Fréttablaðið - 17.06.2006, Page 65

Fréttablaðið - 17.06.2006, Page 65
LAUGARDAGUR 17. júní 2006 49 Þú gætir auðveldlega unnið ferð til Evrópu og fullt af öðrum frábærum vinningum ef þú tekur þátt í Allt leiknum. Skelltu þér inn á www.allt.is og svaraðu fimm laufléttum spurningum sem þú finnur á síðu 351 í bókinni. Svörin eru öll í Allt bókinni. Meðal vinninga eru: Ferð út í heim með Iceland Express, Vodafone Live! Nokia 6101 símar, Fríkort á Grensásvídeó og Pizzur frá Villson’s Pizza. ALLT er ný vöru- og þjónustuskrá á netinu á www.allt.is, í síma 1850 og núna í handhægri bók sem dreift hefur verið á öll heimili. Bókin er sneisafull af upplýsingum og skemmtilegu efni, allt frá húsráðum og handhægum mælieiningum til næringarupplýsinga og götukorta. Þú finnur allt sem þig vantar í ALLT bókinni. ALLT VÖRU- OG ÞJÓNUSTUSKRÁIN ER KOMIN Í ÖLL HÚS Á LANDINU Taktu þátt í skemmtilegum leik KÖRFUBOLTI „Nú er þetta orðið að alvöru einvígi,“ sagði tröllið Shaquille O´Neal eftir að Miami Heat gerði úrslit NBA-körfu- boltans spennandi á nýjan leik. Dallas vann fyrstu tvo leikina mjög sannfærandi á heimavelli sínum, en nú hefur Miami komið til baka og jafnað metin eftir 98-74 sigur á heimavelli sínum í fyrri- nótt. Miami stefnir á að verða þriðja liðið í sögu lokaúrslita NBA-deild- arinnar til að vinna meistaratitil- inn eftir að lenda undir 2-0 en ein- vígið, sem flestir héldu að væri búið, er nú orðið æsispennandi og ljóst er að allt getur gerst. Öfugt við þriðja leikinn, þar sem gestirnir misstu niður for- ystu sína í lokin og töpuðu, var Miami með tögl og haldir allan leikinn í fyrrinótt en það var Dwy- ane Wade sem fór enn og aftur fremstur í flokki hjá Miami og skoraði 36 stig. Shaq skoraði sautj- án stig en Jason Terry var eini leikmaðurinn sem spilaði á pari í liði Dallas og skoraði sautján stig, líkt og Shaq. Dallas setti vafasamt NBA-met í leiknum með því að skora aðeins sjö stig í fjórða leikhlutanum, en það er það lægsta sem nokkurt lið hefur skorað í einum leikfjórðungi í lokaúrslitum. „Þeir voru betri á öllum sviðum körfuboltans í leiknum og ávallt skrefinu á undan. Við erum ekki að taka nándar nærri nógu mörg fráköst og við þurfum greinilega að laga okkar leik fyrir þriðja leik- inn hér í Flórída,“ sagði Avery Johnson, þjálfari Dallas, eftir leik- inn. Næsti leikur fer fram í Miami á sunnudagskvöld, en svo fara þeir leikir sem eftir verða fram í Dall- as. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með alla leiki í úrslitaeinvíginu í beinni útsendingu og nú styttist í að krýndir verði nýir NBA-meist- arar, því hvorugt þessara liða hefur komist svo mikið sem í úrslit áður. - hþh Spennan magnast enn í úrslitum NBA-körfuboltans eftir fjóra leiki: Miami Heat jafnaði metin gegn slöku liði Dallas Mavericks ÞUNGBÚINN Dirk Nowitszki var ekkert sérstaklega ferskur undir lok leiksins í Flórída í gær. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Keflavík mun mæta liði Dungannon Swifts frá Norður- Írlandi í Evrópukeppninni í dag klukkan fimm en þetta er fyrri leikur liðanna. „Það er alltaf gaman að að spila í Evrópukeppn- inni. Þetta fer inn í reynslubank- ann og gott tækifæri fyrir leik- menn að sýna sig og sanna enda verða örugglega einhverjir njósn- arar sem munu fylgjast grannt með,“ sagði Guðmundur Steinars- son, fyrirliði Keflavíkur. „Guðmundur Mete tilkynnti það að leikurinn yrði líklegast hans síðasti fyrir Keflavík því hann væri pottþétt að fara að skrifa undir hjá Newcastle eftir helgi,“ sagði Guðmundur og hló en njósnari frá Newcastle mun mæta á leikinn. Ef Keflavík kemst í næstu umferð mætir liðið Lille- ström frá Noregi í næstu umferð og ef sigur næst þar verður úrvals- deildarlið Newcastle næsti mótherji. „Mér skilst það að einhverjir meðlimir Hafnarfjarðarmafíunn- ar ætli að leggja trommusveitinni okkar lið. Það er bara gott mál og vonandi verður hörkustemning á leiknum. Það verða bara 1.100 miðar í boði þar sem það má bara selja í sæti í Evrópukeppninni,“ sagði Guðmundur, sem var sáttur við að liðið gæti spilað á Keflavík- urvelli eftir að hafa þurft að spila á Laugardalsvelli í fyrra. - egm Keflavík í Evrópukeppninni: Newcastle er í sjónmáli GLEÐI Keflvíkingar stóðu sig vel í Evr- ópukeppninni í fyrra en hér fagna þeir í Lúxemborg. FÓTBOLTI Það er óhætt að segja að Argentína sé lið heimsmeistara- keppninnar til þessa en í gær vannst ótrúlegur sigur á Serbíu/ Svartfjallalandi 6-0 í C-riðli keppn- innar. Argentínumenn léku á als oddi og sýndu það og sönnuðu að þeir geta vel farið alla leið í keppn- inni. Þá var þessi leikur sögulegur fyrir þær sakir að þetta var í fyrsta sinn í sögu heimsmeistara- keppninnar sem allir þrír vara- mennirnir sem koma inn á ná að skora. Maxi Rodriguez, leikmaður Atletico Madrid á Spáni, skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og Este- ban Cambiasso, sem spilar með Inter á Ítalíu, skoraði eitt. Argent- ína byrjaði seinni hálfleikinn rólega en setti aftur í fluggírinn á seinasta stundarfjórðunngum og skoraði þrjú mörk til viðbótar. Þar voru að verki þeir Hernan Crespo, Carlos Tevez og Lionel Messi. Óhætt er að segja að Argent- ínumenn byrji mótið á sannfær- andi hátt en í fyrsta leik sínum unnu þeir Fílabeinsströndina í hörkuleik. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að Serbía/Svartfjallaland fékk aðeins eitt mark á sig alla undankeppnina en ekki stóð steinn yfir steini í varnarleik liðsins í gær. Spurning er hvort fjarvera Nemanja Vidic hafi svona mikið að segja en hann meiddist á æfingu og spilar ekkert með í keppninni. „Þetta var frábær frammistaða hjá mínum mönnum og ég er í skýjunum. Það skyggir þó aðeins á gleðina að Lucho Gonzalez þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Allir stóðu sig frábærlega og ég á erfitt verkefni fyrir höndum þegar ég þarf að velja byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Hollandi. Ég ætla þó ekki að fara að huga að því strax, ég vil fá smá tíma til að fagna þessum sigri,“ sagði Jose Pekerman, þjálfari argentínska landsliðsins. - egm Stórsigur hjá Argentínumönnum í C-riðlinum í gær: Argentína fór á kostum gegn Serbíu GÓÐ INNKOMA Lionel Messi kom inn sem varamaður í gær og náði að skora auk þess sem hann lék vel og lagði upp mark. Allir þrír varamenninrnir sem komu inn á fyrir Argentínu í gær skoruðu, en það er í fyrsta skipti í sögu HM sem það gerist. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Hollendingar unnu Fíla- beinsströndina 2-1 á Heimsmeist- aramótinu í Þýskalandi í gær og eru þar með öruggir áfram úr riðli sínum ásamt Argentínu. Dauða- riðillinn reyndist ekki vera jafn spennandi og margir bjuggust við en það mátti ekki tæpara standa fyrir Hollendinga. Robin van Persie kom þeim yfir með þrumuskoti beint úr auka- spyrnu sem markmaður andstæð- inganna átti klárlega að verja. Ruud van Nistelrooy kom Hol- landi í 2-0 áður en Bakari Kone minnkaði muninn með glæsilegu marki rétt fyrir hálfleikinn. Didier Zokora skaut í þverslána fyrir Fílabeinsströndina en bæði lið fengu tækifæri til að bæta við mörkum. Það tókst ekki og 2-1 sigur Hollendinga staðreynd. - hþh Heimsmeistaramótið í gær: Hollendingar komnir áfram SIGRINUM FAGNAÐ Leikmenn Hollands gátu leyft sér að fagna með stuðnings- mönnum sínum eftir leikinn. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.