Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.06.2006, Qupperneq 65

Fréttablaðið - 15.06.2006, Qupperneq 65
FIMMTUDAGUR 15. júní 2006 Á næstunni verður haldin tónlist- arhátíð og námskeiðshald sem standa mun í fimm daga í sam- vinnu við Listaháskóla Íslands. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin fer fram en hún var haldin í Ísa- fjarðarbæ og Bolungarvík í fyrsta sinn árið 2003 og árlega eftir það, nú síðast í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og PACIFICA- strengjakvartettinn. Markmið hátíðarinnar er að bjóða upp á fjöl- breytta tónleika fyrir Vestfirðinga og ferðamenn á svæðinu og metn- aðarfulla kennslu, að sögn stjórn- anda hátíðarinnar, Tinnu Þor- steinsdóttur. Hátíðin ber keim af fjölmörgum tónlistarstefnum og er hún breytileg frá ári til árs. „Í ár má heyra allt frá klassískri tón- list til nútímatónlistar, einleiks- og kammertónlist, íslenska sem erlenda, ásamt tónlistarbræðingi þeirra FLÍS-félaga,“ undirstrikar Tinna. Hátíðin í ár ber heitið „Við Djúpið“ en í boði er kennsla fyrir söngvara, söng- og píanódúetta, píanó og flautu, en samkvæmt Tinnu má búast við að um fimmt- án til tuttugu nemendur úr Lista- háskóla Íslands sem langt eru komnir í námi mæti til leiks. Kennara- og flytjendahópurinn samanstendur af þeim Sigrúnu Hjálmtýsdóttur (Diddú), sópran- söngkonu, Önnu Guðnýju Birgis- dóttur pínanóleikara, Peter Máté píanóleikara, Guðrúnu S. Birgis- dóttur flautuleikara og Tinnu Þor- steinsdóttur, píanóleikara og FLÍS- tríói. „Það er mikill fengur að fá þær Diddú og Önnu Guðnýju til liðs við okkur á hátíðina i ár en þetta er fágætt tækifæri fyrir nemendur að teyga af viskubrunni þeirra stallna sem eru afar upp- teknar við leik og störf,“ segir Tinna. „Það er mjög mikilvægt fyrir nemendur að fá að fylgjast með listafólkinu að störfum því þau læra ekki síður af því. Hug- myndin er síðan sú að nemendur og kennarar komi saman í lok námskeiðs og haldi stóra lokatón- leika. Gegn vægu gjaldi standa masterklassarnir almenningi opnir þannig að fólk getur fylgst með kennurum og nemendum að leik og starfi.“ Í náinni framtíð er gert ráð fyrir því að nemendur fái einingar metnar fyrir námskeiðið, að sögn Tinnu, en til stendur að víkka tals- vert út starfsemi hátíðarinnar og er stefnt á að sú vinna teygi jafn- vel anga sína út fyrir landsteinana næstu árin. Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má finna á www.viddjupið.is - brb Tónlistarhá- tíð í Djúpinu REIKNAR MEÐ GÓÐRI ÞÁTTTÖKU Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari er stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið. Í júní stendur Ungmennadeild Norræna félagsins fyrir ljós- myndanámskeiði undir heitinu Safarí í miðnætursól. Það er hin norska Ellen Marie Fodstad sem kennir á námskeiðunum en hún starfar bæði sem ljósmyndari og blaðamaður. Fyrsta námskeiðið fór fram síðastliðið þriðjudags- kvöld og var það vel sótt, ekki síst af ungu fólki sem er hér á vegum Nordjobb. „Námskeiðið er öllum opið en það er stílað inn á áhuga- ljósmyndara. Það skiptir ekki máli hvers konar ljósmyndagræjur fólk á því það er meiri áhersla lögð á ljós og sjónarhorn en sjálfar græj- urnar,“ segir Ellen. Að hennar sögn fer námskeiðið þannig fram að hún heldur fyrirlestur og sýnir dæmi um góðar og vondar myndir og þátttakendur taka virkan þátt í umræðum um það hvað sé að. Að fyrirlestri loknum er haldið í smá ljósmyndasafarí um miðborgina. Nemendur á námskeiðinu fá svo þrjú verkefni til þess að spreyta sig á í júlí og hittist hópurinn svo aftur hinn 4. ágúst og þá verða bestu myndirnar valdar. „Birtan hér á Íslandi er alveg ótrúleg. Ég veit um fleiri erlenda ljósmyndara sem hafa heillast af henni og flutt hingað,“ segir Ellen, sem kom fyrst til landsins fyrir einu og hálfu ári þegar hún vann að verkefni fyrir Þjóðskjalasafnið. Á þeim mánuði kynntist hún íslensk- um manni og í dag er hún flutt til landsins og skrifar fyrir Iceland Review. Þriggja tíma námskeið kostar aðeins 1.500 krónur og er Ellen með skýringu á þessu góða verði á reiðum höndum. „Það verð- ur að vera eitthvað ódýrt á Íslandi,“ segir hún og hlær. Næstu námskeið verða haldin 22. júní og 27. júní og geta áhugasamir haft samband við Norræna félagið. - snæ Ljósmyndasafarí í Reykjavík LJÓSMYNDARI AF LÍFI OG SÁL Ellen kennir áhugasömum að taka betri myndir í sumar fyrir aðeins 1.500 krónur en hún segir að íslenska birtan sé ómótstæðileg. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR ENDALAUST FJÖR ALLA HELGINA GRAND ROKK REX PRAVDA KAFFI VÍN CAFÉ ROSENBERG DJAMMIÐ UM HELGINA: Allt um djammið Leiklistarsamband Íslands stendur fyrir Grímunni, glæsilegri uppskeruhátíð í lok leikársins. Á hátíðinni eru sviðsverk og útvarpsverk verðlaunuð og listamönnum veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í sviðslistum á liðnu leikári. �������������������� ����������������� ���� �������� ����������������� Grímuhátíðin verður haldin föstudaginn 16. júní 2006 í Borgarleikhúsinu. Hátíðin verður sýnd í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Meðal markmiða Íslensku leiklistarverðlaunanna eru að auka fagmennsku og sérhæfingu innan sviðslista og stuðla að metnaðarfullum vinnubrögðum þeirra er starfa við sviðslistir með það að leiðarljósi að auka gildi, sýnileika og hróður sviðslista á Íslandi. ������������������������� Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, verndari Grímunnar, afhendir einnig heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands þeim einstaklingi er þykir hafa skilað framúrskarandi ævistarfi í þágu leiklistar. hljóð / ljós / mynd ����������������������������������������������������������������������������� Verkefna- og ferðastyrkir Myndstefs 2006 Myndstef auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki og ferða- og menntunarstyrki á vegum samtakanna. Rétt til þess að sækja um verkefnastyrki hafa allir myndhöfundar. Rétt til að sækja um ferða- og menntunarstyrki hafa allir félagsmenn Myndstefs. Sérstök umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Myndstefs og á vef samtakanna www.myndstef.is og þar eru einnig nánar skilgreind þau atriði sem þurfa að koma fram í umsókninni ásamt reglum um úthlutun styrkjanna. Umsóknarfrestur rennur út 4. ágúst 2006. Umsóknir sem berast eftir þann tíma fá ekki afgreiðslu. Umsóknir skulu berast til skrifstofu Myndstefs, Hafnarstræti 16, p.o.box 1187, 121 Reykjavík fyrir ofan- greindan tíma. Vakin er athygli á að þeir sem sent hafa inn umsóknir um styrki fyrir birtingu þessarar auglýsingar verða að endurnýja þær umsóknir. Allar nánari upplýsingar gefur Linda Rós Thorarensen á opnunartíma skrifstofunnar. 10:00 – 13:00. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið myndstef@myndstef.is Stjórn Myndstefs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.