Fréttablaðið - 16.07.2006, Síða 16

Fréttablaðið - 16.07.2006, Síða 16
 16. júlí 2006 SUNNUDAGUR16 Fjárfestingabankinn Straum-ur hefur verið í miðju margra hræringa íslensks viðskipta- lífs undanfarin ár. Straumur sam- einaðist Burðarási um verslunar- mannahelgina í fyrra. Samstarf þáverandi Straumsmanna og Burðaráss undir forystu Björgólfs Thors Björgólfssonar sprakk í loft upp og í stað Magnúsar Kristins- sonar og Kristins Björnssonar kom FL Group í hluthafahópinn. Þar koma saman inn í stjórn Straums þeir Hannes Smárason og Jón Ásgeir Jóhannesson. Í stjórninni sitja því þrír stórlaxar íslensks við- skiptalífs. Oft veltir lítil skúffa þungu hlassi Seðlabankinn var einu sinni skúffa í Landsbankanum og Straumur á það sameiginlegt með höfuð- musterinu að hafa verið skúffa í Íslandsbanka. Straumur varð til úr sjóðum bankans og Skagamennirn- ir Bjarni Ármannsson og Þórður Már Jóhannesson lögðu línurnar fyrir Straum sem þá var fjárfest- ingasjóður. Straumur lét fljótt til sín taka á markaði, en fyrst í stað var athyglin ekki mikil á því sem þar var að gerast. Straumur naut skortsins á athyglinni og safnaði í rólegheitun- um bréfum í Eimskipafélaginu. Sú eign reyndist síðar lykilstaða fyrir Björgólfsfeðga þegar þeir réðust til atlögu við fyrirtæki Kol- krabbans. Straumur var í miðju atburðarrásarinnar og Bjarni og Þórður sáu til þess að varnir Sjó- vár og Flugleiða voru tryggðar. Sjóvá rann í Íslandsbanka og ráð- andi staða í Flugleið- um var í höndum Straums. Jón Ásgeir hafði mikinn áhuga á Flugleiðum á þeim tíma og hafði reyndar áður haft mik- inn áhuga á að ná undirtök- um í Íslands- banka. Á þeim tíma var mikil andstaða við að hann næði undirtökum í þessum fyrirtækjum. Sú er hins vegar raunin í dag. Straumur réði Flugleiðum Hannes Smárason keypti hlutinn í Flugleiðum ásamt þáverandi tengdaföður sínum, Jóni Helga Guðmundssyni í BYKÓ. Hannes og Jón höfðu verið umsvifamiklir í ýmis konar fjárfestingum og orðið vel ágengt. Meðal margra var gleði yfir þessari sölu og því að Jón Ásgeir væri hvergi nærri. Morg- unblaðið til að mynda gat ekki leynt gleði sinni yfir kaupum Jóns Helga og Hannesar á Flugleiðum. Hannes náði síðan undirtökum í félaginu og eftir átök í stjórn sem snerust að mestu um hraðflug Hannesar og skort á samráði við aðra stjórnarmenn kom Baugur inn í hluthafahóp Flugleiða sem nú heita FL Group. Hinum megin frá rann líka mikið vatn til sjávar. Björgólfs- feðgar sátu ekki auðum höndum. Þar var sjávarútvegsstoð Eimskips seld og félaginu breytt í fjárfest- ingarfélagið Burðarás. Skipafélag- ið var síðan dótturfélag Burðaráss þar til það var selt. Björgólfur Thor boðaði útrás og að Burðarás myndi takast á hendur svonefnd Private Equity verkefni, þar sem félög eru keypt og stýrt í umbreyt- ingu. Sú leið lét á sér standa, en Burðarás náði markverðum árangri í kaupum á hlutum í skráð- um félögum og hagnaðurinn óx og gengi félagsins hækkaði. Legg í lófa Karls Á tímabili lá líka í loftinu að áhugi þeirra feðga væri á sameiningu Landsbankans við Íslandsbanka. Straumur keypti hlut sem áður hafði verið í framvirkum samning- um á nafni Helga Magnússonar og Orra Vigfússonar. Víglundur Þor- steinsson var á þeim tíma á bandi feðganna. Hann sat í bankaráði Íslandsbanka með fulltingi lífeyr- issjóðanna og hélt upp mikilli and- stöðu við forstjóra bankans, Bjarna Ármannsson. Bjarni sat ekki aðgerðalaus og þrátt fyrir að staða hans væri erfið hafði hann stuðn- ing Karls Wernerssonar sem hafði unnið með feðgunum í Actavis og Einars Sveinssonar sem átti honum greiða að gjalda frá því að Sjóvá var bjargað inn í bankann. Ástandið í Íslandsbanka var orðið óþolandi og Karl hafði frum- kvæði að því að hlutur Lífeyris- sjóðs verslunarmanna var keyptur og þar með tryggður meirihluti stuðningsmanna Bjarna í bankan- um. Baugur keypti hlut í bankan- um til stuðnings Karli og Bjarna, enda Jón Ásgeir ekki í aðdáenda- hópi Víglundar. Það var svo ekki fyrr en um síðustu áramót sem FL Group og fleiri fjárfestar keyptu hlut Straums og tókst að koma á vinnufriði í bankanum. Sundrung í stað sameiningar Sameining Straums og Burðaráss virtist í fyrstu vera í góðri sátt. Fljótlega fór þó að bera á pirringi Björgólfs Thors í garð Magnúsar Kristinssonar. Björgólfur felldi Magnús sem varaformann sem brást ókvæða við. Kristinn reyndi að miðla málum, en fljótlega var ljóst að útilokað var að frekara samstarf yrði milli Straumsmanna og Björgólfs. Björgólfi þótti Þórð- ur Már of hallur undir Kristin og Magnús og rak hann á endanum. Þar með var mælirinn fullur hjá Magnúsi og Kristni. Þórður er lag- inn við að finna leiðir til að lenda stórum eignum og sá þegar tæki- færi fyrir Jón Ásgeir í stöðunni sem myndi um leið losa Magnús og Kristinn úr óþægilegri minnihluta- stöðu í Straumi. Fáir efast um að Þórður sé með fleira upp í erminni. Lokatakmarkið er ekki alveg ljóst ennþá, en hann og Jón Ásgeir hafa án efa hugsað honum nýtt hlutverk síðar í ferlinu. Hönd á slíðruðum sverðum Staðan núna er sú að Björgólfur hefur á sínum snærum meirihluta stjórnarinnar. Hins vegar er FL Group við borðið og það að Jón Ásgeir og Hannes setjist sjálfir í stjórnina sýnir að mati flestra að þeim er full alvara með þessa eign. Jón Ásgeir og Björgólfur Thor hafa ekki unnið náið saman. Þeir voru saman í félagi eftir að Kald- bakur sameinaðist Burðarási. Svo farið sé frjálslega með tímaeining- ar, þá varði það samstarf í fimm mínútur. Það eru því ekki margir sem hafa trú á að samstarfið nú vari í lengri tíma. Fyrr eða síðar muni koma til einhvers konar upp- skipta á Straumi. Báðir virðast í bili tilbúnir að takast á við verk- efnið, en um leið viðbúnir því að það muni ekki ganga. Menn takast í hendur með slíðruð sverð, en aðra höndina á þeim. Það sem liggur fyrir er að báðir þessir stóru fjárfestar hafa metn- að til að vinna áfram með erlendar eignir Straums og auka verðmæti þeirra. Hitt er að báðir eru óhress- ir með framgöngu Lífeyrissjóðs verslunarmanna sem bauð stóran hlut til sölu í kjölfar eignabreyt- inganna. Sú ráðstöfun er talin runn- in undan rifjum Víglundar Þor- steinssonar sem er fleinn í holdi Jóns Ásgeirs sem gengið hefur erf- iðlega að losa sig við. Pirringur Jóns Ásgeirs í garð lífeyrissjóðsins liggur meðal annars í því að hann telur Víglund markvisst tryggja að sneitt sé í fjárfestingum sem hann komi nálægt. Tækifærin í fjármálakerfinu Fleira hangir þó á spýtunni. Björ- gólfsfeðgar eru fyrir nokkru orðn- ir afhuga sameiningarhugmyndum Landsbankans og Glitnis. Björgólf- ur Thor skilgreinir sig sem fjár- festi sem fjárfesti til meðallangs tíma og leiti síðan útleiðar. Hann vill byggja Lands- bank- ann áfram upp og reyna svo að selja hlut sinn og kemur vart til greina annað en erlendur fjárfestir. Stærstu verk- efni hans eru í fjarskiptum í eystri hluta Evrópu, auk þess sem hann hefur áhuga á að taka þátt í breyt- ingu fjármálakerfis landa eins og Búlgaríu. Hugur hans er því að færast fjær Íslandi. Öðru máli gegnir um Jón Ásgeir og Hannes. Því hefur verið lýst yfir að meðal þess sem FL Group horfi til sérstaklega séu fjárfest- ingar í fjármálafyrirtækjum. Ekki er ólíklegt að þar sé mikill áhugi fyrir því að vera við samninga- borðið ef fjármálageirinn fer á ný á hreyfingu. Baugur og vinveittir fjárfestar hafa verið að styrkja stöðu sína í hluta sparisjóðakerfis- ins. Hinum megin hafa Bakka- bræður og Kaupþing stillt sér upp í sparisjóðum. Hvatinn til þess að sameina enn frekar í sparisjóða- kerfinu mun aukast eftir því sem gengishagnaður minnkar. Nái sparisjóðir sæmilegri stærð verð- ur auðveldara að sameina Lands- bankann og Glitni í framtíðinni og selja útibú til sparisjóðanna. Hug- myndin er þá banki með svipað afl og Kaupþing verði til með tilheyr- andi erlendum sóknarfærum. Þetta er framtíðarmúsík, en ljóst að ef þessi þróun fer af stað, þá verður samningaborðið og stjórnarborð Straums eitt og sama fyrirbærið. Staðan sem nú er upp þar sem stór- laxar synda í Straumi er spenn- andi. Lognmolla og aðgerðaleysi er líklega það síðasta sem von má eiga á í Straumi, eins og svo oft áður. Stórlaxarnir synda í Straumi Þrír af umsvifamestu auðmönnum landsins setjast saman í stjórn Straums-Burðaráss á miðvikudag. Fáir hafa trú á að samstarfið sé til langframa. Straumur hefur oftar en ekki verið í miðju hræringa viðskiptalífsins. Svo verður án efa áfram og mikið vatn á enn eftir að renna til sjávar. Hafliði Helgason rifjar upp helstu bautasteina Straums og spáir í núverandi stöðu. BJÖRGÓLFUR THOR Áhugi hans á sameiningu Landsbanka og Glitnis er horfinn og hann sér takmarkaða möguleika á innlend- um markaði. STJÓRN FL GROUP Vill leiða fjárfestingar á innlendum fjármálamarkaði. Ekki er fráleitt að ætla að eignarhlutur í Straumi sé í huga þeirra lykilstaða í framtíðarhræringum á íslenskum fjármálamarkaði.FRÉTTABLAÐIÐ/HARI JÓN ÁSGEIR OG HANNES SMÁRASON Eru taldir áhugasamir um að sameina Lands- banka og Glitni. Lítil trú er á að samstarf þeirra við Björgólf verði í lygnum farvegi.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.