Fréttablaðið - 03.08.2006, Síða 10

Fréttablaðið - 03.08.2006, Síða 10
10 3. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR NOREGUR Tveir útsendarar banda- rísku leyniþjónustunnar CIA, sem eru eftirlýstir á öllu Schengen- svæðinu fyrir meinta aðild að mannráni á múslimaklerki á götu í Mílanó árið 2003, komu til Nor- egs í framhaldinu. Þá fór lögmað- ur múslimaklerksins Krekars, sem er norskur ríkisborgari, fram á lögregluvernd til handa honum, enda óttaðist hann að til stæði að ræna honum og flytja til Guant- anamo-fangabúðanna alræmdu. Frá þessu greindi lögmaðurinn, Brynjar Meling, í samtali við TV2 Nettavisen. Þar sem engrar heimildar var leitað hjá norskum yfirvöldum fyrir dvöl CIA-útsendaranna, Cynthiu Dame Logan og Gregorys Asherleigh, í Noregi var sú dvöl brot á norskum lögum, að því er Aftenposten greinir frá. - aa Útsendarar dvöldu í Noregi: Meintir mann- ræningjar CIA CONDOLEEZZA PÍANÓLEIKARI Utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna sagðist leika fyrir friði á stuttum tónleikum sem hún hélt í Kúala Lúmpúr á ráðherrafundi Suður- Asíuríkja. NORDICPHOTOS/AFP - Evrópa: Tveir - Bretland, Ástralía og Nýja Sjáland: Einn - USA: Þjónn - Japan: Móðgun ������ ��������������������������������������������������� ��������������������� �������� ��������� �������� �������� ����������������� �������� ����������� �������� ���������� ������������������������������������������� ��� ���������������������������������������������� ������������������������������������������������������� ��������������������������������������������������������� ���������� ������������ ���� �������������������� ��������������������� ������������� ������ ���������� ������� ������������� ���������� ��������� ������ ���������� ������� ������������ ���������� ��������� ������������� ���������� ��������� �������������������� ���������� ��� ��� �� ������������� SKÁK Hin árlega skákhátíð Hróks- ins á Grænlandi hófst á þriðjudag- inn í blíðviðri þrátt fyrir hávaða- rok og hellirigningu daginn áður, þegar leiðangursmenn komu til landsins. Alls lögðu 23 liðsmenn upp frá Reykjavíkurflugvelli á mánudag- inn og er stærsti hluti íslenska hópsins í Tasiilaq þar sem hátíðin fer fram þriðja árið í röð. Hluti hópsins er á ferð með Sig- urði Péturssyni, veiðimanni og hjálparhellu Hróksmanna á Græn- landi. Ferðast þeir til smáþorpa á Grænlandi þar sem skákveislum er slegið upp. Í gær fóru Hróksmenn í Tasiilaq í heimsókn á barnaheimili Mar- grétar prinsessu, þar sem búa 25 munaðarlaus börn sem eiga öll von á glaðningi frá Íslandi. Þaðan ligg- ur leiðin í athvarf fyrir konur og börn, sem rekið er af hugsjónakon- unni Susanne Mejer. Róbert Harðarson, Grænlands- meistarinn árið 2006, verður með kennslu fyrir efnilegustu ungu skákmennina í Tasiilaq, með Mik- isulum Motzfeldt fremstan í flokki en sá sigraði á Nóa Síríus mótinu sem fór fram á þriðjudagskvöldið. Um helgina verður svo hápunkt- ur hátíðarinnar, þegar haldið verð- ur IV. alþjóðlega Grænlandsmótið - Flugfélagsmótið 2006. - sdg Skákhátíð Hróksins á Grænlandi fer vel af stað í blíðviðri: Skákveislur í smáþorpum HRAFN JÖKULSSON, FORMAÐUR HRÓKS- INS, ÁSAMT GRÆNLENSKUM BÖRNUM Hrókurinn hefur undanfarin ár, í samstarfi við marga aðila, unnið að landnámi skáklistarinnar á Grænlandi. HÚSNÆÐISLÁN Lán sem Íslendingar taka vegna íbúðakaupa eru tölu- vert dýrari heldur en sambærileg íbúðalán í nágrannalöndum okkar og á evrusvæðinu. Taka ber tillit til þess, í saman- burði á lánamöguleikum, að vextir á húsnæðislánum á evrusvæðinu eru breytilegir, en hér á landi er algengast að fólk sé með verð- tryggða fasta vexti á sínum lánum. Björgvin Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar- innar, segir íslenska neyt- endur þurfa að taka á sig fórn- arkostnað sem fylgi því að vera með mátt- lítinn gjaldmið- il. Hann segir mikilvægt að umræða um lífskjör snúist um þennan mikla kostnað- armun. „Þessi mikli munur á kostnaði við lántöku vegna íbúðarkaupa hér á landi og á evrusvæðinu, minnir okkur á fórnarkostnaðinn sem íslenskir neytendur eru að taka á sig til þess að halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli. Hann er gríðarlegur og það er mín persónulega skoðun að umræða um lífskjör á Íslandi verði meðal annars að beinast að því, hversu ótrúlegur munur er á kostnaði sem skiptir fólkið í landinu gríðarlegu máli, þegar greiðslubyrði hér á landi er borin saman við greiðslubyrði sem þekkist annars staðar í Evrópu. Það er að greiða af lánum sem fólk tekur vegna íbúðakaupa.“ Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur kostnaðinn að mestu felast í verðtryggingunni en bendir á að nauðsynlegt sé að huga vel að líf- eyrissjóðakerfinu áður en ráðist verður í breytingar. „Ég hef oft á það bent að lánskjörin hér á landi eru miklu lakari heldur en í nágrannalöndunum. Það er fyrst og fremst verðtryggingin á lánun- um sem gerir það að verkum, auk þess sem vextirnir eru töluvert mikið hærri hér á landi heldur en annars staðar. Þetta er að sjálf- sögðu neytendum ekki til góðs. En ef það á að breyta kerfinu sem fyrir er verður að fara varlega í sakirnar. Til dæmis vegna þess að við höfum hér á landi eitt besta lífeyrissjóðakerfi í heimi. Eignir sjóðanna eru að stórum hluta til verðtryggðar og þess vegna verð- ur að liggja til grundvallar, hvaða áhrif það getur haft á lífeyriskerf- ið að afnema verðtrygginguna á íbúðalánum.“ magnush@frettabladid.is Tvöfalt dýr- ari íbúðalán Algengustu húsnæðislán á Íslandi eru mikið dýrari en algengustu húsnæðislán á evrusvæðinu. Björgvin Sigurðsson segir Íslendinga borga fórnarkostnað fyrir það að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil. SÉÐ YFIR REYKJAVÍK Mikill kostnaður lendir á Íslendingum við lántöku vegna íbúðakaupa. Þingmenn kalla eftir frekari umræðum um málið. SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON FÍKNIEFNI Lögreglan í Vestmannaeyj- um lagði hald á átta grömm af hassi, tvö grömm af amfetamíni og eina e- töflu eftir leit á manni sem kom til Eyja með Herjólfi í fyrrakvöld. Tryggvi Kr. Ólafsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Vestmannaeyjum, segir fíkniefna- leitarhund hafa skipt sköpum við fíkniefnafundinn. „Hundurinn sýndi merki um að fíkniefni væru á mann- inum. Það reyndist rétt. Við erum með mikinn viðbúnað vegna þjóðhá- tíðar í Vestmannaeyjum.“ Maðurinn sem tekinn var með efnin er á þrítugsaldri og hefur áður komi við sögu lögreglu vegna fíkni- efnabrota. - mh Maður tekinn með fíkniefni: Þrjár tegundir fundust við leit LÁNTÖKUKOSTNAÐUR Dæmi um íslenskt íbúðalán Verðtryggð húsnæðislán Lánsfjárhæð 15.000.000 Fjöldi afborgana 480 Ár 40 Afborganir á ári 12 Vextir 5 prósent Verðbólga 2,5 prósent Vaxtakostnaður 29.598.323 Heildarkostnaður við lán 59.288.170 *Verðbólga mælist nú um 8 prósent. Langtímamarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5 prósent. Dæmi um íbúðalán á evrusvæðinu Óverðtryggt húsnæðislán Lánsfjárhæð 15.000.000 Fjöldi afborgana 480 Ár 40 Afborganir 12 Vextir 4,5 prósent Vaxtakostnaður 13.588.125 Heildarkostnaður 28.607.325 *Vextir á lánum á evrusvæðinu eru breyti- legir. 4,5 prósentatalan er viðmiðunartala, sem ætla má að verði meðaltalsvextatalan yfir lánstímann.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.