Fréttablaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 62
 17. júlí 2006 MÁNUDAGUR30 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 gáski 6 persónufornafn 8 horfa á 9 sefa 11 mannþvaga 12 varkárni 14 losti 16 halló 17 drulla 18 pota 20 lík 21 kvenflík. LÓÐRÉTT 1 titill 3 í röð 4 rýrnun 5 loka 7 kræsing- ar 10 regla 13 geislahjúpur 15 mannvíg 16 undanhald 19 skammstöfun. LAUSN LÁRÉTT: 2 ærsl, 6 ég, 8 sjá, 9 róa, 11 ös, 12 aðgát, 14 girnd, 16 hæ, 17 aur, 18 ota, 20 ná, 21 pils. LÓÐRÉTT: 1 séra, 3 rs, 4 sjötnun, 5 lás, 7 góðgæti, 10 agi, 13 ára, 15 dráp, 16 hop, 19 al. FRÉTTIR AF FÓLKI Nordisk Panorama hefur tilkynnt hvaða myndir verða sýndar á hátíðinni í Árósum dagana 22. til 27. september. Þjár íslenskar myndir verða meðal þátttakenda og eru það heim- ildarmyndin Act Normal eftir Ólaf Jóhannesson og stuttmyndirnar Whatever eftir Gísla Darra Halldórs- son og Untitled Short Film eftir Lars Emil Árnason. Íslenskar konur ættu að fara láta sig hlakka til 18. ágúst en þá koma sjö dansarar frá Chippendales-flokknum og halda sýningu á Broadway. Flokkurinn hefur verið að í 25 ár og er einhver sá allra frægasti í „erótískum listdansi karla”. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins er reiknað með að í kringum þúsund miðar verði í boði fyrir kroppa- óðar konur en lofa má rosalegri upplifun þetta kvöld því dans- ararnir verða á sviðinu í rúma tvo tíma og ætti kvenþjóðin að fá nóg fyrir sinn pening. Patti Smith er væntanleg aftur til landsins í september eftir vel heppn- aða tónleika hér á landi fyrr á þessu ári. Smith hreifst mjög af landi og þjóð þegar hún var hér og var meira en lítið tilbúin að koma aftur. Tónleikar Smith verða væntanlega órafmagnaðir og því er þetta einstakt tækifæri fyrir aðdáendur hennar að sjá öll hennar helstu lög í sér- stökum bún- ingi. - fgg HRÓSIÐ FÆR ...Sturla Jenssen fyrir að opna veitingastað í Hafnarfirði sem ber það skemmtilega nafn, Badabing. Pólska matvöruverslunin Stokrot- ka hefur fært út kvíarnar og opnað matsölustað undir sama nafni. Matsölustaðurinn er til húsa að Hvaleyrarbraut 35 í Hafnarfirði, þar sem verslunin var áður, en hún er flutt í stærra húsnæði að Reykjavíkurvegi 64. „Við byrjuðum að bjóða upp á pólskan mat í febrúar eða mars. Í upphafi vorum við með þrjú borð fyrir viðskiptavini en síðan varð þetta svo vinsælt að við urðum að flytja búðina,“ segir María Val- geirsson, eigandi Stokrotka. „Nú geta fimmtán manns í einu komið að borða.“ Á matsölustaðnum býður María upp á hefðbundna pólska matar- gerð, þar á meðal steiktar svína- kótilettur í raspi, kjötbollur fyllt- ar með sveppum, lauk og papriku, skyrpönnukökur og hálfmána með ávaxta- eða kjötfyllingu. Dýrasti aðalrétturinn er frá 600 krónum en eftirréttirnir eru á um 200 krónur. María segir Íslendinga jafnt sem útlendinga koma til að borða á Stokrotka. „Íslendingar vilja góðan en ódýran mat sem er svo- lítið öðruvísi en þessi íslenski. Síðan kemur hingað fólk frá Þýskalandi, Tékklandi, Slóvakíu, Júgóslavíu og svo mætti lengi telja en pólska eldhúsið er mjög líkt þeirra.“ Að sögn Maríu er Stokrotka nafn á litlu villiblómi, líku baldursbrá, bara örlítið minna. „Matsölustaður- inn heitir Stokrotka eldhús en ég ætla að reyna að finna eitthvað betra nafn fyrir Íslendingana,“ segir María pólska. - kh Pólsk matargerð vinsæl í Hafnarfirði MARÍA VALGEIRSSON Hún hefur fært út kvíarnar og opnað matsölustað samhliða matvöru- versluninni. Með nýju húsnæði verða breyttar áherslur og mun María einnig bjóða upp á pólska gjafavöru samhliða pólsku matvörunum. Stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason færði Ein- ari Kristni Guðfinnssyni sjávarútvegsráðherra eintak af nýju plötunni sinni, Vel sjóað- ur, sem kom út á þriðjudaginn var. Á diskinum er að finna fjórtán sjómanna- lög. „Við ákváðum að gefa út sjó- mannadisk til að minnast íslenskrar sjómannastéttar. Tímabilið sem við áttum allt okkar undir gömlu bátunum er að líða undir lok og okkur datt í hug að það væri gaman að minnast þess með því að gefa út ekta sjómanna- plötu,“ segir Raggi. „Við stóðum á öxlunum á sjómönnunum um árabil og því vert að minnast þeirra.“ Þótt Raggi hafi ekki sjálfur verið á sjó fékk hann smjörþefinn af sjómennskunni í kringum síldarævin- týrin. „Þá áttaði ég mig á því hversu mikilvægur fiskurinn var okkur.“ Raggi segist einu sinni hafa hitt gamlan sjómann sem spurði hvort hann væri ekki Raggi Bjarna. „Ég játti því og þá sagðist maðurinn vera kominn með leið á mér. Ég spurði af hverju og þá sagði hann mér að hann hafi einu sinni staðið úti á dekki og verið að gera að í vitlausu veðri um hávetur. Slorið var út um allt og það var gamall hátalari festur við mastrið,“ segir Raggi hlæjandi þegar hann rifjar upp söguna. „Sjó- maðurinn sagði lagið mitt Ship og hoj hafa verið spilað og ég hafi sungið það eins og það væri ekkert mál að vera úti á sjó.“ Á Vel sjóaður syngur Raggi dúett með Þorvaldi Hall- dórssyni, Helenu Ólafsdóttur og Ellý Vilhjálms. „Við feng- um leyfi til að taka sönginn hennar Ellý- ar út af lagi sem heit- ir Sumarauki en er betur þekkt sem Gullfoss með glæst- um brag. Þannig gátum við tekið upp dúettinn okkar,“ útskýrir Raggi. „Það var ótrúlegt augnablik þegar ég heyrði útkomuna.“ - kh Syngur dúett með Ellý Vilhjálms SÖNGVARINN OG SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Raggi Bjarna afhenti Einari K. Guðfinnssyni eintak af diskinum Vel sjóaður. Á diskinum eru samankomnir margir af bestu söngvurum landsins. ELLÝ VILHJÁLMS Syngur dúett með Ragga Bjarna á nýja diskinum. �������� ��� ���� ��� ��� ��� ��� �� ��� ��� ������ ������ ������ � �� �� �� �� �� �� �� �� �� � ��������� � � �� ��������� � � Þrír félagar halda á þriðjudag í hringferð í kringum landið á reið- hjólum. Tilgangur ferðarinnar er að vekja athygli á Spes-samtökun- um sem styrkja foreldralaus börn í Afríkuríkinu Tógó. Strákarnir, sem heita Gísli Hvanndal Ólafs- son, Guðjón Heiðar Valgarðsson og Dagbjartur Ingvarsson, ætla að safna fé fyrir samtökin með ljóða- lestri og angurværri rokktónlist en planið er að halda skemmtanir víðsvegar um landið. Ókeypis verður inn á uppákomurnar en gestir eru í staðinn hvattir til þess að láta fé af hendi rakna í söfnun- arbauk sem verður með í för. „Ég hef hjólað mest af okkur en þó ekki farið í lengri ferðir en dagsferðir. Líkamlegt form félaga minna er ekki upp á marga fiska en annar þeirra er með áreynsluastma sem lýsir sér þannig að þegar hann hjólar þá fær hann mikinn verk í lungun og byrjar að hósta en hann verð- ur bara með púst með sér,“ segir Gísli sem hefur fulla trú á því að þeir nái að klára hringinn á þrem- ur vikum en þeir áætla að ljúka ferðinni um verslunarmanna- helgina. Strákarnir ætla að hjóla 50-150 kílómetra á dag og taka þeir tjald með sér en ef veðrið verður þeim ekki hagstætt munu þeir leita húsaskjóls. „Við viljum hvetja fólk til þess að kynna sér starfsemi félagsins á heimasíðunni spes.is og gerast styrktarforeldrar. Peningarnar sem við söfnum renna beint til félagsins en alltof fáir vita af þessum samtökum.“ Strákarnir fara suðurleiðina og áætla að vera á Höfn þann 24. júlí, á Kára- hnjúkum 28. júlí, á Akureyri 31. júlí og á Blönduósi 3. ágúst svo fáeinir áfangastaðir séu taldir upp. snaefridur@frettabladid.is GÍSLI, GUÐJÓN OG DAGBJARTUR: SAFNA FÉ MEÐ NÝSTÁRLEGUM HÆTTI Hjóla hringinn til styrktar börnum í Afríku GÓÐAR SÁLIR Strákarnir nota sumarfríið sitt til að láta gott af sér leiða og safna peningum fyrir Spes-samtökin. Í leiðinni kynna þeir sjálfa sig sem listamenn en Gísli skrifar ljóð og ætlar að gefa út ljóðabók í haust en Guðjón Heiðar og Dagbjartur eru í hljómsveitinni Palindrome. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.