Fréttablaðið - 16.07.2006, Side 65

Fréttablaðið - 16.07.2006, Side 65
SUNDAY 16. july 2006 33 MEÐ BYSSUNA SÉR VIÐ HLIÐ Þessi Íraski vörður fylgist með opnunarleik HM á hóteli í Bagdad en lagði byssuna til hliðar á meðan. NORDICPHOTOS/AFP FRÍ Í SKÓLANUM Þessir hressu krakkar fengu frí í skólanum til að horfa á leik sinna manna í Argentínu gegn Serbíu. NORDICPHOTOS/AFP ÞRÁTT FYRIR BÁGBORNAR AÐSTÆÐUR ER FYLGST MEÐ Þessir menn í Gana létu fátæklegar aðstæður ekkert á sig fá og fylgdust með sínum mönnum á HM. NORDICPHOTOS/AFP ALLIR FYLGJAST MEÐ Menn á eyjunni Haítí fylgjast með HM. NORDICPHOTOS/AFP FRAKKARNIR HORFA Mikill fjöldi safnaðist saman í smábátahöfninni í Marseille til að horfa á úrslitaleikinn. NORDICPHOTOS/AFP MIKILL ÁHUGI UM ALLAN HEIM Mikill fjöldi Palestínumanna fylgdist vel með leik Frakka og Brasilíumanna. NORDICPHOTOS/AFP ÖLLUM BRÖGÐUM BEITT Þessir frönsku strákar létu sig ekki muna um að klifra upp á umferðarskilti til að sjá örugglega á risaskjá í Mars- eille, þar sem úrslitaleikurinn var sýndur á risaskjá. NORDICPHOTOS/AFP HERMENN FYLGJAST VEL MEÐ Ísraelskir hermenn fylgjast grannt með úrslitaleikn- um á HM í Mefalsim-herbúðunum suður af Ísrael, nálægt Gaza-svæðinu. Heimurinn horfir á heimsmeistaramótið Mörg hundruð milljónir manna fylgdust grannt með heimsmeistaramótinu í Þýskalandi við misgóðar að- stæður. Allt frá Marseille til Haítí fylgdist fólk með þessum stærsta íþróttaviðburði ársins af miklum áhuga. ÓTRÚLEGUR ÁHUGI Þetta fólk sem missti allt sitt í jarðskjálfta á Indlandi fylgdist vel með mótinu á risaskjá utandyra. NORDICPHOTOS/AFP Í TJALDVAGNINUM Þessi fjölskylda tók sjón- varp með sér í fríið og horfði á úrslitaleik- inn í tjaldvagninum. NORDICPHOTOS/AFP PÁSA Þessir strákar í París tóku sér frí frá því að spila sjálfir fótbolta til að fylgjast með úrslitaleiknum á risaskjá. NORDICPHOTOS/AFP FYLGST MEÐ SÍNUM MANNI Fólk í Alsír horfir á leik með Frökkum og styður sinn mann, Zinedine Zidane, en foreldrar hans eru frá þaðan. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.