Fréttablaðið - 17.06.2006, Side 16
17. júní 2006 LAUGARDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir,
Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24,
105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar
PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
N† VÖRU- OG fiJÓNUSTU-
SKRÁ Á VISIR.IS/ALLT
... sem flig vantar í
n‡ja húsnæ›i›
Mest lesna viðskiptablaðið
AUGLÝSINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA
Sa
m
kv
æ
m
t
fj
ö
lm
ið
la
kö
n
n
u
n
G
al
lu
p
o
kt
ó
b
er
2
00
5.
Samkvæmt þjóðskrá eru Alþýðu-
bandalag og Alþýðuflokkur ennþá
til þótt stjórnmálaflokkarnir sem
gegndu þessum nöfnum séu löngu
horfnir yfir móðuna miklu. Þessar
gamalgrónu alþýðuhreyfingar
hafa umbreyst í eignarhaldsfélög
sem stofnuð voru utan um eignir
og skuldir flokkanna sálugu til
þess að Samfylkingin gæti hafið
ævi sína óspjölluð í fjármálum.
Það getur hent bestu flokka að
daga uppi og verða að eignarhalds-
félagi.
Á hinn bóginn er það nýjung að
flokkur umbreyti sér í eignar-
haldsfélag samhliða því að hann
heldur stjórnmálastarfi áfram,
tekur þátt í kosningum, á fulltrúa
á þingi og jafnvel í ríkisstjórn líka.
En sú þróun virðist eiga sér stað
þessa dagana varðandi Framsókn-
arflokkinn. Flokkurinn sem eitt
sinn hét þessu nafni virðist vera
að gufa upp, en í staðinn er komið
eignarhaldsfélagið Exbé, sem
snýst ekki um stjórnmálastarf
heldur hagsmunagæslu fyrir eign-
ir og ítök flokksins.
Þessu til sönnunar er tilhlýði-
legt að nefna nokkur dæmi og
byrja á þeim einföldustu. Í fyrsta
lagi er stjórnmálaflokkur banda-
lag fólks sem deilir sameiginleg-
um hugsjónum eða í það minnsta
skoðunum. Það liggur því í hlutar-
ins eðli að stjórnmálaflokkar
manna stöður og þingsæti með
fólki sem hefur tekið virkan þátt í
starfi flokksins, en ekki aðkeyptu
vinnuafli utan úr bæ. Öðru máli
gegnir um eignarhaldsfélagið
Exbé. Það er eins og hvert annað
knattspyrnufélag sem getur feng-
ið til liðs við sig leikmenn úr
öðrum liðum (t.d. Hjálmar Árna-
son eða Kristinn H. Gunnarsson)
eða efnilega unga leikmenn úr
utandeildarfélögum (t.d. Björn
Inga Hrafnsson eða Steingrím S.
Ólafsson).
Í öðru lagi er það eðli stjórn-
málaflokka að ákveðin festa ríkir í
hugsjónum þeirra, jafnvel þegar
þeir bregðast við nýjum aðstæð-
um. Öðru máli gegnir um eignar-
haldsfélög sem geta ákveðið að
selja öll hlutabréf sín í tilteknum
bissness og fjárfesta í einhverju
allt öðru. Áratugum saman var
Framsóknarflokkurinn til dæmis
þjóðlegur flokkur sem stóð dyggan
vörð um íslenskan landbúnað.
Einnig var til flokkur sem vildi
ganga í Evrópusambandið og hafa
álver í hverjum firði. Það var
Alþýðuflokkur Jóns Baldvins
Hannibalssonar og Jóns Sigurðs-
sonar. Eignarhaldsfélagið Exbé
hikar ekki við að varpa 90 ára arf-
leifð Framsóknarflokksins fyrir
róða og leggur nú allt kapp á að
sölsa undir sig reytur gamla
Alþýðuflokksins. Jafnframt van-
rækir það sín hefðbundnu for-
gangsmál sem eru falin lítt metn-
um einstaklingum innan flokksins,
mönnum eins og Guðna Ágústs-
syni, sem ekki hefur til þess verið
treyst fyrir öðru en landbúnaðar-
ráðuneytinu.
Skýrasta dæmið um það
hvernig Framsóknarflokkurinn
hefur umbreyst og er nú orðinn að
eignarhaldsfélagi er þó það sem
gerðist þegar formaður flokksins,
Halldór Ásgrímsson, ákvað að
víkja úr sæti. Í stjórnmálaflokki
myndi umræðan um arftaka Hall-
dórs þegar í stað hafa beinst að
því hver ætti mest pólitískt bak-
land. Er það Guðni sem talsmaður
hefðbundinna dreifbýlissjónar-
miða eða vill unga fólkið á mölinni
kannski fremur veðja á Siv?
Hverjum gekk best í seinustu
kosningum, hver hefur mestan
styrk í sínu kjördæmi o.s.frv.? Í
eignarhaldsfélaginu Exbé gerðist
ekkert slíkt. Þess í stað er leitað til
hluthafanna, mannanna sem reka
digra sjóði flokksins. Fyrsti val-
kostur Halldórs var sjálfur kjöl-
festufjárfestir eignarhaldsfélags-
ins, Finnur Ingólfsson. Af
einhverjum ástæðum fékkst Finn-
ur ekki til þess, en þá var leitað til
Jóns Sigurðssonar seðlabanka-
stjóra, manns sem aldrei hefur
setið á þingi og á sér þar af leið-
andi ekkert pólitískt bakland. Í
hópi hluthafa eignarhaldsfélags-
ins Exbé er hann hins vegar lykil-
maður. Eins og hann hefur sjálfur
verið óragur við að benda á, þá
hefur hann iðulega tekið að sér
mikilvæg verkefni í helminga-
skiptum eignarhaldsfélagsins við
aðrar valdaklíkur, mannað hina og
þessa bitlinga sem flokknum hafa
stoðið til boða. Val á slíkum manni
sem ráðherra hlýtur að vekja
furðu þeirra sem líta ennþá á Exbé
sem stjórnmálaflokk. Það er hins
vegar fullkomlega rökrétt ef við
horfumst í augu við það að Exbé
er ekki flokkur heldur bandalag
um eignir og hagsmuni.
Þannig verður líka framganga
oddvita Exbé-listans í Reykjavík
skiljanlegri, mannsins sem sat
sallarólegur við hlið nýs borgar-
stjóra nú á dögunum og hlustaði á
hann skammast út í fyrrverandi
meirihluta sem þó sat einnig í
skjóli eignarhaldsfélagsins. Eignar-
haldsfélagið Exbé er einfaldlega
búið að selja hlutabréf sín í félags-
hyggjunni og hefur þess í stað
fjárfest í mislægum gatnamótum
og einkavæðingu almannaþjónust-
unnar. Með því er hann ekki að
svíkja neina stefnu. Eignarhalds-
félög hafa nefnilega ekki aðra
stefnu en þá að hámarka gróða
fjárfestanna.
Eignarhaldsfélagið Exbé
Í DAG
FRAMSÓKNAR-
FLOKKURINN
SVERRIR
JAKOBSSON
Framsóknarflokkurinn virðist
vera að gufa upp, en í staðinn
er komið eignarhaldsfélagið
Exbé, sem snýst ekki um
stjórnmálastarf heldur hags-
munagæslu fyrir eignir og ítök
flokksins.
Þjóðhátíðardagur Íslendinga er í dag og hann er hátíðlegur haldinn um land allt í tilefni af lýðveldisstofnuninni á Þing-völlum árið 1944. Lýðveldið íslenska er því ungt að árum,
miðað við mörg önnur ríki, og það er kannski þess vegna sem við
skiljum betur en margar aðrar þjóðir hvað í því felst að hljóta
fullkomið sjálfstæði. Við skiljum betur aðrar þjóðir í sjálfstæðis-
baráttu þeirra eins og dæmin sanna og er þar ekki síst að minn-
ast baráttu Eystrasaltsríkjanna fyrir sjálfstæði sínu. Á dögun-
um sýndum við líka hug okkar í verki til þess lands sem síðast
hlaut sjálfstæði - Svartfjallalands. Íbúar þess hafa háð áralanga
baráttu fyrir sjálfstæði sínu og eru þeir síðustu í fyrrum Júgó-
slavíu til að hljóta sjálfstæði. Viðurkenning okkar á sjálfstæði
Svartfellinga hefur vakið verðuga athygli þar í landi og nú er
það okkar að fylgja viðurkenningunni eftir og rækta sambandið
við þetta nýlýðfrjálsa land.
En það er ekki aðeins hér á landi sem Íslendingar halda upp á
þjóðhátíðardaginn, því víða erlendis þar sem Íslendingar búa er
þetta einn mesti sameiginlegi hátíðisdagur þeirra. Hans er þá
minnst með ýmsum hætti á sjálfan þjóðhátíðardaginn eða næsta
frídag á eftir. Íslendingar koma þá saman með íslenska fána og
treysta böndin hver við annan. Íslensk sendiráð eru þá gjarnan
opin fyrir gestum og gangandi og þangað koma framámenn við-
komandi landa, bæði úr opinbera geiranum og svo líka þeir sem
eiga samskipti við Ísland og Íslendinga á sviði viðskipta og menn-
ingar. Þá koma oft hingað til lands í tengslum við þjóðhátíðardag-
inn sendimenn erlendra ríkja sem ekki hafa fasta búsetu hér. Allt
þetta minnir á okkur og tilveru þessa 300 þúsund manna sjálf-
stæða ríkis með eigið tungumál sem á síðustu misserum hefur
látið æ meira að sér kveða á erlendum vettvangi. Tilvera okkar
vekur sífellt meiri athygli á alþjóðavettvangi og fleiri og fleiri
beina sjónum sínum að okkur. Þetta á að hvetja okkur til þess að
halda fast í það sem íslenskt er og varðveita eftir mætti, ekki
aðeins tungumálið, sem er eitt af því dýrmætasta sem við eigum,
heldur þjóðarauðinn og ekki síst náttúruna sem við búum við.
Þjóðhátíðardagurinn á að verða til þess að við hugum að upp-
runa okkar og rótum og við eigum að minna ungu kynslóðina á
lýðveldisstofnunina, því senn fer að fenna í spor þeirra sem upp-
lifðu hana rigningardaginn á Þingvöllum árið 1944. Þá voru við-
sjár í heiminum. Bandaríkjamenn höfðu komið auga á mikil-
væga landfræðilega stöðu landsins og voru fljótir til að
viðurkenna sjálfstæði okkar. Allt fram á þennan dag hafa verið
sterk bönd á milli þessara tveggja þjóða, en nú bendir ýmislegt
til þess að eitthvað slakni á þeim böndum vegna þess að sam-
band þeirra verður ekki eins náið og áður, ef fram fer sem horf-
ir varðandi varnarsamstarfið.
Það verða nýir fulltrúar sem minnast þjóðhetjunnar Jóns Sig-
urðssonar í höfuðborginni í dag, þegar nýkjörinn forseti borgar-
stjórnar leggur blómsveig á leiði hans í kirkjugarðinum við
Suðurgötu og nýorðinn forsætisráðherra flytur ávarp við hátíðar-
höldin á Austurvelli. Þannig verður það líka víðar á landinu, þar
sem nýir valdhafar hafa tekið við eftir sveitarstjórnarkosning-
arnar í síðsta mánuði. Allir þessir valdhafar ættu að hafa í huga
það sem sagt hefur verið um Jón Sigurðsson sem fæddist á
Hrafnseyri við Arnarfjörð fyrir 195 árum, en það er að hann hafi
verið alinn upp við iðjusemi, nákvæmni og hirðusemi og kennt
að bjarga sér sjálfur. Þetta er maðurinn sem með réttu hefur
verið nefndur: „Óskabarn Íslands, sómi þess, sverð og skjöld-
ur.“
Okkur ber skylda til að halda minningu hans á lofti, ekki síst
með því að hlúa að fæðingarstað hans og hvetja til uppfræðslu
um hann - störf hans og stefnu. Þetta eigum við að hafa í huga á
þjóðhátíðardaginn, því hann er miklu meira en fánar og
blöðrur.
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
17. júní
Flokksbindin
Ráðherrar mættu auðvitað í sínu fínasta
pússi á ríkisráðsfundinn á fimmtudag-
inn. Það hefur löngum verið venja að
stjórnmálamenn klæðist litum sinna
flokka eins og þekkist hjá klíkum víða
um heim. Valgerður Sverrisdóttir bar
af í flottri grænni dragt og var auðvitað
glæsileg. Magnús Stefánsson og Jón
Sigurðsson voru með fagurgræn bindi.
Þá mátti sjá Sturlu Böðvarsson,
Árna M. Mathiesen, Geir H.
Haarde og Björn Bjarnason
með blá bindi. Svo virðist sem
aðrir ráðherrar hafi ekki klætt sig
sérstaklega í litum sinna flokka
við þetta tilefni.
Jómfrúarræðan
Fimm ráðherrar mættu til
starfa í nýjum ráðuneytum
í gær. Heilsuðu þeir upp á
nánasta samstarfsfólk áður en haldið
var á fyrsta ríkisstjórnarfundinn sem
Geir H. Haarde stýrði. Í dag flytur hann
sína fyrstu ræðu sem forsætisráðherra
á Austurvelli í tilefni af þjóðhátíðardeg-
inum. Verður án efa hlustað af athygli
á ræðu Geirs með það fyrir augum að
kortleggja áherslumál ríkisstjórnarinnar
undir hans forsæti. Hann hefur þó ekki
fengið mikinn tíma til að undirbúa ræð-
una vegna anna síðustu daga. Á meðan
nýrri ríkisstjórn var púslað saman
komst skriður á kjaraviðræður með
innkomu ríkisvaldsins. Í gærmorgun
ræddi forsætisráðherra svo við
framkvæmdastjóra Nató
ásamt Valgerði Sverris-
dóttur utanríkisráð-
herra. Þetta eru líka
tvö af hinum stóru
viðfangsefnum nýrrar
ríkisstjórnar.
Aðstoðarmenn
Kópavogsbúinn Jón Kristinn Snæhólm
hefur verið nýjum borgarstjóra Reyk-
víkinga, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, til
halds og trausts undanfarnar vikur. Fyrir
kosningar var hann ráðinn á skrifstofu
Sjálfstæðisflokksins til að aðstoða Vil-
hjálm í baráttunni. Hann var í kringum
borgarstjórann þegar nýr meirihluti í
Reykjavík var myndaður. Svo mátti
sjá hann í sal borgarstjórnar
á fyrsta fundinum á þriðju-
daginn. Hefur þetta orðið til
þess að margir reikna með
að Jón Kristinn, sem hefur
verið tíður gestur á Hrafna-
þingi Ingva Hrafns Jónssonar
á NFS, verði sérstakur
aðstoðarmaður borgar-
stjóra í Ráðhúsinu.
bjorgvin@frettabladid.is