Fréttablaðið - 08.08.2006, Page 62

Fréttablaðið - 08.08.2006, Page 62
 8. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR38 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 fyrirhöfn 6 í röð 8 rá 9 ósigur 11 sælgæti 12 teygjudýr 14 hani 16 nafnorð 17 forskeyti 18 tunna 20 tveir eins 21 þekkja leið. LÓÐRÉTT 1 selur 3 fyrirtæki 4 dagatal 5 óhrein- indi 7 skemmtun 10 samstæða 13 loftþrýstieining 15 æfa 16 lík 19 bar- dagi. LAUSN Bjöllukjóllinn sem Björk Guðmundsdóttir klædd- ist í myndbandinu við lagið Who Is It, af plöt- unni Medúllu, er til sýnis í Gallerí Humar og frægð/Smekkleysubúð- inni Klapparstíg 25. Kjólinn, sem er prýddur ótal mörgum bjöllum, er hannaður af Björk og hinum heimsfærga hönnuði Alexander McQueen. „Það er mikið af munum úr nútíma dægurmenningu í Smekk- leysubúðinni, þar á meðal þessi kjóll,- segir Einar Örn Benedikts- son. „Kjólinn kom til landsins í byrjun árs en er nú til sýnis.“ Einar Örn segir að kjóllinn sé níðþungur og í raun þurfi ofurmenni eins og Björk til að bera hann. „Ég hef mátað hann og hann fór mér vel. En ég gat ekki hald- ið honum uppi - ég varð móður á því að vera í honum,“ segir Einar Örn. Bjöllukjóll Bjarkar til sýnis BJÖLLUKJÓLLINN Er til sýnis í Gallerí Humar og frægð. BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR Björk klæddist kjólnum í myndbandi við lagið Who Is It sem tekið var upp fyrir neðan Hjörleifshöfða. LÁRÉTT: 2 ómak, 6 rs, 8 slá, 9 tap, 11 mm, 12 amaba, 14 krani, 16 no, 17 rað, 18 áma, 20 kk, 21 rata. LÓÐRÉTT: 1 urta, 3 ms, 4 almanak, 5 kám, 7 samkoma, 10 par, 13 bar, 15 iðka, 16 nár, 19 at. Á Skólabraut 35 á Akranesi er hús sem hefur vakið mikla athygli bæjarbúa enda óvenjulegt í meira lagi. Appelsínugult með grænum gluggum og rauðu þaki. Eigendur hússins eru hjónin Magna F. Birnir, forstöðumaður deildar gæðamála og innri endurskoðunar hjá Land- spítalanum, og Þorkell Guðbrands- son, yfirlæknir á sjúkrahúsinu á Akranesi, en þau nýta húsið þegar vaktir Þorkels eru langar uppi á Skaga. „Framkvæmdirnar hófust fyrir einu og hálfu ári en í fyrstu hélt fólk að við værum að mála það í tilefni írskra daga sem haldnir eru uppi á Skaga ár hvert,“ segir Magna. „Við höfum ekkert verið að leiðrétta það enda má fólk túlka þetta hvernig sem það vill,“ bætir hún við en til gamans má geta þess að barnabarn þeirra Mögnu og Þorkels, Þula Glóð, var valið „rauðhærðasti ungi Íslendingur- inn“ á írskum dögum í fyrra. „Þetta er bara svona þegar tveir listamenn eru á heimilinu og mamman er léttgeggjuð,“ útskýrir Magna og hlær en verkefnið er unnið í nánu samstarfi við dætur þeirra tvær sem báðar eru í list- námi. „Elsta dóttir okka, Jóhanna Helga, er í meistaranámí við Art institute of Chicago, og yngsta dóttirin, Birna Bryndís, stundar nám í grafískri hönnun við Lista- háskóla Íslands,“ segir Magna en auk þess hefur þriðja dóttirin, Friðrika Björg, samið barnasögu um húsið. „Heimilisfaðirinn nýtur þess síðan að fylgjast með okkur enda er hann mun jarðbundnari heldur en við, ekki jafn „crazy“,“ segir Magna og hlær. Inni í húsinu er síðan flest allt í sixties-stíl og segir Magna að hugmyndin að því sé komin frá gamalli ljósakrónu sem var skilin eftir þegar þau hjónin keyptu húsið. Fyrir nokkru komu vinir Birnu úr Listaháskólanum og „gröffuðu“ fallegar myndir utan á húsið í mexíkönskum stíl. Athæfið vakti enn meiri athygli á húsinu og í fyrstu héldu nokkrir að þarna væru einhverjir óprúttnir náung- ar að vinna skemmdarverk. „Aum- ingjans drengirnir þurftu að taka sér ansi góðan tíma í að sannfæra þá um að þeir væru listamenn en ekki glæpamenn,“ segir Magna og hlær en vildi ekki gefa upp nafn drengjanna. „Graffarar gefa aldrei upp nöfnin sín heldur vilja láta þekkjast af verkum sínum,“ bætir hún við. freyrgigja@frettabladid.is HJÓNIN MAGNA OG ÞORKELL: SKREYTA HÚSIÐ Í MEXÍKÖNSKUM STÍL Léttgeggjuð mamma og ungir listamenn MAGNA VIÐ GRAFFIÐ Var yfir sig hrifinn af verki hinna ungu drengja sem óneitanlega setti sérstakan svip á húsið. SVEFNHERBERGIÐ Er alveg ótrúlega sjarmerandi á sinn skemmtilega hátt. ALLT Í SIXTIES-STÍL Magna tók mið af gam- alli ljósakrónu sem skilinn var eftir. HÚSIÐ FRÆGA „Erum ekkert að leiðrétta þann misskilning að húsið hafi verið málað í tilefni af írskum dögum,“ segir Magna. Fréttamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson sneri aftur á skjáinn í síð- ustu viku eftir að honum og eigin- konunni Svanhildi Hólm fæddist dóttir fyrir skemmstu. Talsverða athygli vakti að Logi Bergmann skartaði myndarlegu alskeggi þegar hann las fréttirnar á NFS, en hann hefur hingað til jafnan verið snyrtilega rakaður. „Ég hef aldrei áður farið í svona langt frí. Þegar ég er í fríi nenni ég ekki að raka mig og þegar ég kom til baka ákvað ég að leyfa þessu að standa,“ sagði Logi Bergmann þegar Fréttablaðið náði tali af honum fyrir helgi. Þessi umskipti á útliti Loga hafa talsvert verið milli tannanna á fólki um helgina enda ekkert lítið mál þegar heimilisgestir upp á hvert kvöld breyta svona til. Við- brögðin við þessum óvænta skegg- vexti Loga hafa um margt minnt á það þegar Bogi Ágústsson, frétta- stjóri á Sjónvarpinu, skipti um hárgreiðslu fyrir skemmstu eftir hafa í áraraðir skartað sömu greiðslunni. „Viðbrögðin hafa verið alla vega,“ segir Logi Bergmann. „Ég veit eiginlega ekki hvort ég ætla að halda skegginu, ég þarf bara að gera það upp við mig. Vinnufélag- arnir hafa látið í ljós mjög sterkar skoðanir og flestir hafa verið mjög jákvæðir. Ég er í það minnsta ágætlega sáttur við skeggið,“ segir Logi Bergmann Eiðsson. - hdm Logi ágætlega sáttur við skeggið FLOTTUR MEÐ ALSKEGG Logi Berg- mann Eiðsson fréttamaður kom flestum í opna skjöldu þegar hann sneri aftur á skjáinn í síðustu viku eftir nokkurt hlé. Kappinn skartaði glæsi- legu alskeggi sem hann segist ágæt- lega sáttur við, þó skiptar skoðanir hafi verið meðal samstarfsmannanna. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /H Ö R Ð U R FRÉTTIR AF FÓLKI Tónlistarhátíðin Innipúkinn var vel sótt á Nasa um helgina. Hápunktur hátíð- arinnar að flestra mati var þegar Mugison steig á stokk á sunnudagskvöldinu. Einn þeirra gesta sem varð vitni að tónleikum Mugisons var Óskarsverðlaunaleik- konan Cate Blanchett sem var stödd hér á landi með eigin- manni sínum, Andrew Upton. Blanchett leit við á Nasa snemma á sunnudagskvöldinu en fór svo á veitingastaðinn Við tjörnina og snæddi kvöldverð. Vera hennar þar vakti mikla athygli meðal annarra gesta og starfsfólks staðar- ins. Að máltíð lokinni sneru Blanchett og eiginmaður hennar aftur á Nasa og fylgdust með listamönnum á borð við Mugison og Ampop. Tónleikar hinnar goðsagnakenndu rokksveitar Television á sama stað á föstudagskvöldinu munu seint teljast með þeim eftirminnilegri. Það breytti því þó ekki að liðsmenn sveitarinnar nutu veru sinnar á Íslandi til hins ítrasta. Tom Verlaine, söngvari sveitarinnar, fór fram á það við komuna að honum væri bent á góða fornbókabúð. Það var auð- sótt mál og Verlaine var sendur í Bókavörðuna til Braga Kristjónsson- ar bóksala. Svo vel fór á með söngvaranum og Braga og hans fólki að Verlaine eyddi heil- um þremur klukku- tímum í búðinni og fór hreint ekki tómhentur út. Morgunþáttur-inn Capone fer aftur í loftið á X-FM í fyrramálið. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í sumar var umsjónarmönnum þáttarins, þeim Andra Frey Viðarssyni og Búa Bendtsen, sagt upp störfum þrátt fyrir miklar vinsældir. Nú virðast fullar sættir hafa náðst milli þeirra og yfirmannsins Axels Axelssonar og Capone-menn setjast við hljóð- nemana klukkan níu í fyrra- mál- ið. - hdm HRÓSIÐ ... fær Árni Johnsen fyrir að stjórna Brekkusöng á Þjóðhátíð í þrjá áratugi. EINAR ÖRN BENEDIKTSSON �������� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ������ ��� ��� � �� �� �� �� � �� �� �� �� � �������� ���������� ������������������� ���������� �������������������������� � �������� ���������� ������������� ���������������� �������������������������� 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.