Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.08.2006, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 08.08.2006, Qupperneq 52
 8. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR28 Tónlistarhátíðin Innipúkinn var haldin á Nasa við Austurvöll um helgina. Stíf dagskrá var frá föstu- degi til sunnudags og fjöldi lista- manna kom fram. Fjölmargir gest- ir skemmtu sér hið besta á hátíðinni, sem nú var haldin í fimmta sinn. Tónleikar Mugisons á sunnudagskvöldinu þóttu einna best heppnaðir en aðrar sveitir sem þóttu skara framúr voru Hjálmar og Jeff Who? Hljómsveitin Sigur Rós lauk tónleikaferðalagi sínu um land- ið með frábærum tónleikum í Ásbyrgi á föstudagskvöld. Um fjögur þúsund áheyrendur voru samankomnir á þessum fallega stað og er óhætt að fullyrða að þeir urðu ekki fyrir vonbrigð- um. Veðrið var eins og best verður á kosið, um 20 stiga hiti var þegar tónleikarnir hófust. Sigur Rós lék í um tvo og hálf- an tíma og að sögn viðstaddra jöfnuðust tónleikarnir fyllilega á við frábæra tónleika sveitar- innar á Miklatúni. Þetta voru síðustu tónleikar Sigur Rósar í bili en liðsmenn sveitarinnar hyggjast nú taka sér gott frí. Tónleikarnir í Ásbyrgi bundu endahnútinn á tónleikaferðalag sem staðið hefur í heilt ár. Hljómsveitin lék alls á átta tón- leikum hérlendis sem allir voru teknir upp fyrir væntanlega útgáfu á DVD-tónleikadiski. búnaður í bílinn Car kit CK-7W * Bluetooth búnaður í bílinn * Svarhnappur, hátalari og hljóðnemi * Lækkar sjálfkrafa í hljómtækjum * Sjálfvirk tenging við síma handfrjáls Þú færð handfrjálsan búnað í bílinn í Hátækni og hjá söluaðilum NOKIA. Hafðu HENDURNAR þar sem löggan vill sjá þær GESTIR Á ÖLLUM ALDRI Börn voru áberandi á meðal tónleikagesta í Ásbyrgi og heilmikil fjölskyldustemning myndaðist þar. EINSTAKUR STAÐUR Ásbyrgi passaði vel sem endapunktur á tónleikaferðalagi Sigur Rósar. Stórbrotinn endir á ferðalagi Sigur Rósar NOTALEG STEMNING Tónleikagestir létu fara vel um sig í Ásbyrgi. VEL MÆTT Um fjögur þúsund áhorfendur voru samankomnir í Ásbyrgi til að hlýða á Sigur Rós. MÖGNUÐ UPPLIFUN Tónleikar Sigur Rósar í Ásbyrgi á föstudagskvöld þóttu hreint út sagt stórbrotnir. Eins og sjá má var veður með besta móti og tónlist sveitarinnar naut sín vel á þessum fallega stað. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK VEL MEÐ Á NÓTUNUM Gestir á Nasa skemmtu sér almennt vel og klöppuðu fyrir listamönnunum. HRESSIR HJÁLMAR Ein af skemmtilegustu sveitum Innipúkans í ár var reggísveitin Hjálmar. Innipúkar nutu sín á Nasa HÁPUNKTUR HÁTÍÐARINNAR Tónleikar Mugisons á sunnudagskvöldinu voru hreint út sagt frábærir og virtust gestir sammála um að hann hefði stolið senunni af erlendu listamönnunum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Hús Brad Pitt og Angelinu Jolie í Namibíu er nú til sölu. Frægt varð þegar parið dvaldi í húsinu á meðan Angelina gekk með dóttur þeirra, Shiloh Nouvel. Húsið var þó ekki í eigu skötuhjúanna, held- ur greiddu þau um 150 milljónir króna í leigu fyrir að dveljast þar í 80 daga. Húsið verður selt hæst- bjóðanda. Villa til sölu STJÖRNUPARIÐ Húsið sem Angelina og Brad leigðu í Namibíu er nú til sölu. Kvikmyndin World Trade Center eftir Oliver Stone var frumsýnd í New York fyrir skömmu. Myndin segir frá tveimur lögregluþjónum sem taldir eru hafa verið þeir síð- ustu sem björguðust úr rjúkandi rústum Tvíburaturnanna. Með aðalhlutverkið fer Nicholas Cage en bæði John McLoughlin og Willi- am Jimeno sem myndin fjallar um voru mættir á frumsýninguna. Þeir hafa verið töluvert gagnrýndir af ekkjum annarra lögregluþjóna sem létu lífið í árásinni fyrir að vilja græða peninga á ógæfu annarra. Gagnrýnandi Hollywood Reporter sagði myndina vera bæði hreina og beina sem þjónaði sög- unni ákaflega vel og Variety hrós- aði leikstjóranum fyrir að nálgast viðfangsefnið með mikilli virðingu. Hins vegar bætti gagnrýnandinn við að þrátt fyrir hjartnæm andar- tök væri World Trade Center frek- ar hæg og leiðinleg kvikmynd. Misjafnir dómar OLIVER STONE Gagnrýnendur eru á báðum áttum um hvort nýjasta myndin hans, World Trade Center, sé góð eða léleg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.