Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.06.2006, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 15.06.2006, Qupperneq 37
FIMMTUDAGUR 15. júní 2006 5 Þær Lísa María Karlsdóttir og Díana Harpa Ríkarðsdóttir hafa flutt inn Hempz-snyrtivör- ur síðasta árið undir nafninu Salon beauty. Hársnyrtivör- urnar eru hágæða jurtavörur sem styrkja hárið og viðhalda heilbrigði enda hafa þær slegið í gegn hjá þeim sem hafa prófað þær. Hempz-vörurnar eru þekktar fyrir það að vera náttúrulegar og unnar úr hampi. Það sem gerir vörurnar sérstakar er að eingöngu eru notuð fræin sem fást úr blómi hampsins í vörurnar. Fræin innihalda amínó- sýrur sem eru nógu smáar til þess að komast í gegnum húðina og næra hárið frá rótum þess. Einnig eru fræin ein auðugusta og nátt- úrulegasta uppsprettan af fitusýr- um og öðrum næringarefnum sem móta sterkt og heilbrigt keratín. Keratín er aðalprótínefni hárs- ins og sér um uppbyggingu þess. Því er mikilvægt að styrkja kera- tínið til þess að fá heilbrigt og glansandi hár. Vörurnar eru með mismunandi virkni og ættu því allir að finna eitthvað sem hentar þeirra hárgerð. „Við flytjum inn um 20 vöruteg- undir. Við erum með þrjár línur af hársápum og -næringu. Eina sem gefur hárinu raka, eina sem gefur lyftingu og þriðju sem er sérstak- lega fyrir litað hár. Línan fyrir lit- aða hárið inniheldur lítið magn af sápuefni þannig að liturinn þvæst ekki úr. Maður verður eiginlega bara að prófa þessar vörur því maður finnur mikinn mun á hárinu eftir fyrsta þvott. Það verður meira gljáandi og heilbrigðara,“ segir Lísa María. Auk hársápunnar fást einnig hármótunarefni, froða, næringar- úði og gel. Þegar blaðakona spyr hvað hún eigi að gera við óviðráð- anlegar krullur hefur Lísa María svarið á reiðum höndum. „Þá er gott að gefa hárinu raka með raka- hársápunni og setja síðan annað hvort „Curl booster“ í hárið sem gefur krullunum aukið líf eða „Curl control“ til að halda krullun- um í skefjum. Fyrir þá sem vilja aftur á móti meiri lyftingu og líf í hárið er gott að setja „Volumizing root lifter“ í rótina en þá lyftist hárið frá rótum og það verður mun meira úr hárinu. Svo erum við líka með sterkt mótunarefni sem heitir „Intense styling glue“ en það er fyrir þá sem vilja hafa hárið fast í sínum skorðum allan daginn og hentar ákaflega vel fyrir þá sem vilja hafa hanakamb. Þrátt fyrir góða virkni þá eru allar vörurnar mjög mildar og fara vel með hárið. Til dæmis hafa vörurnar reynst þeim sem eru með exem eða psoriasis í hársvörði mjög vel“. Auk hársnyrtivara flytur Salon beauty inn sturtusápu, kornasápu og líkamskrem sem var það sölu- hæsta í Bandaríkjunum á síðasta ári. Vörurnar fást á nokkrum hár- snyrtistofum, snyrtistofum og sólbaðsstofum en sölustöðum fjölgar ört. Meðal sölustaða eru hársnyrtistofurnar Capilli, Klippt og skorið, Hársport og Hársnyrti- stofa Eyglóar. erlabjorg@frettabladid.is Hársnyrtivörur úr blómi hampsins Það er hægt að fá ýmsar vörur frá Hempz, til að mynda hársápu og -næringu, hár- mótunarefni, líkamskrem og sturtusápu. Fyrirtæki Lísu Maríu og Díönu, Salon beauty, flytur inn Hempz-vörurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM. Eggert Jóhannsson er nú í hópi virtustu feldskera heims en hann félagi í The Purple Club. Eggert Jóhannsson feldskeri var nýverið kjörinn félagi í The Purple Club sem er einn virtasti klúbbur hönnuða og sérfræðinga í ferldskeraiðninni. Í klúbbinn eru einungis valdir feldskerar sem hlotið hafa alþjóðlegar viðurkenn- ingar og hafa vörur Eggerts vakið athygli á tískusýningum um ára- bil. Loðfeldir merktir Purple fást einvörðungu hjá meðlimum Purple Club sem Eggert feldskeri er nú orðinn fullgildur félagi í. „Purple Club-merkið gefur til kynna að vinna okkar hjá Eggerti feldskera og loðskinnin okkar séu í hæsta gæðaflokki. Þetta er sannarlega dýrmætasta afmælisgjöfin sem við gátum óskað okkur,“ sagði Eggert þegar fulltrúi samtakanna færði honum klúbbskírteinið á dögunum. Í Purpura- klúbbnum Eggert sagði boðið í félagið eina bestu viðurkenningu sem hann hefur hlotið á nær 30 ára ferli. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Sumarást NÝ ÚTGÁFA AF HINUM VINSÆLA AMOR AMOR ILMI. Amor Amor Eau Fraiche er léttur og notalegur ilmur sem á vel við í sólinni í sumar. Jasmína, appelsínur, hvítar ferskjur, rósir og sedrusviður mynda fullkomna blöndu sem leikur við skilningarvitin og örvar ástar- eldinn. Mér finnst rigningin góð... Garðatorgi, Garðabæ - Sími 517-4806
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.