Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.08.2006, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 03.08.2006, Qupperneq 38
[ ] Það eru töluvert margir sem vilja hugsa um hvað þeir borða til að hafa góð áhrif á líkama sinn, en segjast ekki vita alveg hvað þeir ættu að velja og hvað ekki, eða vantar spennandi hugmyndir til til- breytingar. Mig langar því að telja upp nokkrar fæðutegundir sem við ættum að borða í 80 til 90% tilvika. Ef við gerum það bregst líkaminn okkur síður þrátt fyrir álag eða krefjandi verkefni hvers- dagsleikans. • Hafragrauturinn á gamla mátann er án efa besti morgunmatur sem þú getur borðað. En hafra- mjöl er eitt trefja- og próteinríkasta kornið, ein- mitt það sem við þurfum á morgnana til að halda blóðsykrinum í jafnvægi. Hann mettar líka vel og gefur okkur því gott start inn í daginn. • Sætar kartöflur, brún hrísgrjón og/eða banka- bygg eru besta meðlætið með hádegis- eða kvöld- matnum. Íslensku kartöflurnar okkar eru líka góðar, en í hófi þó. • Veljið alltaf heilkornabrauð. Heilhveitibrauð og önnur grófkornabrauð, eins og flatkökur, danska rúgbrauðið (frá Myllunni og Grímsbrauð eru flott val. Athugið einnig að það sem kallað er heilhveitibrauð er oftast með hveiti að megninu til. Gerið kröfur, skoðið innihaldslýsingar og spyrjið út í sykur og hveitimagn brauða í bakarí- um. Góð bakarí hafa þessar upplýsingar eða ættu að minnsta kosti að hafa þær. • Veljið fitulitlar mjólkurvörur. Ekki hafa ostinn feitari en 17%, veljið 5% sýrðan rjóma (þið finn- ið ekki muninn í sósum og jafnvel salötum). Velj- ið líka létta mjólk (ekki bláa) og léttkotasælu. Það er ekki svokölluð „góð“ fita í mjólkurvörum og því skulum við takmarka fituríkar mjólkur- vörur. • Góðar fitusýrur eru hins vegar nauðsynleg, fjöl- ómettaðar og einómettaðar. Góð fita úr olíum eins og ólífuolíu; úr hnetum, möndlum, avókadói, laxi og silungi er okkur lífsnauðsynleg. • Grænmeti eða ávexti í hvert mál. Settu þér að að borða annað hvort eitthvað grænmeti eða ávöxt í hvert mál. Hér er um að ræða trefja-, vítamín- og steinefnasprengjur sem þú þarft á að halda á hverjum degi. Munið eftir ávöxtum út á skyrið eða ab-mjólkina og svo er æðislegt að ofnbaka grænmeti með kjúklingnum eða fiskinum. Salat með hverri kvöldmáltíð! • Leggið áherslu á að borða kjúkling, lambakjöt og annað fitulítið kjöt, ásamt fiski og öðru sjávar- fangi. Mjög mikilvægt er að ofnbaka, grilla, sjóða eða léttsteikja í góðri olíu, en alls ekki að djúpsteikja, þá farið þið alveg með það!! • Eggjakökur eru líka frábært val. Notið t.d. eina eggjarauðu á móti þremur hvítum, fullt af græn- meti, smá sjávarsalt, salsasósu og/eða léttkota- sælu. Klikkar ekki, er fitulítil og frábær sam- setning af góðum, svokölluðum flóknum kolvetnum og próteinum. • Vatn og aftur vatn. Sú vísa er víst aldrei of oft kveðin. Vatnið er nauðsynlegt af svo mörgum ástæðum, eins og til dæmis fyrir meltinguna, til að flytja næringarefni um líkamann og síðast en ekki síst til að „brenna“ fitu. Drekktu 2 lítra á dag af hreinu vatni og meira ef þú ert í heitu loftslagi eða hreyfir þig mikið. Byrjaðu strax í dag að leggja áherslu á þetta fæði í matarvali þínu, ef þú gerir það ekki nú þegar. Próf- aðu svo í fyrramálið að setja 1 dl af haframjöli á móti 3 dl af vatni, smá sjávarsalt og kanil (ekki kan- ilsykur) í skál og blandið saman. Bætið svo einni til tveimur eggjahvítum út í (hendið rauðunni, hún er hvort eð er bara fita!) og hrærið vel. Skellið í örbylgjuofn í 1 mínútu og 40 til 50 sekúndur. Punkt- urinn yfir i-ið eru nokkrar rúsínur, eplabitar eða líf- rænar kókosflögur út á og jafnvel aðeins meiri kan- ill. Kær kveðja,Borghildur Undirstaðan í fæðuvalinu Heilbrigð sál BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR EINKAÞJÁLFARI OG B.A. Í SÁLFRÆÐI Það er vel hægt að búa sig undir maraþonið með börnunum. Sérstakar hlaupakerrur eru léttar og þægilegar þannig að hægt er að æfa sig og gefa barninu ferskt loft í leiðinni. Kristinn Jón Eysteinsson, for- maður Tilveru, samtaka gegn ófrjósemi, segir nauðsynlegt fyrir pör sem glíma við ófrjó- semi að kynna sér vel það sálræna álag sem því getur fylgt að reyna að eignast barn. „Mörg pör leggja út í frjósemis- ferlið án þess að hafa kynnt sér sálrænu hliðina og hafa ekki fengið nægar leiðbeiningar eða upplýsingar frá læknum um hversu mikil átök þetta ferli í raun er,“ segir Kristinn Jón Eysteinsson, formaður Tilveru, samtaka gegn ófrjósemi. „Ferlið verður alltaf erfiðara eftir því sem það tekur lengri tíma og getur sett ómeðvitaða pressu á sambandið. Konur sem fara í gegnum frjósemisaðgerðir segja ferlið líkjast því að fara í gegnum breytingaskeiðið mörgum sinn- um. Þetta reynir líkamlega og andlega mjög mikið á konuna og oft áttar karlmaðurinn sig ekki á ástæðum þess að konan er orðin sveiflukennd í skapi. Og auðvitað hefur það áhrif á sambúðina. Pör sem hafa reynt lengi spyrja sig gjarnan „af hverju erum við saman? Ættum við ekki bara að finna okkur annan maka sem barneignir ganga upp með?“. En sem betur fer þá fer það svo í flestum tilfellum að samband styrkist milli hjóna í þessu ferli en dæmi eru um að nái par ekki að yfirstíga ákveðna erfiðleika getur það endað með sambúðar- slitum.“ Kristinn segir ennfremur að spenna í sambúð, kvíði, stress og uppsöfnuð vandamál geti haft áhrif á getu para til að geta barn. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að sálarástand kvenna skiptir öllu svo frjósemisaðgerð heppnist og því er nauðsynlegt fyrir parið að búa sér til gott stuðningskerfi áður en baráttan hefst. „Tilvera býður upp á góða þjónustu. Félagsmenn Tilveru halda úti spjallhópum ásamt því að virk spjallsíða er á netinu þar sem fólk getur talað undir dul- nefni. Einnig erum við í sam- starfi við Gyðu Eyjólfsdóttur sál- fræðing og hún hefur reynst okkar fólki ómetanleg. Við sjáum af hennar starfi hversu mikil- vægur þáttur sálræna hliðin er í þessu ferli. Það er hreint ótrúlegt að sjá hversu mörg pör eiga von á barni eftir ráðgjöf hjá Gyðu,“ segir Kristinn og hvetur fólk til að setja sig í samband við Tilveru vanti það stuðning í erfiðri bar- áttu. Þeir sem vilja kynna sér starfsemi samtakanna geta farið á www.tilvera.is. johannas@frettabladid.is Sálrænt álag ófrjósemi Kristinn Jón Eysteinsson, formaður Tilveru, segir pör oft ekki átta sig fyrir fram á þeim sálrænu erfiðleikum sem fylgja frjósemisaðgerðum. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI������������ �������������������� �������������������������������� A R G U S 0 6 -0 3 5 0 �������������������� ������������������������� �������� ������������ ��������������������������������� ����������������������������
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.