Fréttablaðið - 17.06.2006, Síða 28
Orðstír Steinunnar
Þórarinsdóttur mynd-
listarkonu hefur vaxið
hratt og spurst út víða
á undanförnum misser-
um. Bergsteinn Sigurðs-
son ræddi við Steinunni
um listir, skemmdir,
peninga og járnsteypu.
Þeir sem áttu leið um Skóla-vörðuholt fyrir ekki svo löngu þekkja til verka Stein-
unnar. Frá 2004 til 2005 stóðu járn-
styttur hennar fyrir framan Hall-
grímskirkju og vöktu óskipta
athygli þar sem þær stóðu og sátu
álútar - að því er sumum fannst -
auðmjúkar eða jafnvel hnípnar.
„Mér finnst þær ekki vera neitt
hnípnar,“ segir Steinunn og hlær.
„Ég held að hver og einn spegli
sjálfan sig í listinni. Sá sem finnst
stytturnar hnípnar er það ábyggi-
lega dálítið sjálfur. Mér finnst þær
vera í íhugun, þær eru að hugsa
sig um og skoða hvaða kostir eru í
stöðunni.“
Brotinn heimur
Á dögunum opnaði Steinunn nýja
sýningu í 101 Gallerí á Hverfis-
götu. Þótt hún sé á svipuðum slóð-
um og á Skólavörðuholtinu fyrir
tveimur árum hvað efnistök snert-
ir hefur þessi sýning yfir sér
dekkra og alvarlegra yfirbragð;
stytturnar eru margar hverjar
limlestar og afskræmdar svo skín
í járnteinana inni í þeim. Steinunn
tekur undir að nýja serían sé vissu-
lega myrkari en undanfari hennar
og það eigi sínar skýringar.
„Hugmyndin kviknaði þegar
það var unnið skemmdarverk á
einni styttunni við Hallgríms-
kirkju og hún brotin. Það kostar
mikil átök að brjóta styttu úr járn-
steypu og það var svo mikill ofsi í
þessu skemmdarverki að mér
fannst það óhugnanlegt í fyrstu,
nánast eins og mér hefði verið
nauðgað. En út frá því kviknaði þó
hugmyndin að nýju seríunni. Mig
langaði að fjalla um þennan brota-
kennda heim sem við búum í, um
heilar manneskjur sem hafa orðið
fyrir hnjaski. Mér tókst því að not-
færa mér eitthvað neikvætt, vinna
vel úr því og breyta því í and-
hverfu sína. Mér finnst æðislegt
þegar það gerist.“
Listin lá beint við
Steinunn kveðst hafa verið list-
hneigð frá barnsaldri - „eins og
börn eru“ - en það var ekki fyrr en
í menntaskóla sem hún stóð
frammi fyrir þeirri spurningu
hvað hún vildi verða. „Listnámið
lá eiginlega beint við án þess að ég
kunni að skýra það. Það kom ekk-
ert annað til greina. Í fjölskyld-
unni voru ekki listamenn en hins
vegar mikið af prestum. Uppeldið
hefur þó ábyggilega haft sitt að
segja því foreldrar mínir og for-
eldrar þeirra voru listfengir og
miklir safnarar. Það var því mikið
listlæsi í fjölskyldunni og ég hef
sjálfsagt ekki farið varhluta af því
frekar en Árni bróðir minn, sem
er rithöfundur.
Úr Menntaskólanum í Reykja-
vík fór Steinunn beinustu leið til
Bretlands í listnám, þar sem hún
dvaldi næstu fimm árin. „Ég fór í
fornám úti sem var óalgengt á
þeim tíma. Flestir fóru fyrst í
Myndlista- og handíðaskólann og
svo út. Holland var líka vinsælasti
áfangastaðurinn fyrir listnema af
minni kynslóð. Ég kem því úr ann-
arri átt en margir listamenn á
mínu reki og að vissu leyti hefur
það hefur sett sinn svip á feril-
inn.“
Frá Bretlandi hélt Steinunn til
Bologna á Ítalíu þar sem hún bjó
næstu misserin. „Þar fékk ég
þessa gömlu nálgun á myndlistina.
Ég skoðaði mikið af rústum og
fornleifum, sem ég hef verið svo
upptekin af síðan og hefur haft
áhrif á verkin mín. Nýju stytturn-
ar draga til dæmis dám af gömlu
klassísku styttunum sem óvina-
herir brutu og skemmdu þegar
þeir réðust á borgirnar þar sem
þær stóðu.“
Bara fengið eina hugmynd
Árið 1980 sneri Steinunn aftur til
Íslands en hún viðurkennir að sér
hafi ekki þótt sérstaklega spenn-
andi að flytja aftur heim frá Ítalíu.
„Ég komst hins vegar fljótlega að
því að það er virkilega gott að vera
hér, svo lengi sem það bjátar ekk-
ert á. Allir listamenn þekkja bar-
áttuna sem fylgir því að koma sér
af stað og halda vinnunni. Ég vann
hin og þessi störf þegar ég var að
byrja, meðal annars á Kleppi. En
ég var mjög heppin því þótt ég
þekkti engan úr minni stétt og
kom úr allt annarri átt var mér
tekið merkilega vel. Myndhöggv-
arafélagið, sem taldi ekki nema
um fimmtán félaga á þeim tíma,
bauð mér inngöngu og ég fann
fljótlega að það er miklu auðveld-
ara að koma hlutunum í verk
hérna heima en erlendis.“
Svo til frá upphafi hefur Stein-
unn gert fígúratív verk enda seg-
ist hún ávallt hafa verið upptekin
af hugleiðingum um mennskuna.
„Ég hef farið krókótta leið en á
heildina litið hef ég alltaf unnið í
sömu átt, það er í átt að hinni
mannlegu nánd. Að því leytinu til
hef ég bara fengið eina hug-
mynd,“ segir hún og hlær.
Næring úr náttúrunni
Andlegur blær setur oftar en ekki
sterkan svip á verk Steinunnar;
stundum virðast stytturnar vera í
tilbeiðslustellingu eða liggja á
bæn. Hún segist þó ekki vera
trúuð en trúin hafi alltaf verið
nálæg í uppeldinu, sem hafi
ábyggilega haft áhrif. „Afi minn,
séra Árni Sigurðsson, var prestur
í Fríkirkjunni og amma vann fyrir
kvenfélag Fríkirkjunnar í marga
áratugi. Ég ber því vissulega taug-
ar til þeirrar kirkju en ég vil ekki
einskorða verk mín við trúar-
brögð; þau fjalla miklu frekar um
tilvist mannsins, sem trúarbrögð-
in eru þó óneitanlega samofin.“
Steinunn sækir mikinn inn-
blástur í náttúruna; hún og eigin-
maður hennar, Jón Ársæll Þórðar-
son sjónvarpsmaður, eiga lítið kot
undir Eyjafjöllum, steinsnar frá
jöklinum, og þangað reynir hún að
fara eins oft og hún kemst. „Ég fæ
myndræna næringu úr náttúr-
unni. Til dæmis tengjast efnin sem
ég nota og áferðin náttúrunni;
ryðgað járn ber í sér meiri jörð, ál
felur í sér himinn eða eitthvað létt
og glerið er gegnsætt og loft-
kennt.“
Hjálpar upp á budduna
Orðstír Steinunnar hefur vaxið
hratt og spurst langt út fyrir land-
steinana og hún sýnir verk sín víða
um heim. „Ég hef sýnt mikið í Ástr-
alíu undanfarið. Ástralir nálgast
verkin mín allt öðruvísi en Íslend-
ingar, þeir eru ekki jafn alvarlegir
og við og það er afskaplega gaman
að upplifa það. Mér hefur gengið
mjög vel þar, til dæmis seldi ég
þekktum safnara stórt verk í fyrra.
Ég var líka á Tvíæringnum í Pek-
ing og er með gallerí í London,
Kaupmannahöfn og í Toronto.“
Spurð hvort listin hafi gert
hana ríka brosir hún kersknislega
og hristir höfuðið. „Ég get ekki
sagt það. Það gengur vissulega
vel, það hleður utan á sig frekar
en hitt og ég hef verið svo lánsöm
að fá stór verkefni sem hjálpa upp
á budduna. En ég er ekki orðin rík
af þessu þó ég kvarti ekki.“
Eitt verk í tveimur löndum
Steinunn er með mörg járn í eld-
inum og í óðaönn við að undirbúa
sýningar í Danmörku, Kanada og
Bandaríkjunum á þessu og næsta
ári. Í næstu viku fer hún til Hull á
Englandi til að vera viðstödd
afhjúpun verks, sem breski sendi-
herrann á Íslandi fékk hana til að
hanna í minningu um breska sjó-
menn sem hurfu í hafið við
Íslandsstrendur. Viku síðar verð-
ur annar hluti sama verks afhjúp-
aður í Vík í Mýrdal, en Steinunn
segist hafa hugsað sér þetta sem
eitt verk í tveimur löndum. Að
þessu verkefni koma margir, til
dæmis íslensk stjórnvöld, breska
utanríkisþjónustan, yfirvöld í
Hull og Vík í Mýrdal auk fyrir-
tækja og einkaaðila.
Að opna nýja glugga
Öllu jöfnu gerir Steinunn það sem
henni sýnist í listsköpun sinni en
henni leiðist síður en svo að vinna
tiltekin verkefni eftir pöntun.
„Það er alltaf skemmtilegt því það
opnar nýjar dyr og glugga að
heimi sem maður þekkir ef til vill
ekki mikið fyrir. Það þarf að beita
sjálfan sig aga og vinna mikla
rannsóknarvinnu fyrir svona
verkefni. Ég fer alltaf á staðinn
þar sem viðkomandi verk á að
standa og kynni mér söguna á bak-
við hann. Það er upp og ofan
hversu mikið af því sem ég sanka
að mér ratar í endanlegu útkom-
una en það liggur alltaf dálítið
ferðalag á bakvið hvert verk, bæði
um landakortið og söguna. Þannig
verður það að vera.“
Steinunn kveðst alltaf hafa
tekið myndlistinni eins og hverju
öðru starfi og er alltaf mætt á
vinnustofuna snemma á morgn-
ana. „Ég vildi gjarnan geta gert
kjörorðin „gríptu daginn“ að
mínum, en það er bæði tímafrekt
og dýrt að steypa styttur svo ég
þarf að horfa langt fram á veginn.
En ég er heppin. Ég ræð mér sjálf
og reyni að fylgja hjartanu í öllu
því sem ég tek mér fyrir hendur,
vera heiðarleg og einlæg. Á meðan
ég get það kvarta ég ekki.“
17. júní 2006 LAUGARDAGUR28
Hvert verk er ferðalag
Það kostar mikil átök
að brjóta styttu úr
járnsteypu og það var
svo mikill ofsi í þessu
skemmdarverki að mér
fannst það óhugnanlegt
í fyrstu, nánast eins og
mér hefði verið nauðgað.
STEINUNN ÞÓRARINSDÓTTIR Eftir að eitt verka hennar var skemmt við Hallgrímskirkju í fyrra kviknaði hugmyndin að seríu um heilar manneskjur sem hafa orðið fyrir hnjaski. Steinunn er
líka undir áhrifum frá rústum og menjum Rómarveldis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Þetta byrjar alltaf á auðu, hvítu
blaði. Þannig vinn ég að hugmynd-
unum til að byrja með og fer um
víðan völl. Mér finnst gott að hafa
úr nógu að velja. Teikningarnar vel
ég með tiltekna sýningu eða stað í
huga. Sonur minn hefur setið fyrir
hjá mér frá því hann var sextán ára.
Hann er 23 ára núna og sjálfur í
listnámi í Kanada.
Afraksturinn er steyptur í gifs,
sem ég vinn mikið með þegar
það er harðnað. Grunnurinn er því
líkami sonar míns, en hefur tekið
talsverðum breytingum í vinnslunni.
Frummyndin tekur yfirleitt lengstan
tíma því ég vinn mikið með málma.
Þegar hún er tilbúin fer ég með
hana í Járnsteypu Héðins, stund-
um í nokkrum hlutum. Þeir búa til
kjarna inn í verkið svo það verði ekki
massívt og síðan er málminum helllt
í mót og látinn storkna.
Þá tekur við mikil eftirvinna, til
dæmis þarf að sjóða í öll göt og
fleira slíkt. Það er afstætt hvað hvert
verk tekur langan tíma, en ekki er
óalgengt að það fari kannski þrír
mánuðir í eina styttu en það getur
jafnvel tekið mun lengri tíma ef ég
bæti við gleri eða öðrum efnum.“
Hvernig verð-
ur stytta til?