Fréttablaðið - 08.08.2006, Side 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
����������
�����������������������������
LÆGRI
VEXTIR
LÆGRA
LÁNTÖKUGJALD
������������������������������
������������������������������
��������������
�������
����������
����
������������
�������������� �
Einn góðan óveðursdag fyrir skömmu var því slegið upp í
fyrirsögn að stúlkubörn allt niður
í sjö ára gömul væru með holda-
far sitt á heilanum. Fram að því
hefur slíkt þótt næstum eðlilegur
hugsunarháttur kvenna almennt
frá kynþroska en varla mikið
yngri stúlkna.
LÍTIL lífseig hugmynd lúrir í bak-
þankanum um að hin útbreidda
megrunarárátta kvenna gæti í
heilbrigðara sólkerfi flokkast sem
afleiðing andlegs ofbeldis. Sífellt
er verið að berja því inn í hausinn
á konum að þær séu ekki nógu
mjóar og flottar. Fyrirmyndir um
fullkominn líkama birtast í aug-
lýsingum allra miðla og í öllum
hreyfimyndum þar sem jafnvel
örvæntingarfullar húsmæður eru
hasarkroppar. Uss, það er bara
krúttlegt að vera örvæntingarfull,
svo lengi sem þú ert mjó.
MIÐAÐ við að fyrirmyndirnar
úr erlendum fjölmiðlum öðlast
hið dýrlega útlit í gegnum ævi-
langt hungurverkfall, skurð-
aðgerðir og tæknibrellur er engin
furða að dæmigerðri konu úr
íslenskum raunveruleika skuli
finnast hún koma illa út úr saman-
burðinum. Jafnvel þótt hún for-
gangsraði líkamsræktinni framar
á listann, borði bara lífrænt og
sleppi bæði kolvetnum og rauðu
kjöti. Markmiðinu verður seint
náð. Hún verður aldrei alveg nógu
mjó.
MEÐVITUND um ágæti líkama
okkar, eins og þeir eru skapaðir
hver með sínu móti, hlýtur að vera
lykill að kvenfrelsi í einhverjum
skilningi. Fram að fermingu og
jafnvel lengur eru mæður sterk-
ustu fyrirmyndir dætra sinna.
Eilíf óánægja þeirra fyrrnefndu
með holdafar sitt sendir þeim
síðarnefndu kristalskýr skilaboð
um leyfilega gagnrýni og sífellt
niðurrif í eigin garð.
EFTIR að hafa látið teyma okkur í
gegnum hin ýmsu tímabil hlýtur
röðin bráðum að koma að dálitlum
sveigjanleika. Hafandi verið
mjúkar og hlýlegar, næst straujað-
ar, svo kvenlegar og þá drengja-
legar, þykir nú best að kona sé eigi
yfir þrítugu, beri stór kúlubrjóst
en sé samt alvarlega vannærð.
Hafi þrýstnar varir, rakar og hálf-
opnar með æfðum stút, svipurinn
lýsi losta og heimsku. Helmingur
mannkyns er kvenkyns. Svo stórt
hlutfall hlýtur að geta haft áhrif á
þróun tískunnar. Ég treysti því að
fljótlega verði móðins að vera
aldraður, loðinn, lífrænt ræktaður
og án gerviefna.
Hold er mold