Fréttablaðið - 08.08.2006, Page 58
8. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR34
ELTINGALEIKUR Þessi ungi Fjölnismaður
hleypur hér á eftir boltanum en hann
klæddist vesti til að aðgreina sig frá and-
stæðingum sínum í ÍA.
INNKAST Þessi ungi Skagamaður tók langt tilhlaup og þrumaði boltanum langt fram völl-
inn úr innkasti á mótinu um síðustu helgi.
MARK! Ungur Þróttari skorar hér mark í leik gegn Fylki, án þess að Árbæingurinn nái að
stöðva sóknarmanninn.
STUND MILLI STRÍÐA Leikmenn ÍA hvíla
lúin bein á milli leikja á Rey-Cup mótinu
þar sem oft var leikið mjög þétt.
FYLGST MEÐ ÚR MARKINU Markmaður
Aftureldingar í leik gegn Þrótti.
HRESSAR Þessar stelpur úr Aftureldingu stilltu sér upp í myndatöku en Aftureldingarliðin
stóðu sig vel á mótinu. Þau unnu bæði í þriðja flokki A-liða eftir stórsigur gegn Víking, 6-0
og fjórða flokki B-liða eftir 4-0 sigur á Val 2.
SÚR Á SVIP Þessi unga stúlka úr Þrótti var ekki ýkja ánægð á svipinn þegar ljósmyndara bar að garði en vinkonur hennar gerðu sitt besta
til að hughreysta hana. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
GÓÐ TILÞRIF Ungur Skagamaður flýgur framhjá Fjölnismanni sem gefur þó ekkert eftir en
mörg glæsileg tilþrif sáust hjá knattspyrnumönnum framtíðarinnar í Laugaralnum.
BARÁTTAN Hún var í hávegi höfð í skemmtilegum leik FH og Breiðabliks í þriðja flokki karla
sem fór fram á Valbjarnarvelli.
TÆKLAÐUR Fjölnismaður tæklar hér Skaga-
mann í leik liðanna á sunnudeginum.
FYLGST MEÐ AF ÁHUGA Fjölmargir foreldrar
fylgdust að sjálfsögðu með börnum sínum
á Rey-Cup mótinu.
1200 keppendur
úr ýmsum áttum
Alls tóku 1200 strákar og stelpur þátt í Rey Cup-
mótinu í Laugardal sem lauk 31. júlí. 83 lið tóku
þátt í mótinu, meðal annars frá Norðurlöndun-
um og Englandi. Allir fóru glaðir heim eftir vel
heppnað mót þar sem fjörið og skemmtunin var í
fyrrirrúmi, en myndirnar lýsa vel stemningunni
sem ríkti á mótinu.