Fréttablaðið - 17.07.2006, Side 13

Fréttablaðið - 17.07.2006, Side 13
MÁNUDAGUR 17. júlí 2006 13 Fólk frá öllum heimsins hornum lét rigninguna ekki stoppa sig og heimsótti Viðey síðastliðið fimmtu- dagskvöld. Alþjóðahús fór þá í aðra sumarferðina í ár og slóst Anna Tryggvadótt- ir í hópinn. Þátttakan var svo góð að Viðeyjarferjan þurfti að fara tvær ferðir til að koma öllum ferðalöngun- um yfir sundið. Ferðalangarnir komu úr ýmsum áttum, jafnvel þótt litið sé framhjá upprunalöndum þeirra. Í sumar- ferðinni voru hefðbundnir ferða- menn, brottfluttir Íslendingar, fólk komið til landsins til sumardvalar, aðrir sem hafa verið búsettir hér á landi í nokkur ár, námsmenn, eldri borgarar, börn og allt þar á milli. „Við hjónin komum bara í gær og verðum á Íslandi í viku. Dóttir okkar vinnur í Reykjavík og það var hún sem vissi af ferðinni,“ segir Pierre Detaille, franskur ferðamað- ur, um ástæður þess að hann slóst í hópinn. Flestir komu vel búnir í ferðina, í góðum skóm og hlýjum peysum, enda var þungbúið við upphaf ferð- arinnar. Systir Ines frá Perú og systir Jósefína frá Mexíkó, Maríu- systur í Landakoti, voru í góðum kápum en áttu stundum í vandræð- um með að hemja höfuðslæðurnar í stærstu hviðunum. „Ég var hérna á Íslandi á árunum 1997 til 1999. Svo þurfti ég að fara aftur til Mexíkó en er komin aftur núna og vona að ég eigi eftir að vera hérna í að minnsta kosti ár í viðbót,“ segir systir Jóse- fína sem bregður fyrir sig ensku- skotinni íslensku. Hún var sýnilega ánægð með ferðinna og brá sér meira að segja á vegasaltið á meðan beðið var eftir að leiðsögn um eyj- una, við tilheyrandi fögnuð þeirra sem til hennar sáu. Eins og gefur að skilja voru mál- efni nýrra Íslendinga nokkuð til umræðu í ferðinni, enda margir af gestum Alþjóðahússins í þeim hópi. „Íslendingar eru mjög hlýlegir við okkur,“ sögðu vinkonurnar Ellen og Judy sem veittu hvor annarri skjól fyrir rokinu í Viðey með því að ganga þétt saman. Þær segja að Alþjóðahúsið sé góður staður og voru sérstaklega ánægðar með skipulögðu sumarferðirnar. Gengið var hring austur á eyj- una og nýttu nokkrir nýir Íslend- ingar tækifærið til að skerpa á þekkingu sinni á íslenskri flóru. „Er þetta hundasúra,“ spurði ung kona sem beið þó ekki svarsins, stakk súrunni upp í sig og gretti sig. Reyndar flúðu ferðalangarnir inn í gamla skólahúsið á Sunda- bakka um stund til að skýla sér á meðan mesta rigningin gekk yfir. Augljóst var að jafnvel þeir sem einungis kunnu örfá orð í íslensku höfðu tileinkað sér að láta vita þegar veðrið sýnir ekki sínar bestu hliðar. „Æ, það er kalt,“ heyrðist víða þar sem fólk reyndi að hoppa í sig hitann á ný. Þá kom sér vel að vera vel nestaður og fyrir þá sem höfðu ekki hugsað svo langt kom Tassai til bjargar. Hún hafði með- ferðis tvö kíló af kleinum, snúðum og kökum úr verksmiðju Ömmu- baksturs þar sem hún vinnur. „Fyrirtækið vissi að ég væri að fara í þessa ferð og lét mig hafa þetta,“ sagði Tassai og brosti út að eyrum, greinilega ánægð með að hafa komið með nesti sem dugði handa öllum hópnum. Að göngunni lokinni voru marg- ir blautir í fæturna en ánægðir með ferðina. Í Viðeyjarferjunni á leið- inni heim skiptist fólk svo á að hvetja hvert annað að láta sjá sig á fimmtudaginn kemur þegar farið verður í hvalaskoðun. Að sögn Helgu Ólafs, upplýsingafulltrúa Alþjóðahúss, voru um 160 manns þegar búnir að skrá sig í hvalaskoð- unina áður en lagt var af stað í Viðey. Allir eru velkomnir í ferðirnar, bæði innfæddir og erlendir, en fyrir þá sem ekki komast í þessari viku er hægt að velja úr fjölbreyttri dagskrá sumarferða næstkomandi fimmtudaga á heimasíðu Alþjóða- húss, www.ahus.is. ■ Úr ýmsum áttum í Viðey SYSTIR Í SVEIFLU Fáir skemmtu sér jafn konunglega og systir Jósefína frá Mexíkó sem brá sér á vegasaltið. FJÖLBREYTTUR HÓPUR Fulltrúar þriggja heimsálfa koma saman á þessari mynd, Afríkubúi og Evrópubúi ásamt félögum sínum frá Asíu. HÚFUR OG VETTLINGAR NAUÐSYNLEGIR Þessar kátu konur létu veðrið ekki á sig fá og komu vel búnar í ferðina. Gengið var um Viðey í ferðinni en þurftu göngugarpar að leita skjóls á meðan mesta rigningin reið yfir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANNA TRYGGVADÓTTIR HLUSTAÐ Á LEIÐSÖGN Ferðalangarnir fylgdust vendilega með leiðsögninni og fræddust um sögu Viðeyjar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.