Fréttablaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 50
Skuldir heimilanna nálægt því þrefölduðust frá því sumarið 2004, þegar samkeppni komst á á mark- aði húsnæðislána, fram til síðustu áramóta. Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu fóru skuldirnar úr 89 prósentum í 103 prósent og árleg greiðslubyrði lána fór úr 92,8 milljörðum króna í 103 millj- arða. Meðallánstími hefur lengst um fimm ár, en greiðslubyrði sem hlutfall af tekjum dregist saman um eitt prósent. Þannig borgar fólk heldur minna þótt það skuldi meira. Yfirdráttur heimilanna hefur hækkað um 32 prósent frá því hann náði lágmarki í desember 2004 en þá voru væntanlega komin inn að fullu áhrif endurfjármögn- unar fólks á húsnæðislánum. Frá því um síðustu áramót hefur yfir- drátturinn svo hækkað um sem nemur fimm prósentum og ef til vill hægt að álykta sem svo að róðurinn sé að þyngjast hjá heimilum landsins. Verðbólgan breytir byrðinni lítið Verðbólgan gerir þó að verkum að róðurinn þyngist í heimilishaldi landsmanna. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir þó að áhrifin af verðbólgunni á greiðslubyrði fólks sem hlutfall af tekjum séu minni en margur kynni að halda. „Ég hef gert á þessu næmnigrein- ingu þar sem hægt er að prófa mismunandi verðbólgustig. Fari svo að hér verði alveg hrikaleg verðbólga verður greiðslubyrðin samt minni en hún var 2000 og 2001 þegar hér kom verðbólgu- skot.“ Hún segir að verði verð- bólga heilum fimm prósentustig- um meiri en þau átta prósent sem hún gerir ráð fyrir í útreikningum sínum verði áhrifin á hlutfall fólks af ráðstöfunartekjum til afborg- ana lána innan við eitt prósent. „Og þá gefur maður sér í raun að tekjur rýrni, því í þeim útreikn- ingi er gert ráð fyrir verðbólgu án þess að hækka ráðstöfunar- tekjur.“ Mikilvægt er að slá á þenslu og væntingar um framkvæmdir, að mati sérfræðinga í efnahagsmál- um. Þannig hafa nokkrir haft á orði að glapræði hafi verið af nýjum borgarstjórnarmeirihluta að lofa mislægum gatnamótum Miklu- og Kringlumýrarbrautar innan tíðar. Hagfræðingar segja margir hverjir að stíga þurfi á bremsuna nú þegar í öllum fram- kvæmdum og jafnvel kynna til sögunnar aukna skattheimtu til að draga úr eftirspurn. Helst er þar horft til jaðarskatta á borð við virðisaukaskatt en einnig hefur verið nefnt að hækka mætti trygg- ingargjald sem fyrirtæki greiða. Viðhorfið er engu að síður það að almenningur þurfi að taka á sig skerðinguna, því ekki megi raska samkeppnisstöðu eða rekstrarumhverfi fyrirtækjanna, þau séu jú undirstaða áframhald- andi velferðar. Af tvennu illu kann þó margur fremur að vilja tíma- bundið greiða hærri skatta, því þar má þó ef til vill sjá á eftir pen- ingunum sínum til einhvers gagns, heldur en að sjá á eftir aurunum í verðbólguhít. Að minnsta kosti ef fólk sér fram á að gripið verði til trúverðugra efnahagsaðgerða. Að þessu miða svo viðræður stjórn- valda og aðila vinnumarkaðarins, en áhersla er lögð á að hert verði á ólinni á sama stað og áður var slakað, það er að breiðari bökin taki á sig skerðinguna meðan hugað verði að kjarabótum fyrir þá sem ekki hafa notið góðærisins til jafns við hina. Taka þarf peninga úr umferð Tryggvi Þór Herbertsson, for- stöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur reiknað út hversu mikla peninga þyrfti að losa úr hagkerfinu til að ná og við- halda stöðugleika. „Ég gerði smá útreikning á þessu í byrjun ársins. Það leiddi í ljós að miðað við for- sendur síðasta árs hefðu hverjir níu milljarðar í minnkuðum ríkis- útgjöldum getað lyft svona 0,70 prósentum af Seðlabankanum. Ef maður svo spáir í hversu mikið eftirspurn þyrfti að minnka til að losa um spennuna í hagkerfinu, þá þyrfti að skoða hversu mikil fram- leiðsluspennan sé. Ef hún er fimm prósent af landsframleiðslu, sem er þúsund milljarðar þá þyrfti að minnka eftirspurn um 50 millj- arða króna,” segir Tryggvi. Arnór Sighvatsson, aðalhag- fræðingur Seðlabankans, segir að síðustu spár bankans geri ráð fyrir framleiðsluspennu sem nemi um fjórum prósentum af lands- framleiðslu, en gert er ráð fyrir að hún verði 1.100 milljarðar á þessu ári. Hann áréttar þó að þarna geti tölum skeikað þar sem eingöngu er um áætlanir að ræða. Sam- kvæmt útreikningi Tryggva þórs þyrfti því að létta af hagkerfinu 44 milljörðum með einhverjum hætti á þessu ári. „Þetta er náttúrlega ekki nákvæmt en gæti verið stærðar- gráðan,“ áréttar Tryggvi og bætir við að fleiri leiðir séu færar en nið- urskurður einn á framkvæmdum. „Við gætum líka hækkað skatta eða frestað skattalækkunum. Það þýðir þá jafnframt að dregið verði úr eftirspurn.“ Hann segir þó ekki vænlega leið að hækka aftur skatta á fyrirtækin. „Alls ekki, frekar á einstaklingana. Það væru allt of bjagandi aðgerðir,“ segir hann og telur líka þurfa að slá á væntingar um frekari stóriðju. „Til dæmis mætti gefa út yfirlýsingu um að ekki yrðu hafnar neinar nýjar samningaviðræður um stóriðju næstu tvö árin.“ Meðal annarra framkvæmda sem Tryggvi Þór segir strax eiga að fresta er hátæknisjúkrahús, Sundabraut, mislæg gatnamót í Reykjavík og aðrar slíkar. „Svo þarf að skipuleggja hvernig fram- kvæmdir koma inn aftur þannig að þær setji ekki efnahagslífið úr skorðum.“ Hann segir þó ljóst að margur kunni að vera vantrúaður á aðgerðir, sérstaklega í ljósi þess að fram undan sé kosningaár. „En ég held að lífsspursmál sé að koma fram með raunhæfar aðgerðir sem virka ef menn ætla að halda til streitu þeirri peningamála- stefnu sem við höfum. Við eigum svo eftir að sjá hversu grimm ný ríkisstjórn verður í þessum efnum. Ráðherrarnir segja að minnsta kosti að efnahagsmálin séu nú í algjörum forgangi.“ 17. júní 2006 LAUGARDAGUR34 ������ ������ ��������������� �������������������� ������������ ������ ������ ������������ � � ��������� ���������������� � ������� ������ ����������������������� � ������ ����� ����������������� � ���� ����� ���������������� � ����� ���� ����� � ��� ���� ������� � ��� � ���� ��������� � ������ ������ ���������� � ���� ���� ������������������������ � ����� ���� ��������������������� � ����� ��� ������������������������ � ������� ������ ����������� ������� � ����� ���� ������ ������ ������ ��� �� ������ ������ �������������� �������� ���������������� �� Skuldsett þjóð þarf með góðu eða illu að draga úr neyslunni ÁHYGGJURNAR ÞJAKA Flókin staða er uppi í efnahagslífinu. Kjarasamningar eru til endurskoðunar í haust, en til að slá á þenslu og eftir- spurn þyrftu stjórnvöld að sögn sérfræðinga að grípa til aðgerða sem tæpast verða vinsælar hjá almenningi. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Óvissa ríkir um framvindu efnahags- mála, en til að ná stöðugleika þyrfti að draga úr hagkerfinu 40 til 50 milljarða króna. Ríkisstjórnin á í viðræðum við aðila vinnumarkaðarins um aðgerðir sem auka eiga líkur á að friður hald- ist á þeim vígstöðvum. Óli Kristján Ármannsson spurði sérfræðinga hver staða heimilanna væri í öllu þessu. ���������� ��� ���������� ��� ���������� ��� ���������� ��� ���������� ��� ���������� ��� ���������� ��� ���������� ��� ���������� ��� ���������� ��� ������������������ �������������������������� ����������������� ���� �� ������� ������� ������� ������� ������� ������� ��������� ��������� �� ������ ������������� ����� ���� ��� ����� ���� ��� ����� ���� ��� ����� ���� ��� ����� ���� ��� ����� ���� ��� ����� ���� ��� ����� ���� ��� ����� ���� ��� ����� ���� ��� � � � � � �� � � � � � � �� ��� ���� � �� �� �� �� � �� � �� � �� � �� �� ��� � ��� � �� �� �� � �� �
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.