Fréttablaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 58
 16. júlí 2006 SUNNUDAGUR26 Krakkarnir í Vinnuskólanum í Reykjavík slepptu hrífunum á fimmtudaginn og fjölmenntu á miðsumarsmót. Um 2.000 krakkar tóku þátt í hátíðarhöldunum sem voru með óhefðbundnara sniði en undanfarin ár því gengið var frá Örfirisey út í Nauthólsvík með viðkomu í Ráðhúsinu þar sem krakkarnir heilsuðu upp á borgar- stjórann. Í Nauthólsvík var farið í reipitog og hljómsveitin Jakobína- rína steig á svið sem og leikarar í Footloose. Krakkarnir virtust þó vera spenntastir fyrir veitingun- um sem boðið var upp á á ylströnd- inni og voru afar ánægðir með vinnudaginn sem fór í hátíðarhöld í stað arfatínslu. Yngstu krakkar vinnuskólans hafa nú lokið vinnu sinni en eldri krakkarnir fá að munda hrífurnar lengur og halda eigin uppskeruhátíð í ágúst þegar vinnu þeirra lýkur. Vinnuskólinn skemmtir sér FLOTTIR STRÁKAR Allir vinnuhóparnir klæddu sig upp í tilefni dagsins og þessir drengir voru sérlega flottir með rauð ennisbönd, augnmálingu og litað hár. PÍTSUKYNSLÓÐIN Krökkunum var boðið upp á pítsur í Nauthólsvíkinni sem þeir kunnu svo sannarlega vel að meta enda hefur þessi aldurshópur stundum verið kallaður pítsukynslóðin. GLEÐIROKK Hljómsveitin Jakobínarína skemmti krökkunum með gleðirokki en sveitin hefur helst unnið sér það til frægðar að vinna Músiktilraunir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FRÍDAGUR Það er gaman að vera ungur og ástfanginn. Þessi tvö kunnu svo sannarlega að slaka á og njóta þess að þurfa ekki að vera að reyta arfa. HRAUSTLEGUR Yngstu krakkar vinnuskól- ans fá ekki meiri vinnu í ár en hinir eldri halda eitthvað áfram. Ekki er vitað hvorum hópnum þessi piltur tilheyrir en hann var skælbrosandi á miðsumarmótinu með ótal freknur enda verður maður útitekinn af því að vinna í Vinnuskólanum. Enn og aftur tapar Jennifer Aniston fyrir leikkonunni Angel- inu Jolie. Ekki nóg með að Jolie hafi stolið af henni eiginmannin- um heldur er hún líka búin að taka frá henni hlutverk sem Aniston vonaðist eftir að mundi skila sér Óskarsverðlaunum. Um er að ræða mynd sem útgáfufyrirtæki Pitts og Aniston, Plan B, keypti réttinn að og fjallar um blaða- mannin David Pearl sem var rændur og myrtur í Pakistan. Myndin nefnist A Mighty Heart og er byggð á bók eftir eiginkonu Pearl, Marianne Pearl. Brad Pitt fékk fyrirtækið í sinn hlut þegar hjónin skildu og hefur því Aniston ekkert um málið að segja lengur. Aniston mun vera mjög fúl yfir að hafa misst af hlutverki eigin- konu blaðamannsins en þetta verð- ur fyrsta hlutverk Jolie eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn með Brad Pitt. Lætur aftur í minni pokann fyrir Jolie JAMES BLUNT Er víst genginn út og sú heppna er fyrirsæt- an Petra Nemacova. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Söngvarinn og hjartaknúsarinn James Blunt hefur nú fundið ást- ina, kvenþjóð heimsins til mikils ama. Hann mun vera byrjaður með ofurfyrirsætunni Petru Nem- acova sem komst í heimspressuna árið 2004 þegar hún missti unn- usta sinn í flóðbylgjunni í Taílandi. Nemacova er frá Tékklandi og gaf út yfirlýsingu við tékkneska sjón- varpið þess efnis að hún væri áts- fangin upp fyrir haus og að Blunt væri gull af manni. Söngvarinn er mjög heitur þessa stundina og var Paris Hilton að gera hosur sínar grænar fyrir honum í London á dögunum. Sam- kvæmt breska blaðinu The Sun fóru þau saman út að borða eitt kvöldið. James Blunt ástfanginn JENNIFER ANISTON Er ekki sátt þessa dag- ana eftir að Angelina Jolie fékk hlutverkið sem hún girntist. Í verslun Pennans-Eymundsson- ar í Austurstræti mun nýtt kaffi- hús opna bráðlega. Stór glerskáli rís nú ofan á húsinu sem mun tengjast stórri verönd og garði fyrir utan. Framkvæmdir hafa tafist nokkuð síðustu mánuði því upphaflega stóð til að opna kaffi- húsið í kringum 17. júní. „Gler- skálinn mun koma hérna ofan á íslenskudeildina hjá okkur. Ég er vona að þetta verði tilbúið í byrj- un ágúst, allavega ekki seinna en um miðjan ágúst,“ segir Þórunn Sigurðardóttir verslunarstjóri. „Framkvæmdir töfðust vegna þess að járngrindin og fleira sem var pantað að utan kom ekki til landsins á réttum tíma. Núna er grindin komin og þeir geta því byrja að glerja fljótlega. Það á reyndar eftir að saga út úr hús- inu báðum megin en það verður gert fljótlega. Við erum líka að láta smíða innréttinguna núna, svo þetta verður alveg glæsi- legt.“ - vör Vonast til að opna í ágúst South Park-þáttur þar sem gert er grín að Tom Cruise og vísinda- kirkjunni verður sýndur ytra seinna í mánuðinum, en hætt var við endursýningu þáttarins skyndilega í mars. Comedy Cent- ral-sjónvarpsstöðin sem sýnir þættina neitaði að hafa hætt við að sýna þáttinn vegna kvartana Toms Cruise. Comedy Central er í eigu sömu aðila og eiga Paramount- kvikmyndafyrirtækið sem gerði Mission Impossible III og orðróm- ur var um að Tom hefði hótað að taka ekki þátt í kynningum á myndinni ef þátturinn yrði sýnd- ur. Leikarinn hefur afneitað sögu- sögnunum. Annar vísindakirkju- maður sem hefur komið við sögu í þáttunum, Isaac Hayes sem talaði fyrir Chef, hætti að vinna við South Park í mars vegna þess að hann taldi að efni í þættinum, Trapped in the Closet, væri móðg- un við vísindakirkjuna. Finnst að sér vegið TOM CRUISE Mission Impossible III var frumsýnd í Tókýó í lok júní og var Cruise viðstaddur frumsýninguna. KAFFIHÚS Framkvæmdir eru á fullu við kaffihús Pennans-Eymundssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.