Fréttablaðið - 08.08.2006, Síða 16

Fréttablaðið - 08.08.2006, Síða 16
 8. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Þetta er fyrir löngu orðinn einn af föstu punktunum í mínu lífi og það fær því ekkert breytt; síðustu helgina í júlí er ég á lundaveiðum sama hvað tautar og raular,“ segir Einar K. Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra. Hann tekst allur á loft á skrifstofu sinni þegar blaðamaður biður hann að segja sér frá lundaveiðiferð sem hann var í síðasta laugardag ásamt konu sinni Sigrúnu Þórisdóttur og dóttur sinni Sigrúnu Maríu. „Þetta er orðin nokkuð áralöng venja sem við byrjuðum á félag- arnir þrír, þeir Gunnar Jóhanns- son, útgerðar- og hrefnuveiði- maður úr Hólmavík, Magnús H. Magnússon veitingamaður og ég. Við byrjuðum þessar veiðar með álháfa en þegar við komumst rækilega á bragðið fengum við Salvar Baldursson bónda í Vigur til að útbúa fyrir okkur alvöru lundaháfa en það er jú svo að ef þú byrjar á þessu verður ekki aftur snúið. Nú hefur þetta þróast út í það að verða svona fjölskyldu- ferð og það hefur fjölgað í hópn- um, ég er ekki viss hvað það voru margir að veiðum að þessu sinni en þegar búið var að gera að og slegið var upp veislu um kvöldið geri ég ráð fyrir að þar hafi verið um 70 til 80 manns.“ Í Vestmannaeyjum er hefðin sú að konur fái ekki að fara með til lundaveiða en Einar segir þá hefð ekki við lýði fyrir vestan. „Við höfum einmitt mjög gaman af því að konurnar komi með. Þetta er ekki eingöngu karlasport enda eru konurnar ekkert síður grimmar eins og menn vita,“ segir hann og hlær. Einar segir það misjafnt eftir ári hversu margir lundar veiðist en þegar vel gengur eru þeir um þúsund. „Svo skiptum við í fjöru eins og kallað var en þá er öllum aflanum skipt jafnt niður á háfa. Þetta er afar sósíalískt kerfi hjá okkur,“ segir sjálfstæðismaður- inn með semingi. „Ég var vel fyrir ofan meðallag að þessu sinni, sem er alltaf gott svo maður sé ekki að láta borga með sér.“ Lagt var af stað út í Grímsey um klukkan níu um morguninn en í hádeginu drógu menn upp nesti sín og snæddu saman. Aðrir drógu þá upp hákarl en í nestisboxi sjávarútvegsráðherrans var meðal annars hrefnukjöt. Einn nýgræðingur kom sér í þennan eftirsóknarverða félags- skap í ár og sló hann gömlu félags- mönnunum ref fyrir rass og veiddi um 160 lunda eða fleiri en nokkur annar. „Ég var svo hepp- inn að mér var hent í land þar sem ég sá tilsniðinn stað að vest- mannaeyskum hætti en þar voru mér kennd tökin af færustu mönnum,“ segir Samúel Örn Erlingsson, aflakóngur ferðarinn- ar, en þetta var í fyrsta sinn sem hann veiddi í Grímsey. „Það var alveg dásamlegt að fá að taka þátt í þessari fjölskylduferð. Konan mín kom með og skemmti sér hið besta þó hún hefði getað hugsað sér margt annað að gera en drepa lunda.“ Einar hafði sagst með glöðu geði fresta fundi í Brussel með háttsettum ráðamönnum ef hann bæri upp á sama dag og lunda- veiðiferðin. Fyrst Samúel Örn hefur nú verið innvígður í félagið þótti rétt að spyrja hann hvað hann myndi gera ef lundaveiði- ferðina bæri upp á sama degi og úrslitaleikur í heimsmeistara- keppninni í fótbolta. „Er ekki ákvæði í stjórnarskrá sem bann- ar svona spurningar?“ segir hann og hlær en játar svo líkt og inn- vígðum lundaveiðimanni ber að svona ferðir hafi alltaf forgang. jse@frettabladid.is Ráðherra léttur í lunda GERT AÐ FENGNUM Þarna er Jón Magnússon útgerðarmaður frá Patreksfirði að gera að fengnum ásamt Einari. Um kvöldið svignuðu svo veisluborð undan afrekstri dagsins sem matreiddur var að hætti Strandamanna. SAMÚEL ÖRN GERIR AÐ VÆNUM FENG SÍNUM Fuglar mega vara sig þegar ernir eru á ferð, sérstaklega ef það er Samúel Örn, en hann veiddi um 160 lunda, meira en gömlu kempurnar að vestan. Hér gerir hann að fengnum. „Það er bara allt að gerast,“ segir Sveinn Rúnar Sigurðsson, lagasmiður og tölvunarfræðingur. „Ég er á leiðinni til Ungverjalands bráðlega í langan, langan, langan tíma og svo er maður ávallt með tónlistina á bak við eyrað.“ Sveinn Rúnar er að fara í nám í nokkur ár til Ungverjalands 28. ágúst næstkomandi og tímann fram að því ætlar hann að nota til að ferðast um landið. „Ég ætla að heimsækja vini og vandamenn til sjávar og sveita og Eurovision-aðdáendur svo ekki sé minnst á þá,“ segir Sveinn Rúnar. Um verslunarmannahelgina ætlar Sveinn Rúnar að verja tíma sínum í Siglufirði á Síldarævintýrinu. „Ég held að það sama sé um að vera þar um helgina eins og venjulega, nákvæmlega ekki neitt, og það er einmitt það sem mér finnst svo ofboðslega spennandi,“ segir Sveinn Rúnar og hlær. „Ég er alveg vaxinn upp úr glaumi og gleði, ég vil helst bara fá kaldan af krana í góðra vina hópi.“ Sveinn Rúnar hefur verið á far- aldsfæti í ár vegna vinnu sinnar, en hann starfar sem framkvæmdastjóri hjá tölvuhugbúnaðarfyrirtæki með tengsl víða um heim. „Þetta er búið að vera frábært ár. Ég hef verið að vinna í Moskvu, Kænugarði og Riga og eftir árið er ég þeirrar skoðunar að Austur-Evrópa heilli mig hvað mest,“ segir Sveinn Rúnar. „Þar vil ég vera og því ætla ég að slá tvær flugur í einu höggi og læra og semja þar, í Ungverjalandi.“ Mikið stendur til hjá Sveini Rúnari helgina eftir verslunarmannahelgina. „Vin- kona mín ætlar að halda risa Eurovision-hlöðupartí og hún er búin að bjóða öllum sem komið hafa nálægt keppninni hér á landi í gegnum árin,“ segir Sveinn Rúnar og tilhlökkunin leynir sér ekki. „Flestir eru búnir að boða komu sína, þannig að það verður án efa mikið stuð eins og alltaf þegar þessi hópur kemur saman.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SVEINN RÚNAR SIGURÐSSON LAGASMIÐUR OG EUROVISIONAÐDÁANDI Austur-Evrópa mest spennandi í dag „Mér finnst sjálfsagt að hann reyni ef hann vill þetta á annað borð, en mér persónulega finnst hann eiga lítið erindi inn á þing,“ segir Andrés Jóns- son formaður Ungra jafnaðar- manna, en hugsanlegt framboð Árna Johnsen, fyrr- verandi alþing- ismanns, í prófkjör Sjálf- stæðisflokks- ins í suður- kjördæmi hefur verið í umræðunni að undan- förnu. „Það liggur lítið sem ekkert gott eftir hann frá hans fyrri þingmannsferli,“ segir Andrés. „Ég öfunda ekki sjálf- stæðismenn ef þeir ætla að fara að láta rifja upp öll mál Árna Johnsen og hvernig var tekið á því á sínum tíma, í komandi kosningabaráttu í Suðurkjör- dæmi. Þeir hljóta að vilja að kosninga- baráttan snúist um eitthvað jákvæðara en hvernig Árni fékk að leika lausum hala á ábyrgð ýmissa ráðherra sem enn sitja í einhverjum tilfellum enn fyrir Sjálfstæðisflokkinn.“ SJÓNARHÓLL ÁRNI JOHNSEN AFTUR Í FRAMBOÐ Á lítið erindi inn á þing ANDRÉS JÓNSSON Vélhjólaráðherrann „Verður þá ekki að banna kraftmikla bíla líka?“ SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR HEILBRIGÐIS- RÁÐHERRA TELUR EKKI AÐ HÆGT SÉ AÐ BANNA KRAFTMESTU VÉL- HJÓLIN. FRÉTTABLAÐIÐ, 4. ÁGÚST. Sölumennska „Þeir sem gefa félaginu pening fá sendan penna sem þakklætisvott. Það eru skiptar skoðanir um hvort þetta sé fjársöfnun eða hvort þetta sé sala.“ JÓN EGILL UNNDÓRSSON HJÁ FÉLAGINU FÁTÆK BÖRN Á ÍSLANDI VIÐURKENNIR AÐ ENGINN ENDUR- SKOÐANDI SJÁI UM BÓKHALDIÐ. FRÉTTABLAÐIÐ, 4. ÁGÚST. SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Í VÍGAHUG Einar K. Guðfinnsson kann hvergi betur við sig en í Grímsey með háfinn. Hann dró svo upp hrefnukjöt úr nestisboxi sínu þegar hlé var gert á veiðum. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hefur und- anfarin fimmtán ár farið á lundaveiðar í Grímsey í Stein- grímsfirði ásamt félögum sínum. Þetta árið kom lands- þekktur fjölmiðlamaður með í fyrsta sinn og sló gömlu köppunum ref fyrir rass.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.