Fréttablaðið - 08.08.2006, Side 51

Fréttablaðið - 08.08.2006, Side 51
ÞRIÐJUDAGUR 8. ágúst 2006 27 Í kvöld mun Örlygur Hálfdanar- son, bókaútgefandi og Viðeyingur, stýra þriðjudagsgöngu í Viðey. Mun hann leiða gesti um æsku- slóðir sínar í rústum þorps Millj- ónafélagsins á Sundbakka Viðeyj- ar sem stóð þar á árunum 1907-1943. Tæplega 140 manns bjuggu í þorpinu þegar mest var og var þar rekin mikil útgerð og var Viðeyjarbryggja ein umsvifa- mesta höfn landsins á tímum Millj- ónafélagsins. Á göngunni verður áð í skóla- húsinu í Viðey þar sem gefur að líta ljósmyndasýningu um mannlíf í Viðey á fyrri hluta 20. aldar og líka í vatnstankinum sem nú er félagsheimili Viðeyingafélagsins. Í tankinum er sýning um strand kanadíska tundurspillisins Skeena sem við Viðey 1944. Gangan hefst með siglingu úr Sundahöfn klukkan 19:00 og tekur gangan um tvær klukkustundir. Ferjutollur er 750 kr. fyrir full- orðna og 350 kr. fyrir börn en leið- sögnin sjálf er ókeypis. Vapp í Viðey ÞORP MILLJÓNAFÉLAGSINS Í VIÐEY Blómleg byggð var í Viðey á fyrri hluta síðustu aldar. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Miðasala á órafmagnaða tónleika rokkgyðjunnar Patti Smith og félaga hennar Lenny Kaye í Háskólabíói hinn 5. september hefst á fimmtudaginn í verslunum Skífunnar í Reykjavík og verslun- um BT á Akureyri, Selfossi og Egilsstöðum og á heimasíðunum midi.is og bravobravo.is. Uppselt var á tónleika Patti Smith í fyrra og komust þar færri að en vildu en söngkonan og hljóm- sveit hennar gerðu stormandi lukku á skemmtistaðnum Nasa. Aðeins verða seldir 900 miðar í númeruð sæti í Háskólabíói og er því vissara er að tryggja sér sæti í tíma. - khh Miðar á Patti Smith PATTI SMITH ÓRAFMÖGNUÐ Í SEPTEMBER Miðasalan hefst í vikunni. Arna Kristín Einarsdóttir flautu- leikari og Elísabet Waage hörpu- leikari halda tónleika í Bláu kirkj- unni á Seyðisfirði annað kvöld kl. 20.30. Tónleikarnir eru liður í sumar tónleikaröð Bláu kirkjunnar. Þema tónleikanna er þjóðlög og sögur úr ýmsum áttum og frá ólík- um tímum. Ferðast er frá Spáni til Perú og Bretlandseyja og hoppað á milli biblíutíma til okkar daga. Leikin eru verk eftir Marin Mara- is, Marguerite Béclard d‘Har- court, Béla Bartok, John Marson, Bernard Andrés og Skaila Kanga. Arna Kristín og Elísabet koma nú í fyrsta skipti fram sem dúett en báðar hafa þær langan tónlist- arferil að baki og unnið saman í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þjóðlög fyrir flautu og hörpu ARNA KRISTÍN EINARSDÓTTIR OG HÖRPULEIKARINN ELÍASABET WAAGE Spila saman í fyrsta sinn á tónleikum á Seyðisfirði. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 Sögurnar, tölurnar, fólki›. FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA ������������ ������������������ ����������� ������������ ��������������������������������������� ������������������������� ���������������� ���������� ��������������� ���������������� �������������� ����������������� ������������������� ������������������ Laugavegi & Kringlunni • Sími: 551 70 60 www.brim.is 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.