Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.06.2006, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 15.06.2006, Qupperneq 80
 15. júní 2006 FIMMTUDAGUR56 Ármúla 11 - sími 568-1500 Lónsbakka - sími 461-1070 Handsláttuvélar Bumbubaninn víðfrægi www.sturta.is allan sólarhringinn! Sími: 565-5566R e yk ja ví ku rv e g u r 6 4 , H af n ar fj ö rð u r. Flott flæði… … fy ri r b æ ð i HANDBOLTI Íslandsmeistarar Fram munu taka þátt í Meistaradeild Evrópu í handbolta á næstu leik- tíð. Fram þurfa ekki að fara í umspil eins og íslensk lið hafa jafnan gert vegna góðs árangurs íslenskra liða á undanförnum árum. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt lið fær þáttökurétt beint inn í riðlakeppnina. Alls eru átta riðlar í Meistara- deildinni og fjögur lið í hverjum riðli. 24 lið fá sæti án umspils í riðlakeppninni, og sextán lið berj- ast um þau átta sæti sem eftir eru. Dregið verður í riðla í Meist- aradeildinni þann 29. júlí í höfuð- stöðvum Ólafs Stefánssonar og félögum hans hjá Ciudad Real, ríkjandi Evrópumeistara. Fyrstu leikirnir í riðlakeppn- inni fara fram dagana 30. sept- ember til 1. október og sjötta og síðasta umferðin í riðlakeppninni fer fram 11.-12. nóvember. Tvö lið úr hverjum riðli komast svo í fjórðu umferðina, þar sem sex- tán lið kljást um átta sæti. Hin átta liðin fá þátttökurétt í öðrum Evrópukeppnum. - hþh ÞAU 23 LIÐ SEM EIGA FAST SÆTI Í MEISTARADEILDINNI AUK FRAM 1. BM CIUDAD REAL SPÁNN 2. FC BARCELONA-CIFEC SPÁNN 3. RK CELJE LASKO SLÓVENÍA 4. THW KIEL ÞÝSKALAND 5. MKB VESZPREM UNGVERJALAND 6. MONTPELLIER HB FRAKKLAND 7. HC ZAGREB KRÓATÍA 8. KOLDING IF DANMÖRK 9. PORTLAND SAN ANTONIO SPÁNN 10. RK GOLD CLUB SLÓVENÍA 11. FLENSBURG ÞÝSKALAND 12. PICK SZEGED UNGVERJALAND 13. CHAMBERY HB FRAKKLAND 14. GOG SVENDBORG TGI DANMÖRK 15. GUMMERSBACH ÞÝSKALAND 16. CHEHOVSKI MEDVEDI RÚSSLAND 17. HAMMARBY IF SVÍÞJÓÐ 18. PORTOVIK YUZHNY ÚKRAÍNA 19. KADETTEN SCHAFFHAUSEN SVISS 20. HC BANIK KARVINA TÉKKLAND 21. POVASZKA BYSTRICA SLÓVAKÍA 22. WISLA PLOCK PÓLLAND 23. LIÐ FRÁ SPÁNI SEM EHF VELUR Íslandsmeistarar Fram spila í Meistaradeild Evrópu í handbolta á næstu leiktíð: Sleppa við umspil og fara beint inn í riðlakeppnina ÍSLANDSMEISTARATITLINUM FAGNAÐ Sverrir Björnsson og Þorri B. Gunnarsson með Íslandsmeistaratitilinn á milli sín. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓMAR NBA Dwyane Wade, sem margoft er ranglega kallaður Dwayne, bjargaði Miami Heat einn síns liðs frá því að tapa á niðurlægjandi hátt fyrir Dallas Mavericks í úrslitum NBA-körfuboltans í fyrrinótt. Miami marði 98-96 sigur á heimavelli sínum og breytti stöð- unni í einvíginu þar með í 2-1, en einvígið hefði svo gott sem verið búið ef Dallas hefði komist í 3-0. Þetta var fyrsti leikurinn af þrem- ur sem fram fara í Flórída. Texas-liðið var sterkari aðilinn lengst af í leiknum og hafði meðal annars þrettán stigum yfir í fjórða og síðasta leikhlutanum. Þá tók hinn magnaði Wade til sinna ráða og raðaði niður körfunum. Hann skoraði 42 stig í leiknum og hirti þrettán fráköst fyrir Miami en Þjóðverjinn Dirk Nowitzki hafði tækifæri til að jafna leikinn í lokin. Hann klikkaði á vítaskoti á ögurstundu og mistókst að jafna leikinn á meðan Shaquille O´Neal fór skyndilega að hitta úr sínum, ótrúlegt en satt. Staðan í einvíginu breyttist þar með á svipstundu. Frá því að vera 3-0 undir, niðurlútir og í sárum, er staðan nú 2-1 og leikmenn Miami eflaust fullir sjálfstrausts eftir ævintýralegan sigur. Næstu tveir leiki fara svo fram í Miami en ef liðið ætlar sér að fara með 3-2 forystu aftur til Dall- as verður það að spila betur en í fyrrinótt og getur ekki treyst um of á Wade, sem verður að fá meiri hjálp frá félögum sínum í liðinu eins og Shaquille O´Neal, sem getur betur en hann hefur sýnt í fyrstu leikjunum. - hþh Miami Heat hélt lífi í úrslitum NBA með dramatískum sigri á Dallas í fyrrinótt: Dwyane Wade bjargaði Miami Heat á ævintýralegan hátt MAÐUR LEIKSINS Dwyane Wade gat heldur betur leyft sér að munda byssurnar eftir leik- inn gegn Dallas í fyrrnótt. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Andreas Isaksson mun snúa aftur í markið hjá sænska landsliðinu fyrir viðureignina gegn Paragvæ í kvöld. Þessi mark- vörður hjá Rennes í Svíþjóð lék ekki með gegn Trínidad og Tóbagó á laugardaginn vegna þess að hann fékk heilahristing á æfingu eftir þrumuskot Kim Källström. Læknalið sænska liðsins hefur fylgst grannt með líðan hans að undanförnu og er hann orðinn heill heilsu. Þrátt fyrir að Rami Shaaban hafi ekki gert nein mistök í leikn- um um síðustu helgi mun Isaksson að öllum líkindum endurheimta sæti sitt. - egm Svíþjóð mætir Paragvæ: Isaksson aftur í markið ÞRUMUSKOT Hér sést þegar Isaksson fékk skotið frá Källström í höfuðið. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Robert Kovac segir að það engin hætta hafi stafað af Ronaldo þegar Brasilía og Króatía gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik sínum á HM í fyrradag. Króatinn sterki gaf lítið fyrir Ronaldo, sem virðist ekki vera í góðu formi um þessar mundir. „Ég veit ekki hvað kom fyrir hann. Ronaldo hljóp ekkert og var bara fyrir framan okkur, hann hlýt- ur að hafa verið þreyttur þar sem hann snerti varla boltann í leikn- um. Það gerði okkur mjög auðvelt fyrir. Ég hef spilað á móti honum áður og það var mjög erfitt en hann virtist heillum horfinn í leiknum,“ sagði Kovac. „Ég vil gjarnan sjá tölfræði yfir það hversu langt hann hljóp. Hann tók þrjá eða fjóra tíu metra spretti eða svo,“ sagði Joe Didulica, vara- markmaður Króata af bekknum en þrátt fyrir allt hefur Ronaldo verið lofað sæti í byrjunarliðinu í næsta leik. - hþh Króatinn Robert Kovac hefur ekki mikið álit á Ronaldo: Hvað kom fyrir Ronaldo? EKKERT MÁL Kovac átti ekki í neinum vand- ræðum með arfaslakan Ronaldo í leiknum í fyrradag. NORDICPHOTOS/AFP GOLF Tiger Woods er mættur aftur eftir níu vikna hvíld frá golfi sem hann notaði til að jafna sig á and- láti föður síns. Woods hefur ekki keppt á neinu móti síðan á Mast- ers en faðir hans lést skömmu síðar. Opna bandaríska meistara- mótið fer fram um helgina og byrjar í dag og Woods segist vera tilbúinn í slaginn á ný. „Ég er kominn hingað til þess að vinna þetta mót og mun gefa allt sem ég á til að sigra. Faðir minn hefði viljað það. Það hefur verið erfitt að byrja aftur en marg- ar af mínum bestu minningum af föður mínum eru tengdar golfvell- inum,“ sagði Tiger á blaðamanna- fundi í gær en hann játaði af hafa ekki snert kylfu í heilan mánuð. „Þegar maður tekur sér langt frá þarf maður að byrja á að æfa grunnatriðin aftur til að fá tilfinn- inguna. Það var erfiðara en ég átti von á að byrja aftur að spila.“ Þrátt fyrir að hafa ekki spilað í níu vikur er Woods samkvæmt veðbönkum líklegastur til að sigra. - hbg Tiger Woods: Snýr aftur á völlinn TIGER WOODS Tekur þátt í US Open. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.