Fréttablaðið - 15.06.2006, Síða 57

Fréttablaðið - 15.06.2006, Síða 57
FIMMTUDAGUR 15. júní 2006 33 Númer eitt í notuðum bílum Úrval notaðra bíla á Bílaþingi HEKLU Laugavegi 174 og á Kletthálsi 11 Laugavegi 174 sími 590 5000 Kletthálsi 11 sími 590 5760 www.bilathing.is Opið mánudaga til föstudaga 10–18 • Laugardaga 12–16 42 16 Fjármálaráðuneytið birti nýlega tölur um hve mikið ellilífeyrir hefði hækkað frá 1996 í saman- burði við hækkun neysluverð- lags. Segir ráðuneytið, að elli- laun hafi hækkað um 80% á tímabilinu miðað við 41% hækk- un neysluverðlags. Hér er beitt blekkingum. Átt er við rúmlega 300 ellilífeyrisþega, sem eru á „strípuðum“ bótum. Aðrir hafa fengið mjög litla hækkun eða aðeins 18%. Þetta segir þó aðeins hálfa sögu, þar eð lágmarkskaup verkafólks hefur hækkað meira en neysluverðlag og því var lofað, þegar hætt var að láta elli- lífeyri hækka sjálfvirkt í sam- ræmi við hækkun lágmarks- launa, að sú breyting mundi ekki skerða kjör ellilífeyrisþega. Það loforð var svikið. Samkvæmt staðtölum Trygg- ingastofnunar ríkisins 2004 nam lífeyrir aldraðra, grunnlífeyrir, tekjutrygging og eingreiðsla 61,6% af lágmarkslaunum verka- fólks það ár en 1988 nam sami lífeyrir aldraðra 79,3 % af lág- markslaunum. Lífeyrir aldraðra sem hlutfall af lágmarkslaunum hefur á þessu tímabili lækkað um 17,7 prósentustig. Árið 1995 nam ellilífeyrir 74,8% af lágmarkslaunum. Það er alveg sama hvort miðað er við 1988 eða 1995; það hefur orðið gífurleg skerðing á lífeyri aldr- aðra miðað við kjör verkafólks á lágmarkslaunum. Þessar tölur tala sínu máli. Tölur fjármála- ráðuneytis breyta þar engu um. Ellilífeyrir hefur ekki fylgt breytingum á lágmarkslaunum eins og lofað var 1995 af stjórn- völdum. Auk þess bætist það við, að skattar á lægstu laun hafa hækk- að á þessu tímabili.Áður greiddu ellilífeyrisþegar engan skatt af tekjum sínum en í dag verða þeir að greiða háa skatta. Skattbyrði þeirra,sem hafa lægstu tekjurn- ar hefur aukist um 9,2-15,3 pró- sentustig á tímabilinu 1994-2004. Á sama tímabili hefur skattbyrði þeirra, sem hafa meðaltekjur aukist um 3,2-7,2 prósentustig og þeirra, sem hafa hæstu tekjur um 1,9-3,3 prósentustig. Af þessu er ljóst, að ríkisstjórnin hefur verið að þyngja skattana á lág- launafólki og eldri borgurum, sem hafa einungis ellilaun og lít- inn lífeyri. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur breyst sem hér segir á tímabilinu 1990-2005: Hámarks- lífeyrir eldri borgara (kaupmátt- ur ráðstöfunartekna) hefur auk- ist um 18% en kaupmáttur allra í landinu hefur aukist um 50,6%. Eða með öðrum orðum: Á sama tíma og kaupmáttur almennings hefur aukist um rúm 50% hafa eldri borgarar verið skildir eftir og þeir hafa aðeins fengið þriðj- ung þeirrar kaupmáttaraukning- ar sem almenningur hefur feng- ið! Mörg ríki veita eldri borgur- um skattafslátt með sérstökum skattleysismörkum fyrir ellilíf- eyrisþega.Þessi ríki verðlauna eldri borgara.Hér er þeim refs- að. Lífeyrissjóðirnir voru stofn- aðir til þess að bæta kjör íslenskra launamanna. Þeir áttu að veita lífeyrisþegum myndar- lega viðbót við lífeyri frá almannatryggingum. En reynslan hefur orðið sú, að ríkið hrifsar til sín meirihlutann af því, sem lífeyrisþegar eiga að fá eða 70%,sem ríkið tekur í skatta og skerðingar. Er ekki kominn tíma til að leiðrétta rang- lætið? Gífurleg skerðing á ellilífeyri UMRÆÐAN BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR Umboðsmaður Alþingis hefur ályktað að stjórnvöld hafi ekki farið að lögum í tengslum við komu harðstjóra Alþýðulýðveld- isins Kína, Jiang Zemins, sumar- ið 2002. Að fjórum árum liðnum er enn mikið í húfi að ráðamenn Íslands leiðrétti það sem þá fór úrskeiðis, til dæmis með því að taka skýra afstöðu ogfordæma þau mannréttindbrot Kínastjórn- ar sem nýverið hefur verið flett ofan af. Stjórnvöld í Kína, sem hafa á samviskunni 60-80 milljónir mannslífa, (sjá efni frá FIDC) hafa orðið uppvís að því að hafa um árabil numið líffæri úr lif- andi fólki, í gróðavænlegum til- gangi. Mannréttindalögfræðing- urinn Georges-Henri Beauthier (sem meðal annars fékk Pino- chet dæmdan) telur þessa óskilj- anlegu glæpi, sem eru meðal annars hluti ofsókna Kínastjórn- ar á hendur Falun Gong-iðkend- um í Kína, flokkast undir þjóðar- morð samkvæmt alþjóðlegum lagaskilgreiningum. Ógnarstjórn getur aldrei verið sértækt vandamál eins ríkis þar sem af henni stafar almenn ógn við mikilvægustu gildi allra. Slíkri ógn þarf að mæta með öllum friðsamlegum og leyfilegum ráðum. Íslensk stjórnvöld hafa nú þegar sýnt í verki að sjálfstæði og skoðanafrelsi á vettvangi þjóðanna er meira virði en vin- átta erlends harðstjóra og hlýddu eigin sannfæringu bæði í sam- skiptum sínum við taívönsk yfir- völd og í áliti um setu þjóða í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna. Í kjölfar þess að afskipti kínastjórnar af utanríkisstefnu Íslands voru afþökkuð þá var snögglega tekið fyrir allar opin- berar heimsóknir frá Alþýðulýð- veldinu Kína, sem hafa engar verið til landsins upp frá því. Af um 60 milljónum flokksbund- inna Kínverja í stjórnarflokkn- um hafa 11 milljónir nú þegar tekið persónulega áhættu og sagt opinberlega skilið við harð- stjórnina og fjölgar ört, u.þ.b. 20.000 á degi hverjum. Tíminn til úrbóta og verndar mannslífum er ekki ótakmarkað- ur. Ég skora á stjórnvöld að fara að vilja íslensku þjóðarinnar, leggja mannréttindahugsjónum lýðræðisríkja lið og fordæma með skýrum hætti þjóðarmorð og glæpi sem ekkert getur rétt- lætt. Líffæranám í gróðaskyni - íslensk stjórnvöld taki afstöðu UMRÆÐAN MANNRÉTTINDI ÞÓRDÍS HAUKSDÓTTIR TALSKONA FALUN GONG Á ÍSLANDI Af um 60 milljónum flokks- bundinna kínverja í stjórnar- flokknum hafa 11 milljónir nú þegar tekið persónulega áhættu og sagt opinberlega skilið við harðstjórnina og fjölgar ört... Það kom skýrt fram í Silfri Eg- ils að Framsókn vill ekki setja strangari lög um samkeppnis- mál en þegar hafa verið sett. Framsókn vill heldur ekki strangari lög um eignarhald á fjölmiðlum en sátt náðist um milli allra flokka í fjölmiðla- nefndinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.