Fréttablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 15.06.2006, Blaðsíða 66
 15. júní 2006 FIMMTUDAGUR42 maturogvin@frettabladid.is ÞRÚGUR GLEÐINNAR > EINAR LOGI VIGNISSON N† VÖRU- OG fiJÓNUSTU- SKRÁ Á VISIR.IS/ALLT ... sem flig vantar í n‡ja húsnæ›i› Hvaða matar gætirðu síst verið án? Það er sennilega þykkt skorið ristað brauð, hvítt ítalskt, með Havarti osti. Fyrsta minning um mat? Soðnar kjötbollur úr farsi með hvít- kálsbögglum hjá mömmu. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Það er án efa í Sviss í vetur, á ítölskum veitingastað, þar sem kokkurinn eldaði fyrir mig og nokkra blaðamenn. Ég kalla þetta kálfakjöt með öllu, eftir lokun. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Brauðsúpa, það er mannréttindabrot að bjóða gestum svoleiðis gúanó. Leyndarmál úr eldhússkápnum? Jakobs tekex. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Súkkulaði er sígilt, bæði við vanlíðan og góðri líðan. Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Ég á alltaf græna frostpinna í frystinum. Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Sushi. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Það er eiginlega frekar það sem ég borðaði ekki. Villi frændi minn bauð mér einu sinni í mat eftir æfingu, hann opnaði íþróttatöskuna og sýndi mér niðursuðudós innan um sveitta peysu og fótboltaskó. Ég afþakkaði pent. MATGÆÐINGURINN: ÞORSTEINN J. VILHJÁLMSSON Grænir frostpinnar og Jakobs tekex Lilja Pálsdóttir, útibússtjóri hjá Glitni, sneiðir hjá geri og mjólkurvörum í mat- reiðslunni enda er eigin- maður hennar með óþol. „Matur fjölskyldunnar tekur mið af því að það er óþol í fjölskyld- unni og við ákváðum að vera ekki að elda tvöfalt, þannig að við eldum bara það sem allir mega borða. Krakkarnir þekkja ekkert annað og finnst þetta ekkert mál,“ segir Lilja. Hún gefur hér upp- skrift að heitri eplaköku án mjólk- ur og gers. „Það eru alls staðar uppskriftir að grillréttum þessa dagana svo það er ágætis tilbreyt- ing að koma með uppskrift að ein- hverju öðru. Þetta er alveg frábær epla- kaka, hrikalega ein- föld,“ segir Lilja, en kakan slær í gegn hvar sem hún fer. „Ég baka hana við ýmis tækifæri eða bara á sunnudögum ef okkur vantar eitt- hvað með kaffinu. Upphaflega upp- skriftin er ekki með súkkulaði og marsipani en ég bæti því við til að gera hana sparilegri, algjört gúmmulaði.“ Einnig er hægt að nota hrásykur í stað syk- urs til að gera hana aðeins hollari. Eplin eru brytjuð í eldfast mót og kanel stráð yfir. Eggj- um, sykri, hveiti og lyftidufti er hrært vel saman. Súkkulaðið og marsipanið er svo brytjað og sett út í. Allt þetta er síðan sett yfir eplin og kanelsykri stráð yfir og bakað í 45 mín við 200 gráðu hita. Eplakakan braðgðast dásamlega með rjóma eða vanilluís en fyrir þá sem eru með mjólkuróþol er gott að nota jurtarjóma. Mjólkurlaust sælgæti LILJA PÁLSDÓTTIR Lilja og eiginmaður hennar eru miklir sælkerar og láta ekki óþol aftra sér í matargerðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GUNNARSSON DÁSAMLEG EPLAKAKA 4-5 græn epli (Jonagold) 3 egg 1 bolli sykur (gott að nota hrásykur) 1 bolli hveiti 1 tsk. lyftiduft 100 gr. suðusúkkulaði 100 gr. marsipan kanelsykur > Jarðarber... eru frábær í kokkteil- inn, ofan á ísinn og í sallatið ásamt ólívum og sólþurrk- uðum tómötum. Reykjavík Pizza Company er úrvals- pizzustaður með meiru á Laugaveg- inum. Eigandi staðarins rekur einnig Eldsmiðjuna og því býr Reykjavik Pizza Company að góðri reynslu í eldbökuðum pizzum, en ýmislegt fleira girnilegt er á matseðl- inum og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Matsalurinn býður upp á hlýlega stemningu en einnig er hægt að taka matinn heim eða fá heimsendingu. Staðurinn opnar kl. 10 á morgn- ana og í sumar verður opið til hálf tólf á föstu- dags- og laugardagskvöldum. Matseðillinn Aðalsmerki Reykjavík Pizza Company eru eld- bakaðar pizzur en boðið er upp á hátt í hundrað áleggstegundir. Á boðstólum eru einnig súpur, beyglur og heilsuvafningar fyrir þá sem eru að hugsa um heilsuna. „Ég er með franskan kokk sem sér um beyglurnar og súpurnar. Ég nenni ekki að bjóða upp á neitt nema að það sé fyrsta flokks,“ segir Þorleifur Jóns- son framkvæmdastjóri. Verð Tólf tommu pizzur með áleggi eru á bilinu 1.400 til 1.700 kr., beyglur um 600 kr., heilsuvafningar um 700 kr. og súpa dagsins er á 590 kr. VEITINGASTAÐURINN REYKJAVÍK PIZZA COMPANY LAUGAVEGI 81, S. 5613838 Pizzur sælkerans Chianti-svæðið er hjartað í Toskanahéraði, mikilvægasti hlekkurinn í keðju ítalskar víngerðar. Toskana er þrátt fyrir uppgang annarra hér- aða, einkum í suðri, ennþá bræðslupotturinn þar sem hlutirnir verða til. Er það einkum að þakka vitund víngerðarmannanna um að stöðug framþróun er nauðsynleg. Chianti-stimpillinn var orðinn til trafala fyrir allmörgum árum vegna hins slæma orðspors sem fór af ódýrari vínum frá svæðinu. Ítalska flokkunarkerfið á vínum var staðnað og víngerðarmenn í Toskana gerðu uppreisn gegn því. Uppreisnina leiddi Antinori greifi, höfundur fyrsta „Ofur-Toskanavínsins“ Tigna- nello og fylgdu fleiri í kjölfarið. Í Chianti hafa orðið miklar framfarir og er nú talað um bestu vínin sem „Ofur-Chianti-vín“. Einfaldari Chianti-vínin urðu undir í samkeppninni um hylli neyt- enda hér á landi og víða annars staðar. Þar hafa vín frá Suður-Ítalíu staðið sig betur enda líkjast þau meira nýjaheims-vínunum með sínu kröftuga ávaxta- og berjabragði. Enn er þó svo að lykillinn að því að kynna sér ítalska víngerð er að smakka Chianti-vín. Hér á landi hefur eiginlegum Chianti-vínum í vínbúðum fækkað, bæði vegna minnk- andi vinsælda og breytinga á flokkunarkerfinu. Hið vinsæla Santa Cristina fylgir til að mynda ekki lengur hinni gömlu Chianti-flokkun. Vínið hefur haft mjög gott af því og er betra en fyrr að mínu mati. Undanfarin ár hefur vínsamlag bænda í Vinci vakið mikla athygli fyrir vín sem þykja með allra bestu vínum svæðisins. Þetta vínsam- lag heitir Della Vigne en selur vínin undir nafninu Cantine Leonardo da Vinci. Smábærinn Vinci er 35 kílómetrum vestan Flórens, fræg- astur fyrir að vera heimabær listamannsins, vísindamannsins og þús- undþjalasmiðsins Leonardos sem kenndi sig einmitt við bæinn og kallaði sig Leonardo da (frá) Vinci. Flöskurnar eru skreytt- ar með verkum meistarans á afar skemmtilegan máta. Ég hélt fyrst að nafngiftin væri eingöngu markaðsbrella en ef einhverjir geta gert tilkall til þess að skreyta sig með nafni meistarans eru það bændurnir í Vinci. Vert er að benda ferðalöngum sem eiga leið til Flórens eða Pisa að kíkja við hjá bændunum, þeir selja vínin í kaupfélag- inu sínu bæði í flöskum og svo beint úr tunnunum sem er býsna skemmtilegur máti. Það er margt vitlausara en að láta bændurna í Vinci opna fyrir sig dyrnar að Chianti. Da Vinci vínlykilinn VERT AÐ SPÁ Í Í vínbúðum fást mörg frambærileg Chianti-vín. Má nefna að Chianti Classico Campomaggio var eitt þeirra vína sem hlutu útnefninguna Gyllta glasið hjá Vínþjónasamtökunum sl. haust. Tvö vín fást frá bændunum í Vinci, Leonardo Chianti Riserva og Leonardo Chianti sem var valið vín mánaðarins í Gestgjafanum í nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.