í fjósi í Eyjafjarðarsveit. FRÉTTABLAÐIÐ/GUNNARMeintur njósnari hálshöggvinn Pakistanskir vígamenn eru sagðir hafa hálshöggvið afganskan mann, sem þeir grunuðu um að njósna fyrir Bandaríkja- stjórn, og hóta að aðrir sem slíkt geri hljóti sömu örlög. PAKISTAN Aftur til Austur-Tímor Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir það óumflýjanlegt að sent verði friðargæslulið til Austur-Tímor, en það gerist þó ekki næsta hálfa árið. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Selfossi stöðvaði bifreið í venjubundnu eftirliti aðfaranótt sunnudags. Undir stýri sat karlmaður sem talið er að hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Þá fannst við þetta sama tækifæri ætlað þýfi í bílnum en það var tölvubúnaður ýmiss konar. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglunnar áður. Honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu en blóð var sent til rannsóknar svo hægt væri að meta hvort maðurinn hafi í raun verið undir áhrifum. - sgi Umferðareftirlit: Ók undir áhrif- um fíkniefna HÁSKÓLI Metaðsókn er í nám við Háskóla Íslands á næsta skólaári. Þegar umsóknarfrestur rann út hinn 6. júní höfðu yfir þrjú þúsund stúdentar sótt um skólavist, þar af um átta hundruð í meistara- og doktorsnám og viðbótarnám til starfsréttinda. Umsóknir erlendra stúdenta voru að auki um fimm hundruð. Inntökupróf í læknadeild fara fram hinn 14. og 15. júní en í ár óskuðu 290 einstaklingar eftir því að þreyta prófið, sem er mesti fjöldi frá upphafi. Þó fá aðeins um sjötíu þeirra að hefja nám við Háskólann í haust. - sþs Mikil aðsókn í HÍ: Aldrei fleiri umsóknir SÆKÝR Í GARÐINUM Þær hafa fengið óvenjulegan gest, þessar konur í Flórída. Sækýrin notaði sér tækifærið sem hitabeltis- stormurinn Alberto veitti, og synti langt á land upp þegar flóðin urðu þar á þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LANDKYNNING Ísland tók þátt í hinni árlegu Madrídarbókakaupstefnu sem stóð frá 26. maí til 11. júní. Kaupstefnan var haldin undir berum himni og voru íslenskar bókmenntir kynntar í Norður- landabásnum. Þetta er tíunda árið í röð sem íslenskar bækur eru á boðstólunum á hátíðinni. Margar íslenskar bækur, þýdd- ar yfir á spænsku, voru í boði á kaupstefnunni og má þar til dæmis nefna Brekkukotsannál eftir Hall- dór Laxness og Engla alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson. Auk þeirra voru margar þýddar forn- sögur til sölu. Árlega sækja um þrjár milljónir manna hátíðina. - sgj Bókmenntahátíð í Madríd: Íslenskar bæk- ur kynntar JAFNRÉTTISMÁL Femínistafélagið hvetur alla til þess að bera eitt- hvað bleikt næstkomandi mánu- dag, 19. júní, þegar kvenréttinda- dagurinn verður haldinn hátíðlegur. Fólk er hvatt til að sýna stuðn- ing sinn í verki, til dæmis með því að klæðast bleiku, borða bleikan mat, flagga bleiku, auglýsa tilboð á einhverju bleiku eða hvað sem er sem er bleikt. Aðstandendur átaksins eru Stígamót, UNIFEM, Kvenréttinda- félag Íslands, Femínistafélag Íslands og fleiri. - gþg Femínistafélagið: Málum bæinn bleikan DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og áfengislagabrot en hann á að hafa að kvöldi 20. maí kýlt mann sem var að vísa honum út af veitingastað fyrir ólæti. Meint árás átti sér stað á veit- ingastað í Stykkishólmi. Mannin- um er gefið að sök að hafa verið með mikinn hávaða og dónaskap við gesti og starfsfólk, hrækt á starfsmann veitingahússins og kýlt mann sem hafi reynt að vísa honum út með þeim afleiðingum að hann hlaut bólgur og sár á vör. Ákærandi krefst 85.000 króna í bætur og að maðurinn verði dæmdur til refsingar. - sþs Ákærður fyrir líkamsárás: Kýldi mann í andlitið HÁSKÓLI ÍSLANDS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.