Fréttablaðið - 17.06.2006, Side 45

Fréttablaðið - 17.06.2006, Side 45
LAUGARDAGUR 17. júní 2006 29 Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Ris blöðru Það er eðli lofts og vökva að leita í það ástand sem hefur lægsta stöðu- orku. Þungt loft leitar því niður fyrir léttara loft og létta loftið verður ofan á. Loft leitar upp úr vatni vegna þess að vatnið er þyngra en loftið, en einnig mætti segja að vatnið leiti niður fyrir loftið. Olía flýtur á vatni vegna þess að hún er eðlisléttari en vatn- ið. Blöðrur sem eru nógu léttar, til dæmis af því að þær eru fylltar lofttegund sem er eðlisléttari en andrúmsloftið eins og helín, hafa af sömu ástæðu tilhneigingu til að svífa til himins sé þeim ekki haldið niðri. Flotkraftur og þyngdarkraftur Talað er um að flotkraftur eða upp- drif togi hlut í lofti, til dæmis blöðru, upp á við. Flotkrafturinn er afleiðing af því að lofthjúpurinn er í þyngdarsviði og stendur kraftur- inn í réttu hlutfalli við massa þess andrúmslofts sem hluturinn ryður frá sér. Á móti verkar þyngdar- krafturinn sem togar í loftið sem er inni í blöðrunni og jafnframt í blöðruna sjálfa og það sem kann að hanga neðan í henni. Eðlismassi andrúmsloftsins minnkar eftir því sem ofar dregur. Ef létt blaðra breytist ekkert kemur að því að hún nær þeirri hæð að flotkrafturinn vegna lofts- ins sem hún ryður frá sér vegur ekki lengur upp á móti þyngdar- kraftinum. Blaðran fer þá ekki hærra. Þan blöðru og hámarkshæð Þegar blöðrur stíga upp á við dreg- ur úr loftþrýstingi umhverfis þær. Sé efni blöðrunnar teygjanlegt þenst hún út vegna umframþrýst- ings inni í henni. Rúmmál hennar eykst og þrýstingur inni í henni minnkar. Við þanið eykst flotkraft- urinn en þyngdarkrafturinn ekki og blaðran leitar því enn upp á við vegna þansins. Blöðrur sem geta þanist út komast því að öðru jöfnu hærra en þær sem þenjast lítið sem ekkert. Ef blaðran sjálf er massalaus og dregst hvorki saman né þenst út nær hún um 16 kílómetra hæð sé hún fyllt með helíni. Ef gert er ráð fyrir að blaðran sjálf vegi 5 g og sé blásin út í 30 cm að þvermáli nær hún ekki nema helmingi þeirrar hæðar. Sé þessi sama 5 g þunga blaðra þannig gerð að hún geti tvö- faldað þvermál sitt á leiðinni upp næst ekki jafnvægi milli flotkrafts og þyngdarkrafts fyrr en komið er í um 18 km hæð. Ris blöðru og lofthiti Vegi blaðra með þessu þvermáli 15 g stígur hún ekki upp miðað við algengan lofthita á Íslandi í júní- mánuði, sem er um 11°C. Samhengi er milli eðlismassa lofts og lofthita þannig að því kaldara sem er, þeim mun þyngri þarf blaðran að vera til að haldast niðri við jörðu. Flot- krafturinn er með öðrum orðum meiri í köldu lofti en hlýju. Sé loft- hiti 25 stig þarf blaðran og það sem í henni hangir ekki að vega nema rúm 14 g til að haldast niðri við jörðu. Sá sem heldur upp á 17. júní á Suðurskautslandinu í 40 stiga frosti þarf á hinn bóginn að hafa blöðruna um 18 g til að hún svífi ekki út í buskann. Þrýstingsmunur og efni blöðru Venjulegar helínblöðrur, sem eru til dæmis seldar 17. júní, geta ekki þanist mjög mikið. Þegar blaðran stígur upp á við má því ætla að fljótlega myndist verulegur þrýst- ingsmunur milli loftsins í blöðrunni og utan hennar. Blöðrurnar eru ekki sterkar og viðbúið að þær láti fljótt undan þrýstingnum, fari að leka eða springi og falli niður. Sterkar blöðrur úr teygjanlegu efni sem geta þanist mikið ná mun lengra upp á við en þjóðhátíðar- blöðrurnar. Slíkar blöðrur bera daglega veðurmælitæki upp í 20-30 km hæð áður en þær springa. Háloftavindar geta síðan borið mælitækin og leifarnar af blöðrunni tugi kílómetra frá þeim stað þar sem blöðrunni var sleppt áður en þyngdarkrafturinn skilar leifunum til jarðar. Þyngd og efni blöðru ákvarða hámarks- hæð Flestar helínblöðrurnar springa og falla niður, en þyngd þeirra og eig- inleikar efnisins sem í þeim er ákvarða hversu hátt þær ná. Kann- að hefur verið hversu hátt blöðrur af ýmsum gerðum gætu náð áður en þær springa eða ná jafnvægi og hætta að stíga. Í ljós kom að blöðrurnar sem notaðar voru þoldu aðstæður sem samsvara allt frá 400 m upp í tæplega 11 km hæð yfir jörðu. Efni blaðranna réð mestu um hversu hátt þær gátu náð, en eins reyndist vera veruleg- ur munur á blöðrum sem voru þó úr sama efni og jafnþungar. Hrafn Guðmundsson veðurfræðingur og Haraldur Ólafsson veðurfræðingur Hvað verður um allar blöðrurnar sem svífa upp í loftið, til dæmis á 17. júní? ������������� ��������������� Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Að jafnaði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Meðal spurninga sem glímt hefur verið við að undanförnu eru: Hver er munurinn á skinni og hörundi og hvernig getur manni runnið kalt vatn þar á milli, hvað er súpereldgos, hvenær koma vélmenni sem geta hjálpað fólki og hvað liggur á bak við deilur Íraks og Írans, hvert er ástandið nú og hverjar eru horfurnar? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.