Fréttablaðið - 15.06.2006, Side 74

Fréttablaðið - 15.06.2006, Side 74
 15. júní 2006 FIMMTUDAGUR50 Verð frá kr. 195.000,- Sláttutraktorar 12,5 - 18 hö Ármúla 11 - sími 568-1500 Lónsbakka - sími 461-1070 Eftirlifandi meðlimir hljómsveitar- innar goðsagnakenndu The Beach Boys komu saman í fyrsta sinn opinberlega í áratug er þeir tóku á móti viðurkenningu fyrir safnplöt- una Sounds of Summer. Hefur plat- an selst í tveimur milljónum ein- taka, eða í tvöföldu platínuupplagi. Brian Wilson, Mike Love og Al Jardine, sem hafa átt í deilum í gegnum árin, voru allir á staðnum. Sögðust þeir hafa leyst ágreinings- mál sín og bætti Wilson því við að ágætar líkur væru á því að þeir myndu spila saman á tónleikum í framtíðinni. Með þremenningunum við athöfnina voru gítarleikarinn fyrr- verandi David Marks og Bruce Johnston sem spilaði með Mike Love og The Beach Boys hér á landi fyrir nokkrum misserum. Við athöfnina þakkaði Love Wilson fyrir framlag hans til The Beach Boys og sagði að ótrúlegir hæfi- leikar hans hefðu lagt grunninn að yndislegu lífi þeirra allra. Love hefur tvisvar sinnum höfð- að mál gegn frænda sínum Wilson auk þess sem Jardine kærði fyrrum félaga sína í The Beach Boys árið 2001 fyrir að meina honum að spila með þeim á tónleikum. „Það koma upp ýmis vandamál og þau leysast með tímanum,“ sagði Jardine. The Beach Boys sló í gegn á sjö- unda áratugnum með lögum á borð við Good Vibrations, I Get Around og Surfin´ USA. Sveitin lagði opin- berlega upp laupana árið 1998 eftir að Carl Wilson, bróðir Brian, lést. Eftir það öðluðust Love og John- ston réttinn að nafninu The Beach Boys og hafa þeir komið fram undir því nafni allar götur síðan án þeirra Wilson og Jardine. The Beach Boys saman á nýjan leik THE BEACH BOYS Hljómsveitin The Beach Boys hefur gefið út þekkt lög á borð við Good Vibrations og I Get Around. Grínhryllingurinn Slither, sem verður frumsýnd á föstudag, ger- ist í smábænum Wheesly þar sem undarleg veira gerir vart við sig sem breytir íbúunum smám saman í hin ýmsu skrímsli. Þetta er fyrsta myndin sem James Gunn leikstýr- ir en hann samdi handritið að Dawn of the Dead sem sló ræki- lega í gegn fyrir tveimur árum. Með aðalhlutverk í Slither fara Nathan Fillion, Elizabeth Banks, Gregg Henry og Michael Rooker. Banvænar veiru- sýkingar í smábæ SLITHER Grínhrollurinn Slither gerist í smábænum Wheesly. Í kvikmyndinni Take the Lead fer hjartaknúsarinn Antonio Bander- as með hlutverk dansara sem tekur að sér að kenna vandræða- unglingum réttu sporin. Fyrst um sinn fær hann kaldar móttökur en smám saman vinnur hann sig í áliti hjá unglingunum. Myndin er byggð á sannsöguleg- um atburðum og með hitt aðalhlut- verkið fer Alfre Woodard. Leik- stjóri er Liz Friedlander og er þetta fyrsta kvikmynd hennar. Hefur hún áður leikstýrt hinum ýmsu myndböndum og tónlistar- myndum. Myndin er frumsýnd í Laugarásbíói á morgun. Banderas í dansstuði TAKE THE LEAD Antonio Banderas fer með aðalhlutverkið í Take the Lead. Fátt pirrar Íslendinga jafn mikið og sumarveðrið sem nú ríkir hér á landi. Rigning, rok og kuldi hafa leikið um landann að undanförnu og er þetta farið að hafa veruleg áhrif á þjóðarsálina. Fréttablaðið fór á stúfana og fann nokkur atriði sem gætu létt okkur lífið á þessum síðustu og verstu. Sumarið er tíminn... ■ Breyttu til á heimili þínu: Í stað þess að liggja úti í beði og reyta arfa getur þú núna endur- raðað öllu inni á heimilinu. Mál- aðu öll herbergi hvít til að ná fram birtu og keyptu þér potta- plöntur til að fá smá gróður. Sumarið kemur að innan en ekki að utan. ■ Sólarlandaferðir: Allir ættingjarnir hafa verið að býsnast yfir þeirri vitleysu þinni að fara til útlanda um hásumar. Þú varst hins vegar sniðugri en allir aðrir og ert á leiðinni til Spánar að drekka sangría í ermalausum bol. ■ Yfirhöfnin: Flíkin sem þú keyptir þér fyrir morðfjár í vetur nýtist þér miklu lengur og því er um töluverðan sparn- að að ræða þegar svona viðrar. Ekki er verra að þú getur einnig sett upp húfuna en sumarklipp- ingin er ekki alveg að halda á þér hita um þessar mundir. ■ Heitir drykkir: Loksins er komið kærkomið tækifæri fyrir þá sem vilja prófa sig aðeins áfram í heit- um drykkj- um. Ná sér í kakó og bragðbæta það jafnvel með smá brjóstbirtu. Hver getur sagt nei við írsku kaffi á gráum sumardegi? ■ HM í Þýskalandi: Nú þarf enginn að hafa sam- viskubit yfir því að horfa á heimsmeistarakeppn- ina í sjónvarpinu. Ekki hægt að fara í göngutúra eða mála húsið og því ekkert annað í stöðunni en að koma sér vel fyrir í sófanum með allri fjöl- skyldunni og útskýra fyrir henni rangstöðu- regluna og þar fram eftir götunum. Fjölskyldan getur jafnvel valið sér lið, farið í næstu íþrótta- verslun og keypt bún- inga á alla. ■ Sumarbústaðaferð: Fátt er jafn rómantískt og róandi eins og ferð upp í sumarbústaðinn með fjölskyldunni. Kveikja á kertum, setja rólega djasstónlist á og grilla á pallinum enda ættu nokkrir dropar ekki að pirra grillarann. Þjóðarráð væri síðan að láta renna í heita pottinn og njóta þess að horfa á stjörnurnar fjarri borgarljósunum. „Já, þetta hlýtur að vera í tísku fyrst maður er með þetta,“ segir fótboltamaðurinn Gylfi Einarsson og hlær. Hann og Grétar Rafn Steinsson voru gestir í fótbolta- þættinum 4-4-2 í byrjun vikunnar og margir áhorfendur tóku eftir stórum armbandsúrum sem þeir félagar báru. Gylfi kippti sér ekki mikið upp við þetta þegar Frétta- blaðið ræddi við hann í gær, var að slappa af uppi í sumarbú- stað og bjóst ekki við að fólk hefði tekið eftir armbandsúri sínu í þættinum. Hann hélt þó að þeir Grétar gengju með svipaðar týpur. „Þetta úr heitir U-Boat og ég fékk það hjá félaga mínum í liðinu,“ segir Gylfi og á þar við Leeds Unit- ed, félagið sem hann leikur með í ensku knattspyrnunni. „Hann er með umboð fyrir þessi úr á Norður- löndunum en ég hef ekki enn séð þau hér á landi. Ég var nú einmitt að spá í að fara að flytja þau inn til Íslands sjálfur,“ segir Gylfi Einars- son knattspyrnumaður. Stór úr í tísku í boltanum GRÉTAR RAFN STEINSSON Með U-Boat úr af svipaðri gerð og Gylfi skartar. Það virðist ljóst hvaða úr verða heitust í sumar. GYLFI EINARSSON Þetta glæsilega armbandsúr hans heitir U-Boat og virðist ekki fást á Íslandi. Áhugasamir þurfa þó ekki að örvænta því Gylfi íhugar að flytja úrin inn til Íslands.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.