Fréttablaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 70
 16. júlí 2006 SUNNUDAGUR38 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Suðurnesjum og Vestfjörðum. 2 Henrik Larsson og Carlos Rexach. 3 Skemmtistaðinn Oliver. FRÉTTIR AF FÓLKI Það styttist í kvikmynd Clints East-wood, Flags of our Fathers, sem var að mestu tekin upp í Sandvíkinni á Reykjanesskaga. Stórleikarar á borð við Paul Walker og Ryan Philippe leika aðalhlutverkin en Walker hefur á örskotsstundu skotist upp á stjörnuhimininn og Philippe lék eitt aðalhlutverk- anna í kvikmynd- inni Crash sem öllum að óvörum fékk Óskarinn fyrir bestu myndina á síð- asta ári. Mikillar eftirvæntingar gætir hjá bandarískum kvikmyndaáhugamönnum enda fékk Eastwood Óskarinn fyrir sína síðustu mynd, Million Dollar Baby. Flags of our Fathers segir frá innrás banda- ríska herliðsins á Iwo Jima og er hér um sannkallaða stórmynd að ræða með stór- fenglegum stríðssenum þar sem íslensk náttúra verður í aðalhlut- verki. Þá var ein frægasta ljósmynd seinni heimstyrj- aldarinnar tekin eftir að orrustunni lauk en hún sýnir nokkra hermenn reisa bandaríska fánann á hæð. Heimasíðum sem tengjast myndinni ber reyndar ekki saman um hvenær myndin verður frumsýnd en óháð aðdáendasíða segir hana koma í ágúst en opinber síða reiknar með að myndin verði ekki frumsýnd fyrr en í október og er hún þá hugsuð í Óskarsverðlaunakapphlaupið. Þess má reyndar geta að sýnishorn úr Flags of our Fathers verður frumsýnt í Bandaríkjunum 21. júlí og má reikna með að það verði komið á netið sama dag. Mikillar eftirvæntingar gætir í Reykjanesbæ og má meðal annars sjá að á Víkurfréttum vonast menn til þess að hún verði einn af viðburðunum á Ljósanótt. Hvað er að frétta? Heimildarmyndin sem ég er að vinna að ásamt Steingrími Þórðarsyni um Jón Pál er komin í klippingu og er væntan- leg í bíó í september. Augnlitur? Blár. Starf? Framkvæmdastjóri Félags íslenskra aflraunamanna og starfsmaður hjá kvikmynda- fyrirtækinu Goðsögn. Fjölskylduhagir? Giftur og á fjögur börn. Hvaðan ertu? Í móðurætt er ég frá bænum Felli í Biskupstungum en í föðurætt er ég frá Látrum við Látrabjarg. Ertu hjátrúarfull/ur? Já, ég er það enda fæ ég stundum skilaboð úr umhverfinu. Uppáhaldssjónvarpsþáttur? Kraftasport á Sýn Uppáhaldsmatur? Lambalæri. Fallegasti staður? Fell í Biskupstungum. ipod eða geislaspilari? Ég er svo gamall að ég segi geislaspilari. Hvað er skemmtilegast? Að vera með fjöl- skyldunni. Hvað er leiðinlegast? Óheiðarlegt fólk. Helsti veikleiki? Ákefð. Helsti kostur? Glaðlyndi. Helsta afrek? Fjögur börn hljóta að slá allt annað út sem maður hefur gert. Mestu vonbrigði? Samsuðan eftir sveitar- stjórakosningarnar í Mosfellsbæ. Hver er draumurinn? Að búa erlendis með fjölskyldunn í einhver ár og hvíla klakann örlítið. Hver er fyndnastur/fyndnust? Ragnar Reykás. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Hægagang- ur. Uppáhaldsbók? Það getur enginn keppt við Njálu. Hvað er mikilvægast? Gleði augnabliksins. Veggur Hreins Sverrissonar í Grindavík hefur vakið mikla athygli á vefnum en hann er vegg- fóðraður með myndum af Idol- stjörnunum. Hreinn er þrettán ára gamall nemandi í grunnskóla Grindavíkur en starfar hjá föður sínum í Veiðarfæraþjónustu Grindavíkur í sumarfríinu. „Er að setja upp á línu,“ svarar hann en Hreinn var nýkominn heim úr vinnunni þegar Fréttablaðið hafði tali af honum. Aðspurður hvernig þetta hefði komið til sagði Hreinn að hann og vinur hans hefði ekkert haft að gera einn daginn og ákveðið að nýta sér Idol-myndirnar sem þeir hefðu fengið með því að drekka kóka kóla. Myndirnar eru límdar upp með kennaratyggjói og því ljóst að þetta hefur tekið töluverð- an tíma enda um gríðarlegan fjölda mynda að ræða. Sjálfur seg- ist Hreinn reyndar ekkert vera neinn sérstakur aðdáandi Idolsins uppátækið hafi verið sniðugt. Blaðamanni brá reyndar í brún þegar rödd Auðuns Blöndal heyrð- ist á talhólfinu í farsíma Hreins en hann sagðist reyndar bara hafa náð í þetta á netinu. Idol-veggfóður í Grindavík Veitingastaðurinn Badabing hefur verið opnaður í Hafnarfirði. Nafn staðarins er mörgum kunnuglegt enda ber strippbúllan sem mafíufé- lagarnir úr Sopranos-þáttunum sækja reglulega sama nafn. „Nafnið er vissulega fengið úr sjónvarpsþáttunum og lógó staðarins er fengið úr myndunum um Guðföð- urinn,“ segir Sturla Jensson, rekstr- arstjóri Badabing, í samtali við Fréttablaðið. Staðurinn stendur við Flatahraun, beint á móti Kaplakrika, heimavelli FH. „Stuðningsmannalið FH í fótbolt- anum kallar sig Mafíuna og þannig varð tengingin við Sopranos og Guð- föðurinn til,“ útskýrir Sturla sem á þó ekki heiðurinn af nafninu, heldur Árni Björn Árnason, eigandi Bada- bing. Þótt nafn staðarins hafi tengingu við mafíuna er ekki að finna hefð- bundnar ítalskar kjötböllur að hætti mafíunnar heldur taílenskan mat. „Við opnuðum sama dag og heims- meistaramótið í fótbolta byrjaði, þann 9. júní, og það hefur verið mikið að gera síðan þá,“ segir Sturla en auk taílensku réttanna býður Badabing upp á pítsur, fisk, grill og ísrétti. Þá geta gestirnir einnig fylgst með fót- boltaleikjum á risatjaldi. Sturla rekstarstjóri segir það ekki á dagskrá að breyta hinum hafnfirska Badabing í strippbúllu eins og fyrir- myndin í Sopranos. „Nei, það kemur ekki til greina.“ kristjan@frettabladid.is BADABING: NÝR VEITINGASTAÐUR OPNAR VIÐ KAPLAKRIKA Hafnfirskur mafíustaður undir taílenskum áhrifum BADABING Sturla rekstrarstjóri segir ekki standa til að breyta Badabing í strippbúllu eins og í Sopranos. SOPRANOS OG GUÐFAÐIRINN Nafn staðar- ins er fengið að láni úr Sopranos-þáttun- um í tengslum við FH-mafíuna og merki staðarins er fengið frá Guðföðurnum. HRÓSIÐ ...Hlynur Hallsson fyrir að skipuleggja fjölmennasta fótboltaleikinn á HM 2006. FRÉTTIR AF FÓLKI Taflfélagið Hrókurinn með Hrafn Jökulsson í broddi fylkingar heldur til Austur-Grænlands í fjórða sinn í lok júlí til að halda þar skákhátíð en greint er frá þessu á heimasíðu félagsins. Hrókurinn mun ferðast til fjögurra smáþorpa á svæðinu og halda skákmót í Kúlúsúk. Fram kemur á síðunni að hátíð- in verði með glæsilegasta móti en í fyrra var efnt til listasýningar, kappleiks í knattspyrnu og margvíslegt fleira svo að reikna má með að mikið líf verði á Austur-Græn- landi þá daga sem Hrókurinn verði þar. Hápunktur ferðarinnar verður síðan án nokkurs vafa Alþjóðlega Grænlands- mótið sem haldið verður 5. til 6. ágúst í Tasiilaq. Mikil stemning er fyrir Þjóðhátíð í Eyjum ef marka má fréttir á heimasíðu ÍBV. Uppselt er að verða í Herjólf og eru nú einungis örfáar miðar eftir fyrir þá sem ætla að sigla til Vest- mannaeyja. Samkvæmt heimasíðunni er þetta algjört met í sögu hátíðarinnar sem löngum hefur verið sú vinsælasta um verslunar- mannahelgina. Sjálfir Stuð- menn ætla að trylla lýðinn en þeir gerðu allt brjálað í dalnum árið 1982 þegar kvikmyndin Með allt á hreinu var tekin upp. Egill Ólafsson er í stuttu spjalli við heimasíðuna en þar kemur fram að það árið hafi Stuðmenn þjófstartað hátíðinni en tónleikar sveitarinnar í myndinni voru teknir upp áður en Þjóðhátíð hafði verið sett formlega. „Við tókum lagið „Úti í Eyjum“ margoft upp í grenjandi rigningu í Herjólfsdalnum og vorum í fagurgrænum búningum sem Lúðrasveit Vestmannaeyja góðfúslega lánaði okkur. Þegar við vorum að æfa lagið dreif að mikið af fólki og við áttuðum okkur ekkert á því að Eyjamönnum fannst við þarna vera að þjófstarta hátíðinni. Það er náttúrulega aldrei góður siður að byrja að borða áður en allir hafa fengið á diskana,“ segir Egill í spjallinu en bætir við að hátíðin hafi verið hin allra besta. - fgg HIN HLIÐIN HJALTI „ÚRSUS” ÁRNASON KRAFTAJÖTUNN Glaðlyndur en ákafur 18.02.63 ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT n‡ vöru- & fljónustu- skrá á visir.is ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT n‡ vöru- & fljónustu- skrá á vi ir.is VEGGURINN GÓÐI Hreinn Sverrisson er hér fyrir framan vegginn sem skartar myndum af Idol-stjörnum Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.