Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.07.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 16.07.2006, Qupperneq 12
 16. júlí 2006 SUNNUDAGUR12 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér til hliðar má senda á net- fangið timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 622 Spámaðurinn Múhammeð leggur af stað frá Mekka til Medina. Sú för markar upp- haf íslamska dagatalsins. 1951 Bjargvætturinn í grasinu eftir J.D. Salinger er gefin út. 1969 Geimskipið Apollo 11 leggur af stað frá Canaver- al höfða í Flórída í fyrstu mönnuðu ferðina sem lenti á tunglinu. 1979 Forseti Íraks, Hasan al-Bakr, segir af sér og Saddam Hussein tekur við. 1990 Jarðskjálfti sem mælist 7,7 á Richter veldur dauða 1.600 manna á Filippseyjum. 1994 Borgarastyrjöld í Rúanda lýkur. 1999 John F. Kennedy yngri, kona hans og mágkona farast í flugslysi út frá austurströnd Bandaríkjanna. WILL FERRELL FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1967. „Ég hef aðeins verið fyndinn um það bil 74 prósent af lífi mínu. Held að það sé rétt. 74 prósent af lífi mínu.“ Leikarinn og grínistinn Will Ferrell er þekktur fyrir litríka persónu- sköpun og fyndnar eftirhermur. Þennan dag árið 1945 sprengdu Bandaríkjamenn sína fyrstu kjarnorkusprengju á Trinity-svæð- inu nálægt Alamogordo í Nýju-Mexíkó. 6. ágúst sprengdu þeir svo borgina Hiroshima í Japan með sprengjunni „Litli strákur“ og 9. ágúst borgina Nagasaki með sprengjunni „Feiti maður“. Allt var þetta liður í Manhattan-verkefninu svokallaða. Verkefnið fór af stað í kjölfar ótta vísindamanna um að nasistastjórn Þýskalands tækist að þróa kjarnorku- vopn á undan Bandaríkjamönnum. Upphaflega rannsóknin, sem hófst árið 1939, var lítil, en smám saman vatt verkefnið upp á sig. Á milli áranna 1942 og 1946 var það undir verkfræðingadeild Bandaríkjahers, sem hershöfðinginn Leslie R. Groves stjórnaði, en eðlisfræðingurinn J. Robert Oppenheimer stjórnaði vísindarannsóknum. Þegar verkefnið stóð sem hæst unnu 130.000 manns að því og það kostaði um 1.492 milljarða Bandaríkjadala miðað við gengi í dag. Fyrsta plútóníumsprengjan sem hönnuð var af Manhattan-verkefninu var sprengd í Nýju-Mexíkó þennan dag fyrir 61 ári. Þar sem vandasamt var að sprengja sprengjuna var ákveðið að prófa eina tilraunasprengingu til að sjá hvort hún gæti virkað í stríði. Þetta var gert þrátt fyrir að það hefði í för með sér sóun á verðmætum hráefnum, sem notuð voru í sprengjuna. Prófunin tókst og í kjölfarið var sprengjan notuð á borgirnar tvær í Japan í lok seinni heimsstyrjaldarinnar með þeim afleiðingum að yfir 200 þúsund manns fórust og borgirnar tvær voru rústir einar. ÞETTA GERÐIST 16. JÚLÍ 1945 Atómöldin hefst með sprengingu Hugur og hönd, ársrit Heimilisiðnað- arfélags Íslands, stofnað 1913, er komið út, en fjörutíu ár eru nú liðin frá því að blaðið kom í fyrsta skipti út árið 1966. Heiður Vigfúsdóttir hefur verið formaður ritnefndar í fimm ár. „Blaðið hefur haldið sig vel við markmið félagsins, að kynna bæði nýrra og eldra handverk. Við erum fimm í rit- nefndinni, en það er allur gangur á því hverjir skrifa í blaðið. Við höfum nú lítinn fjárhag og reynum að gera þetta mest sjálf,“ segir Heiður. Heiður segist hafa fæðst inn í Heim- ilisiðnaðarfélagið, en að hún hafi ekki gerst formlega meðlimur fyrr en um 1960. Hún hefur gegnt ýmsum störfum innan félagsins, en áður var hún sér- kennari í fjöldamörg ár. Ritnefndar- störfin eru sjálfboðavinna áhuga- manna innan félagsins. Aðstaða Heimilisiðnaðarfélagsins er að Laufásvegi 2, en blaðið er meðal annars selt þar. „Við erum þar með Heimilisiðnaðarskólann sem heldur námskeið í ýmsum handiðnaði og skrif- stofur félagsins. Við erum með alls konar handverk, til dæmis ýmiss konar útsaum, fatasaum, þjóðbúningasaum, prjón, hekl, vefnað og útskurð. Aðspurð segir Heiður félagið alls ekki vera kvennaklúbb. „Karlmenn hafa komið á nám- skeið í meðal annars prjóni og saum. Aðstaðan býður ekki mikið upp á „karla- greinar“, þó við lítum ekki svo á að greinarn- ar skiptist eftir kynj- um. Í fyrra komu til dæmis nokkrir karl- menn til að læra að sauma sér þjóðbún- inga. Margir góðir karlar, jafnt og konur, hafa setið í félaginu allt frá byrjun,“ segir Heiður. „Hugmyndafræðin bak við félagið er að efla íslenskt handverk og þróa það þannig að það sé lifandi á hverjum tíma. Það er nefnilega hægt að gera svo ótalmargt út frá þessum gömlu hefðum og það er menningarlegt fyrirbrigði hjá okkur. Það er hluti af okkar menningu að kunna svona handverk og halda því við. Það er líka þróun í þessu á marga vegu, til dæmis hvað varðar efni og vinnubrögð. Margir hafa sótt til okkar sem þekkja vel til á einu sviði en þurfa að kynna sér betur eitthvað annað, meðal annars koma til okkar margir nemendur Listaháskólans til að kynn- ast mynstri og öðru sem verður þá aftur uppspretta að einhverju nýju,“ segir Heiður. Líta má á Heimilisiðn- aðarfélagið sem nokkurs konar mótvægi við fjölda- framleiðslu og einsleita hönnun nútímans. „Það má rekja vakninguna fyrir því að halda fornu handverki lifandi til 19. aldar, þegar fjöldaframleiðslan byrjaði að bera handframleiðslu ofurliði. Þetta gaf mönn- um byr undir báða vængi til að halda í gömul gildi,“ segir Heiður. Í ritinu sem kom út í ár má lesa sér til um skógerð úr selskinni, húsgagna- samkeppni árið 1928, jurtalitun, nútíma listafólk, tálgaða skrautmuni, gamlan skautbúning og útsaum. Einnig er vísað á fróðleg rit og vefsíður. Áskrif- endur og félagsmenn fá blaðið heim til sín, en Hugur og hönd er einnig til sölu á Laufásvegi 2, í Safnbúð Þjóðminja- safnsins og bókabúðinni Iðu. steindor@frettabladid.is HUGUR OG HÖND: 40 ÁR FRÁ ÚTGÁFU FYRSTA ÁRSRITSINS Haldið í gömlu gildin HUGUR OG HÖND Blaðið á sér fjörutíu ára sögu, en eitt ár á þeim tíma féll útgáfan niður. HEIÐUR VIGFÚSDÓTTIR Heiður er formaður ritnefndar Hugs og handar og hefur verið það síðastliðin fimm ár. Hún segist vera því sem næst fædd inn í Heimilisiðnaðarfélag Íslands og hefur verið virk í því í á fimmta áratug. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, dóttur og systur, Margrétar Halldóru Bjarnadóttur Maríubakka 18, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, mánudaginn 26. júní. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Rauða kross hótelinu, Landspítalanum og líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Daníel Kjeldal Henríetta Kjeldal Jannick Kjeldal Guðrún Haraldsdóttir Bragi Snævar Ólafsson Sigþrúður Bergsdóttir Kristinn Guðmundur Bjarnason Sigurlaug Ásgeirsdóttir LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Í MIKLU ÚRVALI Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Brynjólfur Eyjólfsson fyrrv. vélamiðlari hjá Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar, Grundargerði 6, Reykjavík, sem lést á heimili sínu laugardaginn 8. júlí, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 19. júlí kl. 13.00. Svanhvít Stella Ólafsdóttir Helena Á. Brynjólfsdóttir Valur Waage Ólafur Brynjólfsson Hrefna Björnsdóttir Eyjólfur Brynjólfsson Steinunn Þórisdóttir Kristín Brynjólfsdóttir Kristján Jónasson Sverrir Brynjólfsson Guðríður Ólafsdóttir Dagný Brynjólfsdóttir Gunnar Óskarsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Zophonías Jósepsson Ægisgötu 25, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 19. júlí kl. 13.30. Jósep Zophoníasson Ingibjörg Salóme Egilsdóttir Þóra Zophoníasdóttir Húni Zophoníasson Anna Tryggvadóttir barnabörn og langafabarn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.