Fréttablaðið - 15.06.2006, Page 26

Fréttablaðið - 15.06.2006, Page 26
 15. júní 2006 FIMMTUDAGUR26 hagur heimilanna ■ Hákon Aðalsteinsson hreindýra- bóndi fyrir austan lumaði á tveimur gömlum húsráðum þegar blaðamaður hafði samband við hann. „Ef þú ert búinn að salta súpuna þína of mikið þá er ágætt að skera niður hráar kart- öflur og setja út í hana að lokinni eldun og þá tekur þetta í sig saltið þannig að hún verður æt á eftir. Svo er líka annað hérna, sem er ágætt, núna þegar allir eru að kaupa sér jarðir, að þú átt ekki að borða smjör með hangikjöti, þá verðurðu aldrei jarðeigandi. Hákoni líst vel á sumarið en byrjað verður að veiða hreindýr 20. júlí og í ár má veiða 990 dýr. GÓÐ HÚSRÁÐ KARTÖFLUR ÚT Í SÚPUNA NEYTENDUR Konu, sem var á ferð á Höfn í Hornafirði, blöskraði hátt verðlag á staðnum og hafði sam- band við Neytendasamtökin vegna málsins. Á Höfn hefur einu lág- vöruverslun staðarins, Krónunni, verið lokað og nú er einungis mat- vöruverslun 11-11 á staðnum. Eftir ferðina ákvað konan að gera verð- samanburð á nokkrum vöruteg- undum og eru þær vörur sem mest- an mun hafa í töflunni. Tekið skal fram að þó að verklag verðkönnun- arinnar samræmist ekki reglum Neytendasamtakanna staðfesta samtökin að innihald hennar sé rétt. Eins og sjá má í töflunni er vöruverð í verslun 11-11 á Höfn yfir sextíu prósentum hærra, þar sem verðmunurinn er mestur, en í verslun Krónunnar í Skeifunni. Íbúi á Höfn í Hornafirði sem blaðamaður hafði samband við sagði íbúa staðarins gjarnan fara á Egilsstaði til að versla en þangað er um tveggja tíma akstur. „Versl- un Krónunnar var lokað nú í apríl og íbúar staðarins eru ekki ánægð- ir með að hafa ekki lágvöruversl- un á staðnum.“ Íbúinn sagði að þegar hann ætti leið til Reykjavík- ur notaði hann einnig tækifærið til að versla í matinn. Áætlaði hann að matarinnkaup á Höfn kostuðu hann helmingi meira eftir að Krónan hætti. - hs Íbúar á Höfn ferðast um langan veg til að kaupa ódýra matvöru: Næsta lágvöruverslun við Höfn í yfir 300 km fjarlægð KRÓNUNNI Á HÖFN Í HORNAFIRÐI Hefur verið lokað og þurfa bæjarbúar nú að greiða mun hærra verð fyrir matvöru. HÁTT VERÐLAG MATVÖRU Á HÖFN Krónan 11-11 mis- Vörutegund Skeifunni Höfn munur Kötlu kartöflumjöl 500gr 87 118 35,6% Havre fras-morgunkorn 196 297 51,5% Þorskalýsi 288 469 62,8% Ljóma smjörlíki 90 129 43,3% Dönsk börn og unglingar milli tólf ára og tvítugs horfa mikið á klám samkvæmt nýlegri rannsókn í Danmörku, en niðurstöður hennar voru birtar í dönskum fjölmiðlum í vikunni. Níutíu og átta prósent pilta horfa á klám og áttatíu og sex pró- sent stúlkna í sama aldursflokki. Sérfræðingar í Danmörku telja að þessi þróun valdi ranghug- myndum ungs fólks um kynlíf og spyrja sig sumir hvort það eigi að vera í höndum klámframleiðenda að upplýsa börn um kynlíf. Einnig veldur það áhyggjum að ungar stúlkur reyna að líkjast þeirri stöðluðu kvenímynd sem sést í klámefni. Börn hafa helst aðgang að klámi í gegnum klámsíður á internetinu, að því er fram kemur í rannsókninni. -sgj Rannsókn í Danmörku: Börn horfa mikið á klám Í næsta mánuði tekur British Airways í gildi nýjar farangurs- reglur sem er meðal annars ætlað að stytta biðraðir við inn- ritun. Farangursreglurnar taka til handfarangurs, innritaðs far- angurs og umframfarangurs. Þegar reglurnar taka gildi verð- ur öllum farþegum heimilt að taka með sér um borð eina hand- tösku, skjalatösku og hefð- bundna tösku undir fartölvu eða aðra tösku af sambærilegri stærð. Farþegar með ungabörn fá aukna farangursheimild á inn- rituðum farangri frá ellefta okt- óber næstkomandi sem nemur einni aukatösku auk barnakerrru sem má leggja saman. Þá mega foreldrar taka með sér aukalega eina handtösku um borð í flug- vélina. British Airways: Nýjar reglur um farangur SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 3 31 36 06 /2 00 6 Jamis Capri 2.0 20”, 6-9 ára, ástell, 6 gíra Verð 15.990 kr. Jamis Fester 2.0 20”, 6-9 ára, álstell, 6 gíra Verð 15.990 kr. 20% afsláttur Verðlaunaframleiðandinn Jamis Þú færð hjólin frá bandaríska verðlaunaframleiðandanum Jamis aðeins í Útilíf. Ár eftir ár hefur Jamis fengið verðlaun fyrir hjól sín, m.a. sæmdarheitið besta hjólið, enda þykir Jamis sameina ótrúleg gæði og hagstætt verð. Jamis Lady Bug 12”, 2-5 ára Verð 9.590 kr. Jamis Fester 2.4 24”, 8-12 ára, álstell, 21 gíra, framdempari Verð 18.390 kr. Jamis Laiser 2.0 20”, 5-9 ára álstell, fótbremsa Verð 11.990 kr. barnaskautar Rollerblade Útilíf er með línuskautana fyrir alla fjölskylduna! Rollerblade er eitt þekktasta merki heims í línuskautum, þar gengur þú að gæðunum vísum á góðu verði. Rollerblade Micro TFS Stækkanlegir barnaskautar Einfalt og töff reimakerfi Rammi: Trefjaplast Hjól: 72 mm/80A Legur: ABEC 3 Stærðir: 34-37 og 36-40 Verð 7.990kr. Rollerblade Micro Combo Stækkanlegir barnaskautar Rammi: Trefjaplast Hjól: 72 mm/80A Legur: ABEC 3 Ein stærð: 29-34 Verð 7.990kr. Hlífasett fylgir Verð áður 19.990 kr. Verð áður 19.990 kr. Verð áður 22.390 kr. Verð áður 9.990 kr. Verð áður 9.990 kr. Verð áður 14.990 kr.Verð áður 11.990 kr. af öllum barnahjólum og línuskautum fimmtudaginn 15. og föstudaginn 16. júní Hátíðartilboð > KÍLÓVERÐ Á EGGJUM Heimild: Hagstofu Íslands 33 4 K R . 36 7 K R . 41 1 K R . 35 4 K R . 2000 2002 2004 2006 „Bestu kaupin mín voru þegar ég keypti mér ferð í fallhlífarstökk í Namibíu. Það voru svei mér þá góð kaup, því það var svo mikil lífsreynsla,“ segir tónlistarkonan, neminn og stjórnmálakonan Ugla Jóhanna Egilsdóttir. „Ég komst heil niður og þetta var ábyggi- lega það skemmtilegasta sem ég hef gert. Ég gæti vel hugsað mér að gera það aftur, kannski til dæmis ef ég fer einhvern tímann út í skiptinám. Þá væri gaman að læra þetta almennilega og ég gæti alveg hugsað mér að vera atvinnumaður í þessu.“ Varðandi verstu kaup sín er Ugla ekki lengi að hugsa sig um. „Þegar ég var fimmtán ára og nýbúin að fá útborgað fannst mér ég vera ógeðslega rík og keypti mér snjóbretti. Ég prófaði það tvisvar, en rann alltaf stjórnlaust niður, svo að lokum notaði ég það bara sem sleða. Við sátum kannski þrjú á brettinu, við sem höfðum ekki skíði með okkur í skíðaferðir og renndum okkur niður brekkurnar.“ Ugla vinnur ásamt vinkonum sínum hörðum höndum að því að koma af stað vefritinu Latastelpan.is, verkefni styrkt af Hinu húsinu og Pelsinum, og mun hún vinna í því þar til hún hefur nám við HÍ í haust. Í gær var hún skipuð varamaður í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar, en auk þess vinnur hún hörðum höndum að tónsmíðum með hljóm- sveitinni Byssupiss. NEYTANDINN: UGLA JÓHANNA EGILSDÓTTIR ATHAFNAKONA Atvinnumaður í fallhlífarstökki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.