Fréttablaðið - 15.06.2006, Síða 43

Fréttablaðið - 15.06.2006, Síða 43
FIMMTUDAGUR 15. júní 2006 11 Opnuð hefur verið ný heima- síða ætluð sykursjúkum og aðstandendum þeirra. Heimasíðunni www.sykursjukir.is var hleypt af stokkunum nú fyrir skömmu. Með opnun síðunnar vonast aðstandendur til að vett- vangur skapist fyrir sykursjúka og aðstandendur þeirra til að ræða um sjúkdóminn sín á milli og ná betri árangri í meðferð hans. Á síðunni gefst sykursjúkum kostur á að fá aðstoð og ráðlegg- ingar frá öðrum sykursjúkum, eins er hægt að greina frá reynslu sinni svo hún geti komið öðrum að gagni. Birtar verða greinar úr blöðum eftir lækna og sérfræð- inga ásamt því að haldið verður úti spjallsvæði á síðunni. Vonast er til að með síðunni skapist rödd sem standi vörð um hagsmuni sykursjúkra og aðstand- enda þeirra. - jóa Sykursjukir.is Á nýrri heimasíðu fyrir sykursjúka og aðstandendur þeirra má finna fróðleik um sjúkdóminn og stuðning. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Það má vel koma í veg fyrir flugþreytu sem kostar marga bæði tíma og peninga að ná sér af. Engin töfralausn er í boði en með réttum aðferðum má koma í veg fyrir alvarleg- ustu einkenni flugþreytu. Flugþreyta er vandamál sem setur strik í reikninginn hjá mörgum. Það er alþekkt að athafna- og íþrótta- menn kenna flugþreytu um slaka frammistöðu á vellinum eða í við- skiptum. Flugþreyta hefur bæði andleg og líkamleg áhrif á fólk. Dæmi um líkamleg einkenni geta verið bólgnir fætur, niðurgangur, hósti, verkur í eyrum, ógleði og stundum jafnvel minnisleysi. Flugþreyta orsakast meðal ann- ars af skorti á góðu lofti og raka. Það hjálpar heldur ekki til að pláss- ið um borð í flugvélum er oft mjög lítið og að ferðast á milli tímabelta í slíkum rýmum getur valdið óþæg- indum. Það er hægt að sporna við flugþreytu með ýmsum hætti en þó er engin töfralausn í boði. Það er mjög mikilvægt að huga vel að mataræðinu, afþreyingu og þægi- legum klæðnaði ásamt því að standa reglulega upp og teygja úr sér. Þá skiptir það miklu máli að stilla klukkuna strax á það tíma- svæði sem maður er á og borða og sofa á sama tíma og fólkið í kring- um mann. Hugleiðsla hefur einnig gífurlega góð áhrif á líkamann því aukin matarlyst, sætindaþrá, lík- amshitastig og fleira eru allt líkam- leg einkenni sem hægt er að hafa stjórn á. Þurfi maður að millilenda er mikilvægt að fara og anda að sér fersku lofti utandyra á meðan beðið er eftir næsta flugi. - vör Koma má í veg fyrir flugþreytu Það gefst ekki öllum kostur á að upplifa svona lúxus í flugi. Sjálfsvíg á sjúkrahúsum 10 PRÓSENT ÞEIRRA SEM FREMJA SJÁLFSVÍG Í DANMÖRKU GERA ÞAÐ Í TENGSLUM VIÐ INNLÖGN Á SJÚKRAHÚS. Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa nýlega gert rannsókn á aðdraganda og ástæðum sjálfsvíga þar í landi. Þá kom í ljós að af þeim 700 sjálfs- vígum sem framin eru árlega eiga 10 prósent þeirra sér stað innan sjúkrahúsa eða rétt eftir heimkomu af sjúkrahúsi. Flestir innan þessa hóps voru lagðir inn vegna andlegra veikinda og inn á geðdeild. Heilbrigðisstarfsmenn og yfirstjórnir sjúkrahúsa hafa sent frá sér ályktanir og ábendingar til þess að minnka möguleika sjúklinga til sjálfsvíga. Þar kemur helst fram að mikilvægt sé að innrétta og hanna sjúkrastofur og aðrar vistaverur með það í huga að sjúklingar geti ekki nýtt sér húsbúnað eða innréttingar til aðstoðar við sjálfsvíg. Til dæmis mega húsgögn ekki vera of þung og ekki ætti að nota plastpoka, til dæmis í ruslafötur. Einnig þarf að passa upp á gluggalæsingar og útgönguleiðir á svalir. Það er erfiðara að takast á við þau sjálfsvíg sem framin eru eftir heimkomu þar sem eftirlitið er minna og erfitt er að hafa áhrif á heimilisaðstæður. Aftur á móti telja dönsk yfirvöld nauðsynlegt að skoða þau mál nánar og búa til ákveðið kerfi sem hjálpar sjúklingum að tak- ast á við veruleikann eftir að heim er komið. Heimildir fengnar af www. sundhed.dk. rannsókn } Margir eiga um sárt að binda eftir útskrift af sjúkrahúsi. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Sólstöðuhátíð víkinga í Hafnarfirði 16.- 25. júní 2006 Fjörukráin þakkar eftirtöldum aðilum fyrir stuðninginn: Fjörukráin Sími 565-1213 www.fjorukrain.is Föstudaginn 16. júní kl.17.00 hefst víkingahátíð við Fjörukrána í Hafnarfirði. Bardagamenn og bogaskyttur, glímumenn og útskurðarmenn, steinhöggvarar og járnsmiðir, sögumenn og seiðkonur, tónlistarmenn og galdramenn. Sænski sögumaðurinn Jerker Fahlström rifjar upp ævintýri Ása og hinna fornu goða er hann segir okkur frá Ásaþór, Loka og þeim félögum. Jerker er orðinn fastur liður og segir sögur sínar á íslensku. Rimmugýgur, hafnfirski bardaga- og handverkshópurinn sér um bardagana ásamt Jómsvíkingunum alþjóðlegum hópi úrvalsvíkinga. Annar íslenskur víkingahópur, Hringhorni frá Akranesi sýnir leiki fornmanna. Fjöldi handverksmanna, íslenskra sem erlendra verða á markaðnum. Norska víkingahljómsveitin Skvaldr og hin dansk-íslenska Kráka munu skemmta gestum alla dagana. Dansleikir öll kvöld, Hollenska raggea hljómsveitin Five-4-vibes og hljómsveit Hilmars Sverrissonar. Opið verður alla daga frá 16. til 18. júní og aftur 23. til 25. júní. Kynnir hátíðarinnar er Steinn Ármann Magnússon. ATH: Dagskrá Sólstöðuhátíðarinnar er á heimasíðunni: fjorukrain.is 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.