Fréttablaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 66
 17. júní 2006 LAUGARDAGUR50 11 36 .5 0 F a s t e i g n a f é l a g i ð S t o ð i r h f . e r s t æ r s t a f a s t e i g n a f é l a g l a n d s i n s m e ð u m 3 1 0 . 0 0 0 f e r m e t r a í s i n n i e i g u o g s é r h æ f i r s i g í ú t l e i g u f a s t e i g n a t i l t r a u s t r a l e i g u t a k a t i l l a n g s t í m a . K r i n g l u n n i 4 - 1 2 1 0 3 R e y k j a v í k S í m i 5 7 5 - 9 0 0 0 Verslunarhúsnæði til leigu Til leigu verslunarhúsnæði við hlið nýrrar Bónusverslunar að Ögurhvarfi 3 í Kópavogi, um 425 m2. FÓTBOLTI Knattspyrnudeild FH sendi frá sér yfirlýsingu vegna kynþáttahaturs í garð Andrew Mwesigwa, leikmanns ÍBV, í gær. Yfirlýsinguna má lesa í heild inni hér fyrir neðan. „Í leik FH og ÍBV í Lands- bankadeildinni í knattspyrnu, sem fram fór í Kaplakrika þann 15. júní, höguðu nokkrir stuðnings- menn FH sér með þeim hætti að ekki verður við unað. Skiptir þá engu máli hversu margir þeir voru. Stjórn Knattspyrnudeildar FH for- dæmir orðbragð sem lýsir kyn- þáttafordómum. Stjórnin vill minna á að FH mun hvorki líða slíkt orðbragð eða önnur ókvæðis- orð sem kunna að falla um mót- herja FH. Stjórnin mun funda með þvi fólki sem hagaði sér með þess- um hætti og taka á málinu af festu. Það verður ekki liðið að nafn FH eða einstakir mótherjar félagsins verði ataðir auri með þessum hætti. Stjórn Knattspyrnudeildar FH biður Andrew Mwesigwa afsökunar og óskar honum alls hins besta. Virðingarfyllst, Jón Rúnar Halldórsson formaður Kd. FH“ Knattspyrnudeild FH: Biður Andrew afsökunar FÓTBOLTI Stuðningsmenn FH sendu einnig frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gær, og lesa má hana í heild sinni hér fyrir neðan. „Við sem stöndum að stuðn- ingsmannaklúbb FH viljum koma eftirfarandi á framfæri vegna framkomu ákveðinna stuðnings- manna á leik FH og ÍBV í Lands- bankadeild karla í gærkvöldi. Við sem stöndum að stuðningsmanna- klúbbnum fordæmum þessa hegð- un á leiknum við Eyjamenn þar sem ákveðnir aðilar kölluðu ókvæðisorðum að Andrew Mwe- sigwa leikmanni ÍBV. Boðað verð- ur til aðalfundar stuðningsmanna- klúbbsins þar sem þetta verður tekið fyrir í næstu viku og slík framkoma mun vonandi ekki sjást né heyrast aftur á leikjum FH. Við biðjum ÍBV og Andrew Mwesigwa innilegrar afsökunnar á þessu. f.h. Stuðningsmannaklúbbsins Árni Rúnar Karlsson” Stuðningsmenn FH: Fordæmum þessa hegðun FÓTBOLTI Lítill hópur stuðnings- manna FH var með kynþáttafor- dóma í garð Andrew Mwesigwa, leikmanns ÍBV, í leiknum á fimmtudaginn en hann er frá Úganda og dökkur á hörund. Mwe- sigwa sjálfur varð sjálfur ekki var við athæfið, að því er Fréttablaðið kemst næst, en ljót orð voru hrópuð inn á völlinn oft á tíðum þegar Mwesigwa snerti eða var nálægt boltanum. „Við urðum mjög mikið varir við þetta, sérstaklega aðstoðar- dómari tvö sem var á línunni fyrir framan stúkuna, við heyrðum þetta allir ítrekað,“ sagði Magnús Þórisson, sem dæmdi leikinn, við Fréttablaðið í gær. „Það sem hefur ekki komið fram er ótrúlegur dónakjaftur á FH-ingum í garð okkar dómara. Í þau ár sem ég hef verið dómari hef ég aldrei nokkurn tímann heyrt annað eins orðbragð. Þetta var alveg skelfilegt. Ég hef skráp fyrir þessu og kippi mér ekki mikið upp við þetta, enda ýmsu vanur, en það versta við þetta var þegar maður leit upp í stúku og sá krakkana þarna inni á milli með öll þessu orð fljúgandi fram og aftur. Þetta var svakalegur sóða- kjaftur,“ sagði Magnús og tók nokkur dæmi sem ekki eru birt- ingarhæf. Leikir í deildum Evrópu hafa nokkrum sinnum verið flautaðir af vegna kynþáttafordóma en Magnús segir að það hafi ekki hvarflað að honum. Hann til- kynnti að sjálfsögðu um atvikið til KSÍ. „Við settumst niður með eftirlitsmanni leiksins. Hann skrifaði skýrslu og ég skrifaði svo aukaskýrslu um kynþáttafor- dómana. Því fara tvær skýrslur til KSÍ frá okkur enda á þetta alls ekki að líðast,“ sagði Magnús Þórisson. Knattspyrnudeild FH hefur þegar tekið hart á málinu, en hún sendi frá sér yfirlýsingu í gær sem lesa má hér til hliðar. „Við teljum okkur vita hverjir þetta eru, þessir örfáu menn. Ég hef ekki fengið þetta tæmandi en þetta eru þrír eða fjórir menn. Þetta eru örfáir svartir sauðir inni á milli. Ég skal ekki segja hvort þeir verði bann- aðir frá vellinum okkar í sumar en við munum taka hart á þessu máli,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson, for- maður knattspyrnudeildar FH, við Fréttablaðið í gær. Stuðningsmenn FH hafa tekið málinu mjög illa en mikið er rætt um málið á spjallsíðum á netinu. Sumir yfirgáfu stúkuna í leikn- um þar sem þeim var svo misboð- ið og aðrir segjast skammast sín fyrir að vera stuðningsmenn FH, eftir atburðina. Stuðningsmanna- félag FH sendi einnig frá sér yfirlýsingu sem sjá má hér til hliðar. „Þetta hlýtur bara að fara í ákveðinn farveg. FH-ingar hafa haft samband við okkur og beðist afsökunar. Þeir reyna eflaust að koma vitinu fyrir sitt fólk. Þeir eru eflaust verstir út í sitt fólk en við köllum ekki eftir neinni sér- stakri refsingu. Ég reikna með því að KSÍ blandi sér í málið á eðlileg- an hátt og hvað kemur út úr þessu verður að koma í ljós,“ sagði Viðar Elíasson, formaður knattspyrnu- deildar ÍBV í gær. Hver refsing FH verður á eftir að koma í ljós. „Við hörmum að þetta skuli hafa gerst en við bíðum eftir skýrslunni frá dómaranum og eftirlitsmanni KSÍ. Fyrr getum við ekkert aðhafst í málinu en það verður aganefndin sem mun ákvarða refsinguna, ef svo fer,“ sagði Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, í gær en ekki eru fordæmi fyrir slíku máli á Íslandi. hjalti@frettabladid.is FH harmar kynþáttahatrið Knattspyrnudeild FH harmar mjög hegðun stuðningsmanna liðsins sem voru með kynþáttahatur í garð Andrew Mwesigwa, leikmanns ÍBV, í leik liðanna á fimmtudaginn. FH gæti átt yfir höfði sér refsingu frá KSÍ vegna málsins. FÓRNARLAMB KYNÞÁTTAHATURS Úgandamaðurinn Andrew Mwesigwa, leikmaður ÍBV, fékk að heyra ýmislegt miður gott úr stúkunni í Krikanum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JÚNÍ 14 15 16 17 18 19 20 Laugardagur ■ ■ SJÓNVARP  12.30 HM stúdíó á Sýn.  12.50 HM á Sýn. Bein útsending frá leik Portúgal og Íran í D-riðli.  15.00 HM stúdíó á Sýn.  15.50 HM á Sýn. Bein útsending frá leik Tékklands og Gana í E-riðli.  15.50 Handbolti á RÚV. Bein útsending frá leik Íslands og Svíþjóðar í undankeppni HM.  18.00 HM stúdíó á Sýn.  18.50 HM á Sýn. Bein útsending frá leik Ítala og Bandaríkjamanna í E-riðli.  21.00 4-4-2 á Sýn.  22.00 PGA meistaramótið á Sýn. Bein útsending frá mótinu.  01.30 Box á Sýn. Bein Útsending frá bardaga Jermain Taylor og Winky Wright. C-riðill: ARGENTÍNA-SERBÍA/SVARTFJ.LAND 6-0 1-0 Maxi Rodriguez (6,), 2-0 Esteban Cambi- asso (31.), 3-0 Maxi Rodriguez (41.), 4-0 Hernan Crespo (78.), 5-0 Carlos Tevez (84.), 6-0 Lionel Messi (88.). HOLLAND-FÍLABEINSSTRÖNDIN 2-1 1-0 Robin van Persie (23.), 2-0 Ruud van Nistel- rooy (26.), 2-1 Bakari Kone (38.). D-riðill: MEXÍKÓ-ANGÓLA 0-0 HM 2006 ÚRSLIT GÆRDAGSINS HRESS Þessi geðþekka kona frá Mexíkó skemmti sér konunglega á leik Mexíkó og Angóla á Heimsmeistaramótinu í knatt- spyrnu í gær. Leikurinn var þó lítið fyrir augað og lauk með markalausu jafntefli. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.