Fréttablaðið - 08.08.2006, Síða 46
8. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR22
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkis-
atburði, stórafmæli og
útfarir í smáletursdálkinn
hér til hliðar má
senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma
550 5000.
Á þessum degi árið 1974 sagði repúblikaninn Richard
Nixon af sér sem forseti Bandaríkjanna vegna þáttar
síns í Watergate-hneykslinu.
Hinn 17. júní árið 1972 voru fimm
menn handteknir fyrir að brjótast inn
í Watergate-bygginguna í Washington,
höfuðstövar Demókrataflokksins. Fimm-
menningarnir, ásamt þeim W. Howard
Hunt og G. Gordon Liddy, voru ákærðir
fyrir innbrot og hleranir og réttarhöld
hófust yfir þeim í janúar árið 1973.
Á þeim rúmu sex mánuðum sem
liðu frá handtökunum neitaði Nixon því
staðfastlega að hann eða nokkur úr hans
liði hefði átt aðild að innbrotinu. Á meðan héldu
fjölmiðlar, og þá sérstaklega The Washington Post,
því gagnstæða fram. Blaðamennirnir Bob Woodward
og Carl Bernstein fengu upplýsingar frá innherja sem
var kallaður „Deep Throat“. Það var ekki fyrr en á
síðasta ári sem upp komst hver maðurinn var en það
reyndist vera Mark Felt, aðstoðarforstjóri bandarísku
alríkislögreglunnar á þessum tíma.
Fimm sakborninganna lýstu sig seka
og tveir voru dæmdir af kviðdómi og lýsti
einn þeirra, James W. McCord, því yfir við
réttarhöldin að forsetaembættið gerði allt
sem það gæti til þess að leyna tengslum
sínum við innbrotið. Þegar það var orðið
ljóst að forsetinn hafði komið að málinu
fór Nixon fram á að ný rannsókn yrði
gerð.
Í apríl lýsti Nixon því yfir að hann
tæki á sig ábyrgð vegna gjörða starfsmanna sinna
og í desember lét hann af hendi hljóðupptökur frá
skrifstofu sinni. Nixon sagði loks af sér í ágúst en þá
var löngu ljóst að hann var viðriðinn málið.
ÞETTA GERÐIST 8. ÁGÚST 1974
Nixon segir af sér embætti
MERKISATBURÐIR
1945 Bandaríkin, Sovétríkin,
Bretland og Frakkland
skrifa undir London-sam-
komulagið sem heimilaði
Nürnberg-réttarhöldin.
1963 Lestarránið mikla er framið
í Englandi þegar 15 ræn-
ingjar stela 2,6 milljónum
punda.
1969 Fræg mynd af Bítlunum
er tekin og síðar notuð á
umslag plötunnar Abbey
Road.
1988 Andrés prins og kona hans
Sarah Ferguson eignast sitt
fyrsta barn.
1992 Íslendingar lenda í fjórða
sæti í handknattleik
á Ólympíuleikunum í
Barcelona en það er besti
árangur íslensks landliðs á
slíku móti.
DUSTIN HOFFMAN
FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1937.
„Sólskin og kókoshnetumjólk
eru þeir tveir hlutir sem eru
nauðsynlegir til þess að lifa af.“
Dustin Hoffman er bandarískur leikari.
ÚTFARIR
13.00 Jóhann Magnús Guð-
mundsson, vélvirki (frá Suðureyri
við Súgandafjörð), Hjarðarhaga
30, Reykjavík, verður jarðsunginn
frá Neskirkju.
15.00 Elín Guðrún Gísladóttir,
Sundlaugarvegi 28, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju.
AFMÆLI
Sigrún Hjálmtýsdóttir
(Diddú) söngkona er
51 árs.
Mikael Torfason,
rithöfundur og ritstjóri,
er 32 ára.
Þórhallur miðill snýr aftur í útvarpið í
kvöld þegar þáttur hans Lífsaugað
hefur göngu sína á útvarpsstöðinni
VOICE á Akureyri. Þórhallur hefur
búið fyrir norðan síðastliðin átta ár og
segir þá breytingu að flytja norður þá
bestu sem hann hafi gert í lífinu.
„Ég er búinn að vera í kringum
fimmtán ár í útvarpi, ég byrjaði fyrst á
Bylgjunni í Sigtúni gamla,“ segir Þór-
hallur. „Ég gleymi því aldrei að fyrsti
viðmælandi minn var séra Sigurjón
Guðjónsson og við vorum að tala um
guð og það komu innhringingar þar sem
sumir voru ekkert sérstaklega hrifnir
af því að guðsmaður skyldi vera með
miðli í útvarpinu,“ segir Þórhallur og
hlær.
„Skemmtilegasti þáttur sem ég
hafði þarna var viðtal við Ladda þegar
Vidgís Finnbogadóttir átti afmæli og
þá óskaðu allar hans persónur Vigdísi
til hamingju og ég þurfti að beygja mig
undir borðið því ég hló svo mikið,“
segir Þórhallur. Hann hefur lengst af
starfað á Bylgjunni en færði sig um set
og fór á FM um skeið.
Þættir Þórhalls voru í sjónvarpinu
um tíma og aðspurður segist hann ekki
hafa fundið fyrir miklum mun á því að
starfa í sjónvarpi eða útvarpi. „Maður
gat náttúrlega breytt ýmsu í sjónvarp-
inu en það er ekki hægt að klippa út eitt
eða neitt í útvarpinu þannig að maður
varð að láta slag standa með það sem
maður var að segja,“ segir Þórhallur og
hlær. „Þetta var mjög skemmtilegur
tími og lærdómsríkur, maður er búinn
að kynnast mörgum og þetta voru oft
mjög tilfinningaþrungnir þættir sem
höfðu mikil áhrif á mig og hlustendur,“
segir Þórhallur og bætir við að könnun
sem var gerð á meðan þáttunum stóð
sýndi að fimmþúsund manns reyndu að
ná inn í þáttinn eitt kvöldið.
Þórhallur var að vinna í Verslunar-
bankanum þar til hann var lagður niður
árið 1990 og sneri sér þá alfarið að
miðilsstörfum. Hann segir að fólk á
öllum aldri og úr öllum stéttum leiti til
sín og að hans starf sé að sanna að það
sé líf eftir þetta líf.
Þegar Þórhallur er spurður að því
hvort hann nái alltaf sambandi við
fólkið að handan svarar hann því neit-
andi. „Ég segi það alltaf að hver fund-
ur sé tilraun og ef ég næ ekki sam-
bandi er ég bara heiðarlegur og segi
bara fólkinu að koma aftur og reyna
seinna, ég fer ekki að búa til eitthvað
sem ég skynja ekki,“ segir Þórhallur.
Þórhallur segir að fólk fái miðils-
hæfileikann í vöggugjöf en bætir við
að í ættinni sinni sé mikill næmleiki og
segir að í fjölskyldu sinni hafi það þótt
vera hinn eðlilegasti hlutur að fara á
miðilsfund. „Þetta hefur verið eðlileg-
asti þáttur í lífi manns og þegar maður
fór inn í þessi mál sjálfur og fór að
þjálfa sig upp í þessu fékk maður mik-
inn stuðning frá foreldrunum,“ segir
Þórhallur að lokum. gudrun@frettabladid.is
ÞÓRHALLUR GUÐMUNDSSON: HEFUR STÖRF Í ÚTVARPINU Á NÝ
Líf eftir þetta líf
ÞÓRHALLUR GUÐMUNDSSON Segir tímann í útvarpinu hafa verið mjög skemmtilegan og lærdómsríkan og í starfinu hafi hann kynnst fjölmörgu fólki.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÞORVALDUR
Á þessum degi árið 1973 var
stjórnmálamanninum Kim
Dae-Jung rænt á hóteli í
Tokyó af suður-kóresku
leyniþjónustinni vegna
gagnrýni hans á forsetann
Park Chung-hee.
Bandaríski sendiherrann
ræddi við Park forseta sem
varð til þess að Kim bjarg-
aðist rétt áður en að honum
var drekkt í Japanshafi.
Þrátt fyrir að lifa banatil-
ræðið af var Kim bannað að
skipta sér frekar af stjórn-
málum og var dæmdur til
fangelsisvistar af stjórn-
völdum. Forsetinn dó árið
1979 og Kim fékk uppreisn-
ar æru en það stóð stutt yfir
því ári síðar var hann dæmd-
ur til dauða. Bandarísk
stjórnvöld buðu Kim hæli í
Bandaríkjunum þar sem
hann fékk starf við kennslu í
Harvard.
Hann sneri heim árið
1985 og bauð sig fram í for-
setakosningunum tvisvar en
beið lægri hlut í bæði skipt-
in. Það var ekki fyrr en árið
1997 sem Kim tókst að vinna
kosningarnar og verða for-
seti. Árið 2000 hlaut Kim
Friðarverðlaun Nóbels fyrir
baráttu sína fyrir lýðræði
og sáttum á Kóreuskagan-
um.
Kin Dae-Jung er rænt
LÍFIÐ Í SVEITINNI Hundurinn Tara
rekur flokk anda áfram en lengi
hefur tíðkast að hundar reki áfram
kindur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
85 ára afmæli
Arnbjörg Sigurðardóttir
er 85 ára í dag.
Verður að heiman en vinir
og ættingjar velkomnir í
kaffi sunnudaginn 13.
ágúst eftir kl. 14.00 að Akri
við Hvolsvöll.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Þegar andlát ber að
Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar
aðstoðað við undirbúning útfara.
Alhliða útfararþjónusta
Símar: 567 9110,
893 8638 og 897 3020
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Innilegar þakkir til ykkar allra sem
sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát
og útför elskulegrar eiginkonu, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Áslaugar Jónínu Einarsdóttir
Goðabyggð 2, Akureyri,
sérstakar þakkir til formanns og félaga íþróttafélagsins
Þórs og lækna og hjúkrunarfólks lyfjadeildar FSA.
Guð blessi ykkur öll.
Haraldur Helgason
Inga Ólafía Haraldsdóttir Jón Gunnar Gunnlaugsson
Helga Stefanía Haraldsdóttir Kjartan Kolbeinsson
Bergljót Ása Haraldsdóttir Sveinn Guðmundsson
ömmubörn og langömmubörn.
FALLEG FIÐRILDI Þrjú drottningarfiðrildi sjást hér flögra um í garði í Texas á
dögunum en þau lifa einkum í Suðurríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP