Fréttablaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 55
Jennifer Lopez mun ekki leika í fyrirhugaðri kvikmynd sem byggð verður á sápuóperunni um Ewing- fjölskylduna í Dallas. J. Lo átti að leika hina drykkfelldu Sue Ellen en John Travolta átti að leika eig- inmann hennar, olíubaróninn JR Ewing. „Jen mun ekki leika í Dallas,“ sagði Leslie Sloane Zelnick, tals- maður leik- og söngkonunnar, í samtali við blaðið Star en gaf ekki nánari útskýringu á því hver ástæðan væri. Þær sögusagnir ganga nú fjöll- um hærra í Hollywood að Jennifer sé ólétt og eftir að hún hætti við tónleikaferðalag um Evrópu og Asíu fékk sá orðrómur byr undir báða vængi. Það hefur ekki gengið þrauta- laust að ráða fólk til starfa í Dallas- myndina því Robert Luketic hætti við að taka við leikstýra myndinni. Hann bar fyrir sig listrænan ágreining við framleiðendur myndarinnar. Luketic og Lopez unnu saman að myndinni Monster- In-Law. Gurinder Chadha mun leik- stýra Dallas en hann leikstýrði myndinni Bend It Like Beckham sem skaut Keiru Knightley upp á stjörnuhimininn. Kvikmyndaframleiðendurnir standa því frammi fyrir nokkrum alvarlegum vanda því Sue Ellen var ein af burðarásunum í sögu- þræði hinna vinsælu þátta. Aðdá- endur þáttanna eru þó flestir mjög ánægðir með þessa ákvörðun Jennifer Lopez því fæstir þeirra gátu séð hana fyrir sér í þessu hlutverki. J-Lo leikur ekki Sue Ellen JENNIFER LOPEZ Leikur ekki Sue Ellen í kvikmyndinni Dall- as sem byggð verður á sam- nefndum sjónvarpsþáttum. Heyrst hefur að John Travolta muni leika J.R. Ewing. Leikkonan Kate Hudson er aug- ljóslega kominn í stríð gegn ljós- myndurum og gulu pressunni. Eins og Fréttablaðið greindi frá hótaði Hudson lögsóknum gegn þeim ljós- myndara sem myndi smella mynd af syni hennar. Nú hefur hún lýst yfir vanþóknun sinni á birtingu mynda af Kate Moss að sniffa kókaín í breska blaðinu The Daily Mirror í september síðastliðnum. Moss missti í kjölfarið traust flestra tískufyrirtæki og hraktist til Bandaríkjanna þar sem hún tók mál sín föstum tökum. Þvert á spár tískuspekingar hefur Moss tekist að snúa dæminu við. Hudson heldur því fram að myndbirtingin stuðli að aukinni neyslu fíkniefna. „Engin kona getur klæðst tískuflíkum eins og hún, þetta er í raun alveg hrika- legt,“ sagði Hudson. „Þetta er hugsanlega það heimskulegasta sem The Daily Mirror gat gert,“ bætti Hudson við. „Myndin var eins og auglýsing fyrir kókaín: „Ef þú neytir þessa efnis lítur þú út svona“. Moss er algjörlega ómót- stæðileg hvað sem hún gerir, hún er ótrúlega töff á þessum mynd- um,“ sagði Hudson. Ljósmyndin auglýs- ing fyrir kókaín KATE MOSS Var gripin glóðvolg með kókaín í hljóðverinu hjá þáverandi kærasta sínum, Pete Doherty. KATE HUDSON Hefur sagt myndbirtinguna á kókaínneyslu Kate Moss vera frábæra auglýsingu fyrir fíkniefnið. Gleðilegar ræstingar – og farsælan vinnudag! 11.154 kr. Fred ræstivagninn Léttur en öflugur ræstivagn með tveimur 15 lítra fötum og pressu. 8.793 kr. Spider Max ræstivagninn Nettur ræstivagn með 15 lítra tvískiptri fötu og pressu. 21.910 kr. Arka 21 ræstivagninn Ræstivagn fyrir gólfhreinsun og afþurrkun með 28 lítra tvískiptri fötu og pressu, afþurrkunarfötum og statífi fyrir sorppoka. Á tilboði í ágúst 2006 Liprir ræstivagna r frá Filmop R V 62 13 A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.