Fréttablaðið - 03.08.2006, Page 71

Fréttablaðið - 03.08.2006, Page 71
Pete Garrison er vel metinn leyniþjónustumaður hjá CIA sem bjargaði lífi forseta Bandaríkj- anna fyrir tuttugu árum. Líf Garrisons er í föstum skorðum og hann hefur fengið það hlutverk að vernda forsetafrúna. Kvöld eitt fær hann símhringingu frá vini sínum, Merriweather, sem segist þurfa deila með honum leyndarmáli en áður en Garrison tekst að hafa upp á vini sínum er Merriweather drepinn. Allt lítur út fyrir að morðinginn sé innan- búðarmaður en það hefur ekki gerst í 141 árs sögu CIA. Fyrrum lærisveini Garrisons, David Breckinridge, er falið að rannsaka málið en þeir tveir hafa eldað grátt silfur saman eftir að Garrison sakaði Breckinridge um að halda við fyrrverandi eigin- konu sína, hina eitilhörðu Jill Maroon. Þau þrjú verða þó að gleyma öllu því sem á undan er gengið til að komast til botns í málinu sem gæti snert árás á forsetann sjálfan. Þau Michael Douglas, Kiefer Sutherland og Eva Longoria leika aðalhlutverkin í The Sentinel en leikstjóri er Clark Johnson sem hefur meðal annars leikstýrt nokkrum þáttum af hinni vinsælu sjónvarpsþáttaröð The Shield. Bæði Douglas og Sutherland hafa verið lengi að á hvíta tjaldinu en sá síðastnefndi gekk í endurnýj- un lífdaga þegar sjónvarpsþætt- irnir 24 slógu eftirminnilega í gegn. Eva Longoria hefur smám saman verið að fikra sig upp á stjörnuhimininn með frammi- stöðu sinni í Aðþrengdum eigin- konum sem hin ákaflega lausláta Gabrielle Solis. Svikari innan CIA BRECKINRIDGE OG MAROON Reyna að leysa morðið með aðstoð Garrisons en það gæti reynst þrautinni þyngra enda er ýmislegt sem býr í fortíðinni. GARRISON Á að vernda forsetafrúna þegar besti vinur hans er drepinn. Ekki er allt sem sýnist og það virðist vera svikari innan CIA. Skvísurnar Paris Hilton og Nicole Richie hafa verið óvin- konur síðan árið 2005. Hvorki Richie né Hilton hafa viljað segja hver ástæða rifrildisins er en það hefur vakið mikla athygli vegna þessa þær stöllur voru nánast óaðskiljanlegar í fyrra. Nú hefur Paris Hilton tjáð sig um það að hana langi gríðarlega til að hringja í Richie en hún þori ekki að taka upp tólið. „Ég og Nicole göngum í gegnum eitt- hvað núna en ég elska hana eins og systur,“ segir Paris og bætir því við að hún haldi að það verði skrýtið og erfitt að tala saman í fyrsta skipti eftir svona langan tíma. Þorir ekki að hringja ÓVINKONUR Paris Hilton langar að hringja í fyrrverandi vinkonu sína Nicole Richie en þorir það ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Útsölulok KRINGLUNNI 70-90% afsláttur! Af öllum útsöluvörum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.