Fréttablaðið - 08.08.2006, Page 13

Fréttablaðið - 08.08.2006, Page 13
MARAÞON REYKJAVÍKUR GLITNIS 19. ÁGÚST MARAÞON REYKJAVÍKUR GLITNIS 19. ÁGÚST Reykjavíkur- maraþonið haldið í 23. sinn Reykjavíkurmaraþon Glitnis verður haldið laugardaginn 19. ágúst næst- komandi. Skemmtiskokkið sem er ræst klukkan 11.00 markar upphaf Menningarnætur 2006 en síðari ár hefur Reykjavíkurma- raþonið verið hlaupið sama dag. Þessir tveir atburðir eru núna orðnir stærsta samkoma Íslandssögunnar. Reykjavíkurma- raþon Glitnis skiptist í fimm mislöng hlaup sem henta mismunandi hópum; fjölskyld- um, trimmurum og keppnisfólki. Latabæjarmaraþon er ný vegalengd í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis og er 1,5 km að lengd. Hlaupið hefst í Lækjargötu kl. 14.15. Íþróttaálfurinn mun tryggja að allir leggi af stað í hlaupið með bros á vör með upphitun sem hefst kl. 13.45. Latabæjarmaraþonið er ætlað börnum yngri en 11 ára og fá allir þátttakendur sérstaka boli og viðurkenningu að loknu hlaupi. Foreldrar sem fylgja börnum í Latabæjarhlaupinu þurfa ekki að skrá sig. Hlaupaleiðin er út Lækjargötu og Fríkirkjuveg yfir tjarnarbrú og farið meðfram litlu tjörninni og út á Sóleyjargötu, Fríkirkjuveg og endar fyrir framan útibú Glitnis í Lækjargötu. Allir þátttakendur fá stuttermabol þegar þeir sækja keppnisgögn í Laugardalshöllina, föstudaginn 18. ágúst kl. 12.00–21.00. LATABÆJARMARAÞON er ný vegalengd í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis þann 19. ágúst. Hlaupið er ætlað börnum yngri en 11 ára og fá allir þátttakendur boli við afhendingu skráningargagna og verðlaunapening að loknu hlaupi. Hlaupið hefst í Lækjargötu kl. 14.15. Íþróttaálfurinn mun tryggja að allir leggi af stað í hlaupið með bros á vör með upphitun sem hefst kl. 13.45. Skráning í hlaupið og allar nánari upplýsingar eru á www.glitnir.is. Þátttökugjald er 800 kr. Foreldrar sem fylgja börnum í Latabæjarhlaupinu þurfa hvorki að skrá sig né greiða þátttökugjald. RÁSTÍMI OG VEGALENGDIR Í REYKJAVÍKURMARAÞONI GLITNIS 09.00 Maraþon, 42 km 09.40 10 km 10.05 Hálfmaraþon, 21 km 11.00 Skemmtiskokk, 3 km 13.45 Latabæjardagskrá hefst. Íþróttaálfurinn hitar upp hlaupara. 14.15 LATABÆJARMARAÞON, 1,5 km Sjáumst eldhress 19. ágúst! 1,5 km H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.