Fréttablaðið - 08.08.2006, Side 52

Fréttablaðið - 08.08.2006, Side 52
 8. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR28 Tónlistarhátíðin Innipúkinn var haldin á Nasa við Austurvöll um helgina. Stíf dagskrá var frá föstu- degi til sunnudags og fjöldi lista- manna kom fram. Fjölmargir gest- ir skemmtu sér hið besta á hátíðinni, sem nú var haldin í fimmta sinn. Tónleikar Mugisons á sunnudagskvöldinu þóttu einna best heppnaðir en aðrar sveitir sem þóttu skara framúr voru Hjálmar og Jeff Who? Hljómsveitin Sigur Rós lauk tónleikaferðalagi sínu um land- ið með frábærum tónleikum í Ásbyrgi á föstudagskvöld. Um fjögur þúsund áheyrendur voru samankomnir á þessum fallega stað og er óhætt að fullyrða að þeir urðu ekki fyrir vonbrigð- um. Veðrið var eins og best verður á kosið, um 20 stiga hiti var þegar tónleikarnir hófust. Sigur Rós lék í um tvo og hálf- an tíma og að sögn viðstaddra jöfnuðust tónleikarnir fyllilega á við frábæra tónleika sveitar- innar á Miklatúni. Þetta voru síðustu tónleikar Sigur Rósar í bili en liðsmenn sveitarinnar hyggjast nú taka sér gott frí. Tónleikarnir í Ásbyrgi bundu endahnútinn á tónleikaferðalag sem staðið hefur í heilt ár. Hljómsveitin lék alls á átta tón- leikum hérlendis sem allir voru teknir upp fyrir væntanlega útgáfu á DVD-tónleikadiski. búnaður í bílinn Car kit CK-7W * Bluetooth búnaður í bílinn * Svarhnappur, hátalari og hljóðnemi * Lækkar sjálfkrafa í hljómtækjum * Sjálfvirk tenging við síma handfrjáls Þú færð handfrjálsan búnað í bílinn í Hátækni og hjá söluaðilum NOKIA. Hafðu HENDURNAR þar sem löggan vill sjá þær GESTIR Á ÖLLUM ALDRI Börn voru áberandi á meðal tónleikagesta í Ásbyrgi og heilmikil fjölskyldustemning myndaðist þar. EINSTAKUR STAÐUR Ásbyrgi passaði vel sem endapunktur á tónleikaferðalagi Sigur Rósar. Stórbrotinn endir á ferðalagi Sigur Rósar NOTALEG STEMNING Tónleikagestir létu fara vel um sig í Ásbyrgi. VEL MÆTT Um fjögur þúsund áhorfendur voru samankomnir í Ásbyrgi til að hlýða á Sigur Rós. MÖGNUÐ UPPLIFUN Tónleikar Sigur Rósar í Ásbyrgi á föstudagskvöld þóttu hreint út sagt stórbrotnir. Eins og sjá má var veður með besta móti og tónlist sveitarinnar naut sín vel á þessum fallega stað. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK VEL MEÐ Á NÓTUNUM Gestir á Nasa skemmtu sér almennt vel og klöppuðu fyrir listamönnunum. HRESSIR HJÁLMAR Ein af skemmtilegustu sveitum Innipúkans í ár var reggísveitin Hjálmar. Innipúkar nutu sín á Nasa HÁPUNKTUR HÁTÍÐARINNAR Tónleikar Mugisons á sunnudagskvöldinu voru hreint út sagt frábærir og virtust gestir sammála um að hann hefði stolið senunni af erlendu listamönnunum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Hús Brad Pitt og Angelinu Jolie í Namibíu er nú til sölu. Frægt varð þegar parið dvaldi í húsinu á meðan Angelina gekk með dóttur þeirra, Shiloh Nouvel. Húsið var þó ekki í eigu skötuhjúanna, held- ur greiddu þau um 150 milljónir króna í leigu fyrir að dveljast þar í 80 daga. Húsið verður selt hæst- bjóðanda. Villa til sölu STJÖRNUPARIÐ Húsið sem Angelina og Brad leigðu í Namibíu er nú til sölu. Kvikmyndin World Trade Center eftir Oliver Stone var frumsýnd í New York fyrir skömmu. Myndin segir frá tveimur lögregluþjónum sem taldir eru hafa verið þeir síð- ustu sem björguðust úr rjúkandi rústum Tvíburaturnanna. Með aðalhlutverkið fer Nicholas Cage en bæði John McLoughlin og Willi- am Jimeno sem myndin fjallar um voru mættir á frumsýninguna. Þeir hafa verið töluvert gagnrýndir af ekkjum annarra lögregluþjóna sem létu lífið í árásinni fyrir að vilja græða peninga á ógæfu annarra. Gagnrýnandi Hollywood Reporter sagði myndina vera bæði hreina og beina sem þjónaði sög- unni ákaflega vel og Variety hrós- aði leikstjóranum fyrir að nálgast viðfangsefnið með mikilli virðingu. Hins vegar bætti gagnrýnandinn við að þrátt fyrir hjartnæm andar- tök væri World Trade Center frek- ar hæg og leiðinleg kvikmynd. Misjafnir dómar OLIVER STONE Gagnrýnendur eru á báðum áttum um hvort nýjasta myndin hans, World Trade Center, sé góð eða léleg.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.