Fréttablaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 10
 16. júlí 2006 SUNNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS NFS Í BEINNI Á VISIR.IS 35.000 gestir vikulega sem dvelja í u.þ.b. eina klst. hver. Auglýsingasími 550 5000. Í DAG LOFTSLAGSHLÝN- UN ILLUGI GUNNARSSON En vandinn er sá að Kyoto- samningurinn getur ekki með góðu móti þvingað ríki til að standa við skuldbindingar sín- ar. Það er reyndar leitun að al- þjóðlegum samningi sem hefur náð að binda þannig fullvalda ríki að hægt sé að koma við refsingum ef ekki er staðið við ákvæði samningsins. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Lífeyrissjóðir eru ásamt stórum fjárfestum og fjármálstofn-unum hryggjarstykki í uppbyggingu atvinnulífsins. Stofn-un þeirra og skylduaðild að þeim er eitthvert mesta gæfu- spor sem þjóðin hefur stigið. Lífeyrissjóðirnir hafa stutt við uppbyggingu fyrirtækja og átt ríkan þátt í að þróa verðbréfa- markað hér á landi. Sú þróun hefur verið uppspretta mikilla tækifæra. Lífeyrissjóðir hafa úr miklum fjármunum að spila sem eru eign þeirra sem í þá greiða. Slíkum fjármunum fylgja mikil völd og völdum fylgja einnig þeir sem sólgnir eru í þau. Mikilvægt er að fyrirkomulag slíkra sjóða í eigu almennings sé þannig að völdin séu dreifð og afmörkuð sé sú stund sem menn sitja að slíkum völdum. Á stundum hefur verið erfitt að draga aðra ályktun af ákvörð- unum sjóðanna en að þar hafi menn verið að taka þátt í viðskipta- pólitískum slag. Slíkt er afar óheppilegt og til þess fallið að draga úr trausti á sjóðunum og veikja möguleika þeirra til að nýta sér tækifæri á markaði. Innan lífeyrissjóðanna sjálfra hefur á und- anförnum árum farið fram umræða um hvernig með valdið skuli farið. Sú umræða hefur leitt til þess að mun minna ber á grun- semdum um að annarleg sjónarmið ráði ákvörðun sjóðanna. Það er vel. Lífeyrissjóður verslunarmanna auglýsti í kjölfar breytinga á hluthafahópi Straums-Burðaráss að hlutur hans í sjóðnum væri til sölu. Um var að ræða hlut sem slagaði hátt í tíu milljarða króna að virði. Afleiðing þessa var að gengi bréfanna lækkaði skart og þar með verðmæti þeirra bréfa sem sjóðfélagar sjóðs- ins eiga í félaginu. Slíkt getur tæplega talist skynsamleg ráð- stöfun. Óánægja er meðal stærstu hluthafa Straums með þessa ráð- stöfun sjóðsins. Fulltrúar FL Group hafa tjáð þá óánægju og varpað fram hugmyndum um að beina starfsmönnum sínum annað en í Lífeyrissjóð verslunarmanna. Viðbrögð hafa verið harkaleg, meðal annars á þeirri forsendu að þarna sé verið að leggja til að einhvers konar fyrirtækjasjóð- ur verði stofnaður. Ekki verður séð að um slíkt sé að ræða, enda ekkert fylgi við að taka upp sjóði líka þeim sem tíðkast í Banda- ríkjunum og Bretlandi með tilheyrandi óöryggi fyrir sjóðfélaga. Slík viðbrögð við gagnrýni á vinnulag eins lífeyrissjóðs eru tæpast réttlætanleg. Gagnrýnin ætti einmitt að opna tækifæri á opinni og skynsamlegri umræðu um hvernig lífeyrissjóðum er best fyrir komið. Hún gefur tækifæri til að ræða grundvallar- spurningar um sjóðfélagalýðræði og frelsi launamanna til að velja eigin lífeyrissjóð. Það er vissulega mikilvægt að festa og skýrar reglur séu um stjórnun og fjárfestingar sjóðanna. Aukin aðkoma eigenda sjóðanna þarf ekki að koma í veg fyrir að stöð- ugleiki ríki um rekstur þeirra, enda þótt hluti fulltrúa í stjórnum þeirra sé kosinn af sjóðfélögum. Aukinn réttur hvers og eins til að ákveða sjálfur í hvaða sjóð er greitt myndi örva sjóðina til dáða og efla samkeppni á milli þeirra um að ávaxta pund sitt sem best. Það er ástæðulaust að gefa sér niðurstöðu fyrirfram. Lífeyr- issjóðirnir hafa mikilvægt aðhaldshlutverk á markaði og hlut- verk umræðu sem þessarar er mikilvægt til að skapa aðhald hjá lífeyrissjóðunum sjálfum. Það hafa allir gott af slíku. SJÓNARMIÐ HAFLIÐI HELGASON Ágætt er að hreyfa við umræðum um stöðu lífeyrissjóðanna og fyrirkomulag þeirra. Völd og verklag lífeyrissjóða Ég hef tekið eftir því að sumir tals- menn umhverfisverndar á vinstri kantinum eru pínulítið órólegir þessa dagana. Það virðist allt ganga vel, fleiri og fleiri átta sig á mikil- vægi þess að við verndum umhverf- ið og gætum þess að nýta það á skynsamlegan hátt. Reyndar er þessi hugsun inngróin okkur Íslendingum, við eigum svo mikið undir því að nýta náttúruauðlindir okkar á skynsaman og sjálfbæran hátt. En hvað veldur þessum óró- leika? Jú, óþægindin sem sumum finnst felast í því þegar þeim fjölg- ar sem eru á sama máli og þeir sjálfir. Gjarnan eru þetta menn og konur sem litlu hafa látið sig varða skoðanir fjöldans og talið það til marks um góðar gáfur að vera í minnihluta. Vinstrisinnaðir umhverfisverndarsinnar hafa af því áhyggjur að þeir séu að missa eitt besta baráttumálið sitt í hend- urnar á öllum hinum flokkunum. Allir virðast orðnir grænir, meira að segja iðnaðarráðherrann. Þetta finnst þeim svona jafn pirrandi eins og sumum gömlum Chelsea aðdáendum finnst það heldur ódýrt að flykkjast til liðsins núna, loksins þegar eitthvað er farið að ganga eftir öll mögru árin. Og þá byrjar metingurinn, ég er meiri umhverf- issinni en þú o.s.frv. En þannig er það nú bara, umhverfismál, nýting náttúrunnar og vernd hennar eru mál sem allir íslenskir stjórnmála- flokkar hafa látið og láta sig miklu varða og er það vel. Kyoto Kyoto-samningurinn á að taka á hnattrænum áhrifum gróðurhúsa- lofttegunda. Engum vafa er undir- orpið að veröldin er að hitna og hluta þeirrar hitnunar má rekja til athafna okkar mannanna. Vandinn sem vísindamenn hafa staðið frammi fyrir er að finna út hversu mikið má rekja til mannanna og hversu mikið til náttúrulegra sveiflna. Það er flókið mál, og ekki er langt síðan mikill fjöldi vísinda- manna var þeirrar skoðunar að kólnandi loftslag benti til þess að ísöld væri á næsta leiti. Vísindasamfélagið þarf því tíma til að greina mögulegar afleiðingar þessarar þróunar, til dæmis skiptir höfuðmáli hver áhrif hlýnandi loftslags verða á Golfstrauminn. En það er nauðsynlegt að hafa allan vara á og því eðlilegt að reynt sé að grípa til aðgerða til að hemja útblástur gróðurhúsalofttegunda. Það eru klárlega efri mörk á því hversu mikið við getum leyft okkur að hleypa CO2 út í andrúmsloftið. Kyoto er tilraun til að leysa þann vanda. Því miður virðist margt benda til að sú tilraun mistakist. Misjafn árangur Það er áhugavert að skoða hvernig sumar þeirra þjóða sem hafa skrif- að undir samninginn standa sig. Danir skuldbundu sig til að draga úr mengun sinni um 21% á samn- ingstímanum en árið 2003 höfðu þeir aukið mengun sína um rúm 6%. Austurríkismenn eru litlu skárri, þeir höfðu á sama tíma aukið sína mengun um tæp 17% en eru skuldbundnir til að minnka hana um 13%. Svíar hafa staðið sig vel og reyndar Bretar líka, en ESB sem heild á langt í land með að ná að fylgja eftir ákvæðum Kyoto. En vandinn er sá að Kyoto-samningur- inn getur ekki með góðu móti þvingað ríki til að standa við skuld- bindingar sínar. Það er reyndar leitun að alþjóðlegum samningi sem hefur náð að binda þannig full- valda ríki að hægt sé að koma við refsingum ef ekki er staðið við ákvæði samningsins. Sérstaklega er þetta flókið með loftslagið því ekki er um að ræða skýrt skil- greinda hagsmuni einstakra ríkja ef einhver brýtur reglurnar eins og gerist til dæmis hjá Alþjóðavið- skiptastofnuninni. Samkomulag um aðferð Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, Thomas C. Schelling, hefur bent á að aðferðin sem Kyoto byggir á sé ekki líkleg til skila árangri vegna þess að þar er ekki samið um aðferð heldur fyrst og fremst markmið. Hann bendir á að nær sé að horfa til þess hvernig samstarf- inu í NATO var komið á og einnig til þess hvernig Marshall-áætlunin var framkvæmd. Á síðari stigum Marshall-áætlunarinnar þurftu ríkin sem nutu aðstoðar að leggja fram áætlun um þarfir sínar og hvernig þau hygðust verja styrkn- um. Á grundvelli þessa þurftu ríkin að koma sér saman um hvernig ætti að úthluta hinum takmörkuðu gæðum sem fólust í Marshall- aðstoðinni. Í samstarfinu í NATO þurftu ríkin að koma sér saman um hvað hvert og eitt þeirra gæti lagt af mörkum til samstarfsins. Sama gildir um mengunarkvótana, segir Schelling, þeir eru takmarkaðir og því betra að ríki komi sér saman um aðferðir til að ná árangri held- ur en að setja bara töluleg mark- mið og láta þar við sitja. Hvert ríki þyrfti að leggja fram áætlun um hvernig það hygðist draga úr mengun og önnur ríki þyrftu að leggja blessun sína yfir þá áætlun. Þannig myndast gagnkvæmt sam- komulag á milli ríkja sem líklegra er að haldi betur en Kyoto-sam- komulagið sem við búum nú við. Kyoto og Schelling AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Sögurnar, tölurnar, fólki›. Vinsælt starf Bæjar- og sveitarstjórnir hafa verið að auglýsa eftir bæjarstjórum undanfarnar vikur. Sumir kjósa að ráða utanað- komandi einstakling til starfans í stað þess að kjörinn fulltrúi gegni því. Virðist þetta vera eftirsóknarverð störf. Til dæmis sóttu 23 einstaklingar um stöðu bæjarstjóra á Grundarfirði. Voru margir hæfir einstaklingar í þeim hópi. Meðal annars var Ásthildur Sturludóttir, dóttir Sturlu Böðvarssonar samgöngu- ráðherra, meðal umsækjenda. Ítök Sturlu á Snæfellsnesi eru nokkur eftir að hann var lengi bæjarstjóri í Stykkishólmi. Það varð samt ekki til þess að sjálf- stæðismenn á Grund- arfirði réðu Ásthildi. Atvinnubæjarstjórinn Guðmundur Ingi Gunn- laugsson hreppti hnossið. Leiðin úr Ráðhúsinu Það er ekki bara áhugi á bæjarstjóra- starfinu á Grundarfirði. Alls bárust 20 umsóknir um starf bæjarstjóra í Fjarðabyggð. Þar á meðal er umsókn Helgu Jónsdóttur borgarritara Reykja- víkurborgar. Virðist hún ætla að freista gæfunnar fyrir austan eftir að hafa verið hafnað embætti ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins. Helga hefur í einhvern tíma verið að líta í kringum sig eftir nýju starfi. Ef til vill fer ekki vel um hana í Ráðhúsinu umkringd borgarfulltrúum og trúnaðar- mönnum Sjálfstæðisflokks- ins. Helga hefur verið dyggur stuðningsmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og er eiginkona Helga H. Jónssonar fréttamanns á Sjónvarpinu. Spurning hvort það sé laust starf fréttaritara í Fjarðabygg enda nóg um að vera þar. Stórlaxastjórn Á miðvikudaginn verður sannkölluð stórlaxastjórn Straums-Burðaráss fjárfestingabanka kjörin á hluthafa- fundi. Það er ekki á hverjum degi sem umsvifamestu fjárfestar Íslands koma saman við stjórnun eins félags. Björgólfur Thor Björgólfsson, sem er ríkastur Íslendinga, verður þar í forystu. Um borð með honum verða Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og Hannes Smárason, forstjóri FL Group, sem einnig eiga vel fyrir salti í graut- inn. Í sameiningu ættu þeir að geta ávaxtað pund Straums-Burðaráss ásamt tveimur öðrum stjórnar- mönnum. bjorgvin@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.