Fréttablaðið - 17.06.2006, Side 24
17. júní 2006 LAUGARDAGUR24
timamot@frettabladid.is
Innilegar þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur hlýhug og sendu
samúðarkveðjur við andlát elskulegrar
eiginkonu og móður okkar,
Margrétar Einarsdóttur
Maddý, Barðastöðum 7.
Af öllu hjarta þökkum við öllum þeim sem voru við
útför hennar 9. júní sl. og kunnum við ykkur
öllum bestu þakkir fyrir virðingu og yndislegt
viðmót. Kærar kveðjur færum við starfsfólki og
Kjartani Magnússyni lækni á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi fyrir ómetanlegan tíma og frábæra umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Jón Árnason
Ásta Gunnarsdóttir Oddur Halldórsson
Jóna Gunnarsdóttir
Valdís Gunnarsdóttir
Eyrún Gunnarsdóttir
Trausti Kristjánsson Therese Grahn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
Þorleifur Jónsson (Bói)
Vallarbarði 3, Hafnarfirði,
andaðist 15. júní á gjörgæsludeild LSH í Fossvogi.
Útförin verður auglýst síðar.
Jón Þorleifsson Sigrún Pálsdóttir
Gunnar Árni Þorleifsson Theodóra Sif Pétursdóttir
Sigurður Unnar Þorleifsson Ingibjörg Aðalsteinsdóttir
Kolbrún Þorleifsdóttir Harry Samúel Herlufsen
Símon Þorleifsson Dorthe Möller Thorleifsson
Harpa Þorleifsdóttir Gestur Már Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Sautjándi júní er fyrir margar sakir
merkilegur dagur. Áður en lýðveldið
var stofnað var hann stundum valinn
fyrir stór tímamót, eins og árið 1941
þegar Sveinn Björnsson var kjörinn
ríkisstjóri Íslands. Sveinn tók þar við
skyldum Danakonungs eftir að Dan-
mörk hafði verið hertekin af Þjóðverj-
um.
„Embætti og verksvið ríkisstjóra
var formlega eins og konungs með
sömu skyldum og sama valdi,“ segir
Helgi Skúli Kjartansson, prófessor við
Kennaraháskóla Íslands. Hann segir
að þó hafi orðið breyting á hlutverki
þjóðhöfðingjans því Sveinn Björnsson
hafi verið innlendur stjórnmálamaður
sem beitti sér meira en konungur hefði
nokkurn tíma gert. „Sérstaklega átti
þetta við um stjórnarmyndanir, ekki
bara myndaði hann einu utanþings-
stjórn Íslandssögunnar heldur var
hann miklu virkari leiðtogi við aðrar
stjórnarmyndanir en konungur hafði
verið áður.“
Sveinn Björnsson gegndi embætti
ríkisstjóra í slétt þrjú ár og var kjörinn
forseti lýðveldisins þennan sama dag
árið 1944. Að sögn Helga urðu engar
skyndilegar breytingar á stjórnun
Sveins þegar hann skipti um embætti.
„Hann þokaðist kannski í þá áttina að
beita sér ekki jafn ákveðið gagnvart
stjórnmálaforingjunum. En það gerð-
ist ekkert sérstaklega við það að hann
tók við forsetaembættinu.“
Helgi segir enga tilviljun hafa
ráðið því að sautjándi júní var valinn
fyrir ríkisstjórakjörið. „Afmælisdag-
ur Jóns Sigurðssonar hafði áður verið
valinn fyrir hátíðleg tilefni, til dæmis
fyrir stofnun Háskóla Íslands árið
1911. Hann var ekki orðinn formlegur
þjóðhátíðardagur, en í Reykjavík voru
alltaf hátíðahöld, skrúðganga íþrótta-
manna, íþróttamót, og stúdentar
útskrifaðir frá Menntaskólanum. Árið
1941 var 17. júní síðasti starfsdagur
Alþingis. Kjör ríkisstjóra fór fram á
sérstökum hátíðarfundi að viðstödd-
um boðsgestum, og síðan var athöfn
við leiði Jóns Sigurðssonar áður en
nýkjörinn ríkisstjóri sleit Alþingi.“
SAUTJÁNDI JÚNÍ: 65 ÁR FRÁ KJÖRI RÍKISSTJÓRA
Ekki formleg þjóðhátíð
SVEINN BJÖRNSSON RÍKISSTJÓRI ÁSAMT GÍSLA SVEINSSYNI, FORSETA ALÞINGIS Myndin er tekin að morgni 17. júní 1944, daginn sem þriggja ára ríkisstjóra-
tímabili Sveins lauk og hann varð forseti lýðveldisins. FRÉTTABLAÐIÐ/ÚR MYNDASAFNI
MERKISATBURÐIR
1886 Afmælis Jóns Sigurðssonar
er minnst í fyrsta sinn.
1911 Háskóli Íslands er settur.
1918 Loftskeytastöðin á Melun-
um í Reykjavík er tekin í
notkun.
1940 Háskólabyggingin við Suð-
urgötu í Reykjavík er vígð.
1944 Stofnun íslenska lýðveld-
isins er formlega lýst yfir
á þingfundi á Lögbergi á
Þingvöllum.
1980 Ísbjarnarblús, fyrsta plata
Bubba, kemur út.
1994 Fimmtíu ára afmælis
lýðveldisins er minnst á
Þingvöllum.
2000 Þjóðhátíðarskjálftinn. Þetta
var sterkasti skjálfti hér á
landi í 88 ár.
THOMAS KUHN (1922-1996)
LÉST ÞENNAN DAG.
„Bæði beint og óbeint
hefur maður sem er
orðinn vanur að finna
upp linsur gengist undir
byltingarkenndar
breytingar á sjóninni.“
Bandaríski fræðimaðurinn
Thomas Kuhn skrifaði mikið um
heimspekina sem liggur að baki
vísindunum.
Aðaldansari rússneska Kirov-ball-
ettsins, Rudolf Nureyev, braust úr
öryggisgæslu rússneska sendiráðsins á
flugvelli í París þennan dag árið 1961
og bað um hæli í Frakklandi. Hinn 23
ára dansari hljóp í gegnum öryggishlið
og hrópaði, „ég vil vera frjáls“.
Talið er að tveir rússneskir öryggis-
verðir hafi komið á tal við Nureyev,
sem var á leið til London á þessum
tíma ásamt Kirov-balletthópnum. Þeir
eiga að hafa sagt honum að hann
ætti að fljúga aftur heim til Rússlands
í stað þess að fylgja hópnum til
Englands. Þegar þeir ætluðu að fylgja
honum að vélinni lagði Nureyev á
flótta.
Honum var þegar í stað veitt bráða-
birgðahæli og á innan við viku frá
brotthlaupinu var hann kominn á
samning í París. Hann sneri aldrei
aftur til Rússlands heldur settist að
á Vesturlöndum og varð heims-
frægur. Hann er af mörgum álitinn
besti karlballettdansari tuttugustu
aldarinnar.
Á áttunda áratugnum kom Nureyev
fram í nokkrum kvikmyndum og
árið 1983 var hann ráðinn stjórnandi
Óperuballettsins í París.
Nureyev lést í janúar 1993 úr
alnæmistengdum sjúkdómi. Að eigin
ósk var hann grafinn í rússneska
kirkjugarðinum í nágrenni Parísar.
ÞETTA GERÐIST: 17. JÚNÍ 1961
Rússneskur ballettdansari leitar hælis
RUDOLF NUREYEV
BÝFLUGAN LIFIR GÓÐU LÍFI Þessi
bandaríska býfluga gerir sig líklega
til að byrja góða máltíð í safaríku
blómi. Stofnsystur hennar hérlendis
eru ekki eins heppnar með tíðar-
farið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Alþjóðadagur flóttamanna
er haldinn um allan heim
hinn 20. júní. Í dag, 17. júní,
munu Rauði kross Íslands
og Flóttamannastofnun
Sameinuðu þjóðanna halda
sameiginlega upp á alþjóða-
daginn. Þykir vel við hæfi
að nota þjóðhátíðardaginn
til að vekja athygli á mál-
efnum flóttamanna og
hælisleitenda hérlendis
sem vegna stríðsátaka,
ofsókna eða ofbeldis hafa
neyðst til að yfirgefa heim-
ili sín, fjölskyldu og ætt-
jörð.
Vilja Rauði krossinn og
Flóttamannastofnun Sam-
einuðu þjóðanna halda á
lofti þeirri staðreynd að
flóttamenn eru ekki aðeins
fórnarlömb, heldur koma
með mikinn mannauð og
lífga upp á menningu þeirra
landa þar sem þeir setjast
að. Fulltrúi Flóttamanna-
stofnunar Sameinuðu
þjóðanna, Kristina
Rodriguez, er stödd hér á
landi í tilefni þess að dag-
urinn er haldinn hátíðlegur
hér í fyrsta sinn og mun
hún kynna starfsemi stofn-
unarinnar.
Boðið verður upp á ljós-
myndasýningu, leiki og
fræðsluefni í sérstöku
tjaldi í Mæðragarðinum í
Lækjargötu milli klukkan
14 og 18 í dag.
Flóttamenn á 17. júní
ÚR FLÓTTAMANNABÚÐUM Í SÚDAN Um allan heim neyðist fólk til að yfir-
gefa heimili sín, fjölskyldu og ættjörð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Í dag eru liðin tólf ár frá því
að samningur um varnir
gegn eyðimerkurmyndun
var samþykktur. Markaði
samningurinn tímamót í
alþjóðlegri umhverfisvernd-
arlöggjöf og er einn þriggja
stórra samninga sem á
rætur sínar að rekja til
umhverfisráðstefnunnar í
Ríó árið 1971. Samningurinn
tók gildi hér á landi árið
1997.
Eyðimerkurmyndun er
vandamál sem er að finna
um gjörvallan heim, ekki
bara í þróunarlöndunum
heldur einnig meðal annars í
Norður-Ameríku og Eyja-
álfu. Talið er að um fimmti
hver jarðarbúi í að minnsta
kosti 110 þjóðlöndum verði
fyrir beinum áhrifum af
stækkunum eyðimarka og
að landsvæði á stærð við
Íslands breytist í eyðimörk
á hverju ári. Eyðimörkunum
fylgir að jafnaði mikill
vatnsskortur og er því mikið
í húfi fyrir jarðarbúa að
snúa þróuninni við.
Í samningnum er lögð
mikil áhersla á þjálfun og
menntun fólksins sem býr
þar sem eyðimerkur mynd-
ast svo það geti tileinkað sér
sjálfbæra nýtingu auðlinda.
Þó er tekið fram að ekki
náist árangur nema til komi
sterkar stofnanir sem séu
studdar af íbúunum.
Heimild: www.land.is
Eyðimerkur um
allan heim
EYÐIMÖRK Í JÓRDANÍU Eyðimerk-
urmyndun er mikið vandamál í
heiminum í dag.
HELGI SKÚLI KJARTANSSON PRÓFESSOR Að sögn
Helga var haldinn sérstakur hátíðarfundur til að
kjósa Svein ríkisstjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI